Ólöf Nordal segist ekki eiga eða hafa átt hlut í aflandsfélögum í skattaskjólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2016 20:50 Ólöf Nördal innanríkisráðherra segir að hvorki hún né eiginmaður sinn eigi eða hafi átt hlut í fjárfestingar eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru í löndum sem talin er vera skattaskjól. Nöfn þeirra eru á lista yfir ráðherra og áhrifamenn í íslensku samfélagi sem tengjast aflandsfélögum í skattaskýrslu. Ólöf sendi frá sér í kvöld yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þar á meðal Ólöf, voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumÍ henni segir að eiginmaður Ólafar, Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa, hafi árið 2006 leitað ráðgjafar hjá Landsbankanum varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Lögðu ráðgjafar Landsbankans til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag, Dooley Securites. Félagið var stofnað og var Landsbankinn í Lúxemborg skráður eigandi þess. Fengu Tómas og Ólöf umboð á félagið. Segir Ólöf að það sé skýring þess að nöfn þeirra séu á listanum sem um ræðir. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, þekktu skattaskjóli.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumJafnframt segir Ólöf að aðstæður hafi breyst og aldrei hafi komið til þess að Tómas tæki yfir félagið eða nýtt það til fjárfestinga. Segir Ólöf að þetta hafi átt sér stað áður en að hún tók sæti á þingi og hafi öll áform um félagið vera aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Yfirlýsingu Ólafar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, 29 March 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Ólöf Nördal innanríkisráðherra segir að hvorki hún né eiginmaður sinn eigi eða hafi átt hlut í fjárfestingar eða eignarhaldsfélögum sem skráð eru í löndum sem talin er vera skattaskjól. Nöfn þeirra eru á lista yfir ráðherra og áhrifamenn í íslensku samfélagi sem tengjast aflandsfélögum í skattaskýrslu. Ólöf sendi frá sér í kvöld yfirlýsingu, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórninni, þar á meðal Ólöf, voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumÍ henni segir að eiginmaður Ólafar, Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu Alcoa, hafi árið 2006 leitað ráðgjafar hjá Landsbankanum varðandi fjármál og kaupréttarsamninga sem voru hluti af starfskjörum hans. Lögðu ráðgjafar Landsbankans til að stofnað yrði sérstakt erlent fjárfestingarfélag, Dooley Securites. Félagið var stofnað og var Landsbankinn í Lúxemborg skráður eigandi þess. Fengu Tómas og Ólöf umboð á félagið. Segir Ólöf að það sé skýring þess að nöfn þeirra séu á listanum sem um ræðir. Félagið var skráð á Bresku Jómfrúareyjunum, þekktu skattaskjóli.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumJafnframt segir Ólöf að aðstæður hafi breyst og aldrei hafi komið til þess að Tómas tæki yfir félagið eða nýtt það til fjárfestinga. Segir Ólöf að þetta hafi átt sér stað áður en að hún tók sæti á þingi og hafi öll áform um félagið vera aflögð þegar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna tóku gildi.Yfirlýsingu Ólafar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna frétta: Hvorki ég né eiginmaður minn eigum eða höfum átt hlut í fjárfestingar- eða eignarhaldsfélögum sem skráð...Posted by Ólöf Nordal on Tuesday, 29 March 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08