Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 23-22 | Haukar styrktu stöðu sína á toppnum Guðmundur Marinó Ingvarsson í Schenker-höllinni skrifar 29. mars 2016 13:30 Haukar lögðu Val 23-22 í þriðju síðustu umferð Olís deildar kvenna á heimavelli í kvöld. Haukar voru 11-9 yfir í hálfleik.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Leikurinn var jafn, spennandi og sveiflukenndur allt frá byrjun til loka. Liðin skiptust á að leiða og eiga góða kafla þó leikurinn fari ekki sögubækurnar yfir bestu leiki vetrarins. Gríðarlega mikið var undir og var þetta leikur sem bæði lið þurftu að vinna og það útskýrir kannski hve hægur hann var á köflum og að varnir liðanna hafi verið í aðalhlutverki. Haukar byrjuðu betur og náðu þriggja marka forystu snemma leiks en Valur náði frumkvæðinu um miðbik fyrir hálfleiks sem Haukar hirtu til baka og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. Haukar náðu snemma fjögurra marka forystu í seinni hálfleik sem var mesti munurinn á liðunum en aftur vann Valur það fljótt upp skiptust liðin á frumkvæðinu allt þar til í lokin. Valur fékk kjörið tækifæri til að jafna metin í lokasókninni. Fyrst varði Elín Jóna Þorsteinsdóttir en Valur náði frákastinu og fékk réttilega dæmt víti. Reynsluboltinn Kristín Guðmundsdóttir sem hafði nýtt bæði vítin sín fyrr í leiknum skaut framhjá úr vítakastinu og fyrir vikið fögnuðu Haukar sigri. Kristín hefur oft leikið betur en í kvöld og átti hún í miklum vandræðum með skotin sín í leiknum. Bryndís Elín Wöhler, Sigurlaug Rúnarsdóttir og Morgan Marie Þorkelsdóttir stigu allar upp sóknarlega fyrir Val en vörn liðsins var mjög góð í leiknum þar sem liðið breytti reglulega til. Valur tók oft einn úr umferð, fór svo í að taka tvo á milli þess sem liðið féll til baka í 6-0 vörn. Þetta riðlaði oft sóknarleik Hauka en varnarleikur liðsins var lengst af mjög góður. Maria Ines átti þó frábæran leik fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte skilaði sínu að vanda. Með sigrinum eru Haukar enn í bílstjórasætinu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Liðið er nú með 42 stig en næsti leikur liðsins er í Vestmannaeyjum. Vinni liðið tvo síðustu leiki sína verður liðið deildarmeistari. Valur er með 36 stig og í miðri fjögurra liða baráttu um sæti þrjú til sex þar sem allt getur gerst. Karen: Megum ekki tapa leik „Þetta gat ekki verið tæpara en var ógeðslega sætt,“ sagði Karen Helga Díönudóttir leikstjórnandi Hauka eftir sigurinn á Val í kvöld. Valur fékk vítakast sem dæmt var á Karenu þegar leiktíminn rann út og viðurkenndi Karen að dómararnir dæmdu rétt. „Ég fékk vítið á mig. Ég var að koma út úr teignum. Þetta var hárrétt. „Mér fannst við vera með leikinn allan tímann en við klúðrum þessu á smá tímapunkti.“ Karen vildi ekki meina að Haukar hafi gert sig seka um værukærð þegar liðið náði fjögurra marka forystu í seinni hálfleik, forystu sem liðið missti fljótt niður. „Valur er topplið og með mikla reynslu. Við gáfum kannski smá eftir en þær gefast aldrei upp. „Stigin voru gríðarlega mikilvæg. Við megum ekki tapa leik ef við ætlum að klára þetta,“ sagði Karen en Haukar mæta ÍBV í Eyjum í næstu umferð. „Við ætlum ekki að hafa þetta eins í Eyjum. Ef við spilum toppleik þar eigum við að klára það.“Alfreð: Heilt yfir mjög ánægður með leikinn „Við vorum í góðum stöðum í seinni hálfleik og það var ekki endilega bara þetta víti sem fór með þetta,“ sagði Alfreð Örn Finnsson þjálfari Vals. „Mér fannst við spila þennan leik mjög vel. Það sem við lögðum upp með gekk ágætlega. Við ákváðum að breyta varnarleiknum. Taka eina, taka tvær og þetta og hitt. Við unnum stundum þrjá bolta í röð og svo er ljóst að þær eru með gríðarlega sterk vopn. „Það eru ótrúlega grátleg augnablik í leiknum þar sem vantaði herslumuninn. Sóknarlega fannst mér við um miðbik seinni hálfleik spila frábærlega. Heilt yfir er ég mjög ánægður með leikinn. „Það var ekki mikið af mörkum skoruð í leiknum. Þetta var mikill varnarleikur. Haukarnir fannst mér skynsamari. Þær spiluðu lengri sóknir og voru þolinmóðari og komust upp með það. Það skilur að fannst mér strax eftir leikinn,“ sagði Alfreð. Valur má ekki misstíga sig í tveimur síðustu umferðunum, annars gæti liðið fallið alla leið niður í sjötta sætið úr því þriðja. „Eftir góðan vetur getum við enn endað í sjötta sæti. Það hefði verið frábært að taka stig eða tvö hér í kvöld en við erum núna í þeirri stöðu að við verðum að klára þessa tvo leiki sem eftir eru áður en úrslitakeppnin kemur. Við þurfum að koma okkur í kjörstöðu fyrir það,“ sagði Alfreð. Alfreð hefur ekki áhyggjur af Kristínu Guðmundsdóttur sem klúðraði vítinu í lokin á leiknum. „Kristín er reyndasti leikmaður deildarinnar. Hún hefur bæði skorað og klikkað úr þúsund svona skotum áður. Hún er karakter sem tekur ábyrgð fyrir okkur bæði í mótlæti og meðbyr.“Haukakonan María Karlsdóttir brýst í gegnum Valsvörnina í kvöld. Vísir/ErnirAlfreð Örn Finnsson.Vísir/ErnirKaren Helga Díönudóttir leikstjórnandi Hauka.Vísir/Ernir Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira
Haukar lögðu Val 23-22 í þriðju síðustu umferð Olís deildar kvenna á heimavelli í kvöld. Haukar voru 11-9 yfir í hálfleik.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Leikurinn var jafn, spennandi og sveiflukenndur allt frá byrjun til loka. Liðin skiptust á að leiða og eiga góða kafla þó leikurinn fari ekki sögubækurnar yfir bestu leiki vetrarins. Gríðarlega mikið var undir og var þetta leikur sem bæði lið þurftu að vinna og það útskýrir kannski hve hægur hann var á köflum og að varnir liðanna hafi verið í aðalhlutverki. Haukar byrjuðu betur og náðu þriggja marka forystu snemma leiks en Valur náði frumkvæðinu um miðbik fyrir hálfleiks sem Haukar hirtu til baka og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. Haukar náðu snemma fjögurra marka forystu í seinni hálfleik sem var mesti munurinn á liðunum en aftur vann Valur það fljótt upp skiptust liðin á frumkvæðinu allt þar til í lokin. Valur fékk kjörið tækifæri til að jafna metin í lokasókninni. Fyrst varði Elín Jóna Þorsteinsdóttir en Valur náði frákastinu og fékk réttilega dæmt víti. Reynsluboltinn Kristín Guðmundsdóttir sem hafði nýtt bæði vítin sín fyrr í leiknum skaut framhjá úr vítakastinu og fyrir vikið fögnuðu Haukar sigri. Kristín hefur oft leikið betur en í kvöld og átti hún í miklum vandræðum með skotin sín í leiknum. Bryndís Elín Wöhler, Sigurlaug Rúnarsdóttir og Morgan Marie Þorkelsdóttir stigu allar upp sóknarlega fyrir Val en vörn liðsins var mjög góð í leiknum þar sem liðið breytti reglulega til. Valur tók oft einn úr umferð, fór svo í að taka tvo á milli þess sem liðið féll til baka í 6-0 vörn. Þetta riðlaði oft sóknarleik Hauka en varnarleikur liðsins var lengst af mjög góður. Maria Ines átti þó frábæran leik fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte skilaði sínu að vanda. Með sigrinum eru Haukar enn í bílstjórasætinu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Liðið er nú með 42 stig en næsti leikur liðsins er í Vestmannaeyjum. Vinni liðið tvo síðustu leiki sína verður liðið deildarmeistari. Valur er með 36 stig og í miðri fjögurra liða baráttu um sæti þrjú til sex þar sem allt getur gerst. Karen: Megum ekki tapa leik „Þetta gat ekki verið tæpara en var ógeðslega sætt,“ sagði Karen Helga Díönudóttir leikstjórnandi Hauka eftir sigurinn á Val í kvöld. Valur fékk vítakast sem dæmt var á Karenu þegar leiktíminn rann út og viðurkenndi Karen að dómararnir dæmdu rétt. „Ég fékk vítið á mig. Ég var að koma út úr teignum. Þetta var hárrétt. „Mér fannst við vera með leikinn allan tímann en við klúðrum þessu á smá tímapunkti.“ Karen vildi ekki meina að Haukar hafi gert sig seka um værukærð þegar liðið náði fjögurra marka forystu í seinni hálfleik, forystu sem liðið missti fljótt niður. „Valur er topplið og með mikla reynslu. Við gáfum kannski smá eftir en þær gefast aldrei upp. „Stigin voru gríðarlega mikilvæg. Við megum ekki tapa leik ef við ætlum að klára þetta,“ sagði Karen en Haukar mæta ÍBV í Eyjum í næstu umferð. „Við ætlum ekki að hafa þetta eins í Eyjum. Ef við spilum toppleik þar eigum við að klára það.“Alfreð: Heilt yfir mjög ánægður með leikinn „Við vorum í góðum stöðum í seinni hálfleik og það var ekki endilega bara þetta víti sem fór með þetta,“ sagði Alfreð Örn Finnsson þjálfari Vals. „Mér fannst við spila þennan leik mjög vel. Það sem við lögðum upp með gekk ágætlega. Við ákváðum að breyta varnarleiknum. Taka eina, taka tvær og þetta og hitt. Við unnum stundum þrjá bolta í röð og svo er ljóst að þær eru með gríðarlega sterk vopn. „Það eru ótrúlega grátleg augnablik í leiknum þar sem vantaði herslumuninn. Sóknarlega fannst mér við um miðbik seinni hálfleik spila frábærlega. Heilt yfir er ég mjög ánægður með leikinn. „Það var ekki mikið af mörkum skoruð í leiknum. Þetta var mikill varnarleikur. Haukarnir fannst mér skynsamari. Þær spiluðu lengri sóknir og voru þolinmóðari og komust upp með það. Það skilur að fannst mér strax eftir leikinn,“ sagði Alfreð. Valur má ekki misstíga sig í tveimur síðustu umferðunum, annars gæti liðið fallið alla leið niður í sjötta sætið úr því þriðja. „Eftir góðan vetur getum við enn endað í sjötta sæti. Það hefði verið frábært að taka stig eða tvö hér í kvöld en við erum núna í þeirri stöðu að við verðum að klára þessa tvo leiki sem eftir eru áður en úrslitakeppnin kemur. Við þurfum að koma okkur í kjörstöðu fyrir það,“ sagði Alfreð. Alfreð hefur ekki áhyggjur af Kristínu Guðmundsdóttur sem klúðraði vítinu í lokin á leiknum. „Kristín er reyndasti leikmaður deildarinnar. Hún hefur bæði skorað og klikkað úr þúsund svona skotum áður. Hún er karakter sem tekur ábyrgð fyrir okkur bæði í mótlæti og meðbyr.“Haukakonan María Karlsdóttir brýst í gegnum Valsvörnina í kvöld. Vísir/ErnirAlfreð Örn Finnsson.Vísir/ErnirKaren Helga Díönudóttir leikstjórnandi Hauka.Vísir/Ernir
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira