Jóhannesarpassía Chilcotts frumflutt í kvöld á Íslandi 22. mars 2016 10:45 Í kór Akraneskirkju eru um 50 manns. Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti kirkjunnar, verður í hlutverki stjórnanda í kvöld. „Þetta er gríðarlega áhrifamikið verk,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju, um Jóhannesarpassíu breska kórtónskáldsins Bobs Chilcott sem verður flutt í fyrsta skipti á Íslandi í kvöld af Kirkjukór Akraness og fleirum. Flutningurinn fer fram í vöruhúsi á Kalmansvöllum á Akranesi sem Skagamenn hafa áður notað sem tónleikahús þegar tækifæri hefur gefist og Sveinn segir hljómburð þar góðan. Hann ætlar að stjórna kirkjukórnum en Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður á orgelinu. Fjórir einsöngvarar leggja líka fram krafta sína, þeir Gissur Páll Gissurarson tenór sem syngur hlutverk guðspjallamannsins, Hafsteinn Þórólfsson sem túlkar Jesú og Örn Arnarson sem syngur hlutverk Pílatusar. Auk þeirra syngur Elfa Margrét Ingvadóttir tvær fallegar sópranaríur ásamt kórnum. Sveinn Arnar segir verkið njóta mikilla vinsælda um allan heim enda sé það vel samið. „Það er byggt á Jóhannesarguðspjalli, textinn er um handtöku og krossfestingu Krists og inn í það fléttar Chilcott glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengjast þessum dramatísku atburðum.“ Æfingar hófust upp úr áramótum. „Í upphafi ætluðum við ekki að flytja allt verkið en svo fannst okkur ómögulegt annað en flytja það í heild. Ég er svakalega ánægður með að það skuli vera að ganga upp,“ segir Sveinn Arnar og tekur fram að auk Aðalheiðar á orgelinu spili Örnólfur Kristjánsson á selló, Elín Björk Jónasdóttir á lágfiðlu, Jón Arnar Einarsson á básúnu, Ásgrímur Einarsson á túbu, Erna Ómarsdóttir á horn og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Steinar Matthías Kristinsson á trompeta. Verkið tekur rúman klukkutíma í flutningi. Íslenskum texta og myndum verður varpað á tjald svo tónleikagestir geta fylgst vel með. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlega áhrifamikið verk,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti Akraneskirkju, um Jóhannesarpassíu breska kórtónskáldsins Bobs Chilcott sem verður flutt í fyrsta skipti á Íslandi í kvöld af Kirkjukór Akraness og fleirum. Flutningurinn fer fram í vöruhúsi á Kalmansvöllum á Akranesi sem Skagamenn hafa áður notað sem tónleikahús þegar tækifæri hefur gefist og Sveinn segir hljómburð þar góðan. Hann ætlar að stjórna kirkjukórnum en Aðalheiður Þorsteinsdóttir verður á orgelinu. Fjórir einsöngvarar leggja líka fram krafta sína, þeir Gissur Páll Gissurarson tenór sem syngur hlutverk guðspjallamannsins, Hafsteinn Þórólfsson sem túlkar Jesú og Örn Arnarson sem syngur hlutverk Pílatusar. Auk þeirra syngur Elfa Margrét Ingvadóttir tvær fallegar sópranaríur ásamt kórnum. Sveinn Arnar segir verkið njóta mikilla vinsælda um allan heim enda sé það vel samið. „Það er byggt á Jóhannesarguðspjalli, textinn er um handtöku og krossfestingu Krists og inn í það fléttar Chilcott glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengjast þessum dramatísku atburðum.“ Æfingar hófust upp úr áramótum. „Í upphafi ætluðum við ekki að flytja allt verkið en svo fannst okkur ómögulegt annað en flytja það í heild. Ég er svakalega ánægður með að það skuli vera að ganga upp,“ segir Sveinn Arnar og tekur fram að auk Aðalheiðar á orgelinu spili Örnólfur Kristjánsson á selló, Elín Björk Jónasdóttir á lágfiðlu, Jón Arnar Einarsson á básúnu, Ásgrímur Einarsson á túbu, Erna Ómarsdóttir á horn og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Steinar Matthías Kristinsson á trompeta. Verkið tekur rúman klukkutíma í flutningi. Íslenskum texta og myndum verður varpað á tjald svo tónleikagestir geta fylgst vel með. Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira