Hill mætir Tindastóli: Þið viljið ekki missa af þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2016 21:29 Jerome Hill í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Það kom í ljós í kvöld að Keflavík mun mæta Tindastóli í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Jerome Hill, miðherji Keflavíkur, hóf tímabilið með Tindastóli en var sagt upp þar. Stuttu síðar samdi hann við Keflavík, sem tapaði fyrir Stjörnunni í spennandi leik í kvöld. „Við spiluðum góða vörn en þetta var bara ekki nóg. Við þurftum meira í lokin,“ sagði Hill eftir leikinn en hann var eðlilega svekktur með frammistöðu kvöldsins en Keflavík missti þar með af öðru sæti deildarinnar. Sjá einnig: Þungu fargi af mér létt að vera farinn frá Tindastóli „En ég hrósa þeim. Coleman spilaði frábæra vörn og þó svo að Shouse sé lítill þá er hann út um allt. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim.“ Hann segir að þrátt fyrir tapið sé Keflavík vel stemmt fyrir úrslitakeppninni og á góðum stað. Hill fagnaði því sérstaklega vel að fá Tindastól í 8-liða úrslitunum. „Við viljum fá annan leik gegn þeim. Við spiluðum illa gegn þeim í fyrri hálfleik síðast þegar við mættumst en það sáu allir hvað við gátum í seinni hálfleik. Ég held að við getum unnið þá.“ Sjá einnig: Hér er ástæða þess að Stólarnir sakna Jerome Hill ekki neitt „Þegar ég heyrði að við fengum Tindastól þá fór um mig. Ég er orðinn heitur bara af því að hugsa um þetta. Líka svolítið reiður. Ég vil vinna þá - mikið.“ Hann segir að honum þyki vænt um Tindastól - alla leikmenn og formanninn. Ekki síst stuðningsmennina. En honum samdi ekki vel við þjálfarann Jou Costa. „Eins og ég hef áður sagt þá var ég bara fastur í kassa. Ég er viss um að það sjá allir hvernig ég er að spila núna. Það er léttara yfir mér. Ég er leikmaðurinn sem ég vill vera.“ „En þjálfarinn, maður. Það var illt á milli okkar. En þetta verður gaman. Þið viljið ekki missa af þessu.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hill til skoðunar hjá Keflavík Keflvíkingar að skoða þann möguleika að skipta um bandarískan leikmann hjá sér. 31. janúar 2016 15:30 „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Jerome Hill: Þungu fargi af mér létt að vera kominn frá Tindastól Jerome Hill vantaði aðeins tvær stoðsendingar í þrennuna í sínum fyrsta leik með Keflavík í kvöld en hann var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar á 29 mínútum í 131-112 sigri á Snæfelli. 4. febrúar 2016 22:14 Hér er ástæða þess að Stólarnir sakna Jerome Hill ekki neitt Jerome Hill mætir sínum gömlu félögum í Tindastól í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2016 16:00 Dempsey kominn aftur á Krókinn | Jerome Hill leystur undan samningi Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að Jerome Hill hefði verið leystur undan samningi og að búið væri að semja við Myron Dempsey um að leika með liðinu á ný. 31. janúar 2016 12:45 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Það kom í ljós í kvöld að Keflavík mun mæta Tindastóli í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. Jerome Hill, miðherji Keflavíkur, hóf tímabilið með Tindastóli en var sagt upp þar. Stuttu síðar samdi hann við Keflavík, sem tapaði fyrir Stjörnunni í spennandi leik í kvöld. „Við spiluðum góða vörn en þetta var bara ekki nóg. Við þurftum meira í lokin,“ sagði Hill eftir leikinn en hann var eðlilega svekktur með frammistöðu kvöldsins en Keflavík missti þar með af öðru sæti deildarinnar. Sjá einnig: Þungu fargi af mér létt að vera farinn frá Tindastóli „En ég hrósa þeim. Coleman spilaði frábæra vörn og þó svo að Shouse sé lítill þá er hann út um allt. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim.“ Hann segir að þrátt fyrir tapið sé Keflavík vel stemmt fyrir úrslitakeppninni og á góðum stað. Hill fagnaði því sérstaklega vel að fá Tindastól í 8-liða úrslitunum. „Við viljum fá annan leik gegn þeim. Við spiluðum illa gegn þeim í fyrri hálfleik síðast þegar við mættumst en það sáu allir hvað við gátum í seinni hálfleik. Ég held að við getum unnið þá.“ Sjá einnig: Hér er ástæða þess að Stólarnir sakna Jerome Hill ekki neitt „Þegar ég heyrði að við fengum Tindastól þá fór um mig. Ég er orðinn heitur bara af því að hugsa um þetta. Líka svolítið reiður. Ég vil vinna þá - mikið.“ Hann segir að honum þyki vænt um Tindastól - alla leikmenn og formanninn. Ekki síst stuðningsmennina. En honum samdi ekki vel við þjálfarann Jou Costa. „Eins og ég hef áður sagt þá var ég bara fastur í kassa. Ég er viss um að það sjá allir hvernig ég er að spila núna. Það er léttara yfir mér. Ég er leikmaðurinn sem ég vill vera.“ „En þjálfarinn, maður. Það var illt á milli okkar. En þetta verður gaman. Þið viljið ekki missa af þessu.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hill til skoðunar hjá Keflavík Keflvíkingar að skoða þann möguleika að skipta um bandarískan leikmann hjá sér. 31. janúar 2016 15:30 „Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00 Jerome Hill: Þungu fargi af mér létt að vera kominn frá Tindastól Jerome Hill vantaði aðeins tvær stoðsendingar í þrennuna í sínum fyrsta leik með Keflavík í kvöld en hann var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar á 29 mínútum í 131-112 sigri á Snæfelli. 4. febrúar 2016 22:14 Hér er ástæða þess að Stólarnir sakna Jerome Hill ekki neitt Jerome Hill mætir sínum gömlu félögum í Tindastól í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2016 16:00 Dempsey kominn aftur á Krókinn | Jerome Hill leystur undan samningi Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að Jerome Hill hefði verið leystur undan samningi og að búið væri að semja við Myron Dempsey um að leika með liðinu á ný. 31. janúar 2016 12:45 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Hill til skoðunar hjá Keflavík Keflvíkingar að skoða þann möguleika að skipta um bandarískan leikmann hjá sér. 31. janúar 2016 15:30
„Leikmaður númer fimmtán þarf að stoppa trash-talkið“ Stórskemmtileg samskipti dómara, þjálfara og leikmanna á viðureign Keflavíkur og Tindastóls í langri útgáfu. 8. mars 2016 07:00
Jerome Hill: Þungu fargi af mér létt að vera kominn frá Tindastól Jerome Hill vantaði aðeins tvær stoðsendingar í þrennuna í sínum fyrsta leik með Keflavík í kvöld en hann var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar á 29 mínútum í 131-112 sigri á Snæfelli. 4. febrúar 2016 22:14
Hér er ástæða þess að Stólarnir sakna Jerome Hill ekki neitt Jerome Hill mætir sínum gömlu félögum í Tindastól í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2016 16:00
Dempsey kominn aftur á Krókinn | Jerome Hill leystur undan samningi Körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að Jerome Hill hefði verið leystur undan samningi og að búið væri að semja við Myron Dempsey um að leika með liðinu á ný. 31. janúar 2016 12:45