Fann hvernig slaknaði á mér Magnús Guðmundsson skrifar 24. mars 2016 10:30 Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari heldur einleikstónleika í Mengi kl. 21 í kvöld. Fyrir þá sem vilja njóta fallegrar tónlistar um páskana er margt að sækja í Mengi, listamannarekið húsnæði að Óðinsgötu í Reykjavík. Í kvöld verður húsið opnað kl. 20 og kl. 21 hefjast einleikstónleikar Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóleikara en Sæunn býr og starfar í Bandaríkjunum. Sæunn segist að undanförnu hafa verið að spila víða og að auki sé margt spennandi í farvatninu. „Það eru nokkur kammerverkefni í gangi í Bandaríkjunum sem ég hef verið að spila í en ég var þar í námi. Fyrst var ég í Cleveland Institute of Music, síðan í Juilliard í mastersnámi og svo er ég með doktorspróf frá Stony Brook þannig að mitt nám er allt þarna. En svo var ég í haust að byrja að kenna við háskólann í Washington í Seattle og er að kenna bæði selló og kammermúsík. Mér finnst fara vel saman að vera bæði að fást við að spila og kenna. Þetta gefur mér meiri innblástur og vonandi get ég þá miðlað því til nemenda minna og svo þegar nemendurnir eru að streða við eitthvað þá hjálpar það mér líka að vinna með þeim í gegnum þær áskoranir. Þannig að mér finnst þetta fara mjög vel saman en ég gæti ekki hugsað mér að vera bara að kenna og hætta að spila.“ Þrátt fyrir miklar annir kemur Sæunn heim yfir páskana og segir að hún vildi nú síður sleppa því. „Já, mér finnst mikilvægt að koma heim og sjá fjölskylduna og nota tækifærið til þess að spila aðeins. Það er svo æðislegt að koma heim. Ég var að keyra frá Keflavík í morgun og það var eitthvað svo ferskt og sólin að rísa og ég fann hvernig slaknaði á mér og ég hugsaði: Ég er komin heim.“ Sæunn segist vera sérstaklega spennt fyrir nýju verki sem Páll Ragnar Pálsson er að skrifa fyrir hana og LA Philharmonics. „Í apríl á næsta ári stendur fyrir dyrum íslensk tónlistarhátíð í LA og Daníel Bjarnason er að setja hana saman og kemur til með að stjórna. Þetta er mikið tilhlökkunarefni og ég ætla að nýta tímann líka til þess að hitta Pál Ragnar og Daníel til að stilla saman strengi. En á tónleikunum í kvöld ætla ég að vera með Bach-svítu og Britten-svítu og svo nýtt verk eftir Jane Antonia Cornish sem ég þekki frá New York. Verkið heitir Portrett og hún skrifaði það fyrir mig. Ég set Britten- og Bach-svíturnar saman af því að Britten skrifaði þrjár svítur en ætlaði sér að skrifa sex eftir Bach-svítunum. Þannig að ég set þriðju svítu hjá Bach og þriðju hjá Britten saman sem par og skoða þær aðeins.“ Aðspurð hvort það sé langt á milli þessara klassísku tónskálda og Cornish segir Sæunn: „Svona já og nei. Í rauninni nota þau sömu hljómagrunna og í raun heyrir maður á ákveðnum stöðum hjá Bach sama bogastrok og hljómagang og maður heyri líka í bæði Britten og Cornish. Það er gaman að sjá hvað þetta er allt öðruvísi en samt er þarna sameiginlegur strengur.“ Menning Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Fyrir þá sem vilja njóta fallegrar tónlistar um páskana er margt að sækja í Mengi, listamannarekið húsnæði að Óðinsgötu í Reykjavík. Í kvöld verður húsið opnað kl. 20 og kl. 21 hefjast einleikstónleikar Sæunnar Þorsteinsdóttur sellóleikara en Sæunn býr og starfar í Bandaríkjunum. Sæunn segist að undanförnu hafa verið að spila víða og að auki sé margt spennandi í farvatninu. „Það eru nokkur kammerverkefni í gangi í Bandaríkjunum sem ég hef verið að spila í en ég var þar í námi. Fyrst var ég í Cleveland Institute of Music, síðan í Juilliard í mastersnámi og svo er ég með doktorspróf frá Stony Brook þannig að mitt nám er allt þarna. En svo var ég í haust að byrja að kenna við háskólann í Washington í Seattle og er að kenna bæði selló og kammermúsík. Mér finnst fara vel saman að vera bæði að fást við að spila og kenna. Þetta gefur mér meiri innblástur og vonandi get ég þá miðlað því til nemenda minna og svo þegar nemendurnir eru að streða við eitthvað þá hjálpar það mér líka að vinna með þeim í gegnum þær áskoranir. Þannig að mér finnst þetta fara mjög vel saman en ég gæti ekki hugsað mér að vera bara að kenna og hætta að spila.“ Þrátt fyrir miklar annir kemur Sæunn heim yfir páskana og segir að hún vildi nú síður sleppa því. „Já, mér finnst mikilvægt að koma heim og sjá fjölskylduna og nota tækifærið til þess að spila aðeins. Það er svo æðislegt að koma heim. Ég var að keyra frá Keflavík í morgun og það var eitthvað svo ferskt og sólin að rísa og ég fann hvernig slaknaði á mér og ég hugsaði: Ég er komin heim.“ Sæunn segist vera sérstaklega spennt fyrir nýju verki sem Páll Ragnar Pálsson er að skrifa fyrir hana og LA Philharmonics. „Í apríl á næsta ári stendur fyrir dyrum íslensk tónlistarhátíð í LA og Daníel Bjarnason er að setja hana saman og kemur til með að stjórna. Þetta er mikið tilhlökkunarefni og ég ætla að nýta tímann líka til þess að hitta Pál Ragnar og Daníel til að stilla saman strengi. En á tónleikunum í kvöld ætla ég að vera með Bach-svítu og Britten-svítu og svo nýtt verk eftir Jane Antonia Cornish sem ég þekki frá New York. Verkið heitir Portrett og hún skrifaði það fyrir mig. Ég set Britten- og Bach-svíturnar saman af því að Britten skrifaði þrjár svítur en ætlaði sér að skrifa sex eftir Bach-svítunum. Þannig að ég set þriðju svítu hjá Bach og þriðju hjá Britten saman sem par og skoða þær aðeins.“ Aðspurð hvort það sé langt á milli þessara klassísku tónskálda og Cornish segir Sæunn: „Svona já og nei. Í rauninni nota þau sömu hljómagrunna og í raun heyrir maður á ákveðnum stöðum hjá Bach sama bogastrok og hljómagang og maður heyri líka í bæði Britten og Cornish. Það er gaman að sjá hvað þetta er allt öðruvísi en samt er þarna sameiginlegur strengur.“
Menning Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira