Rammaáætlun og góð lögfræði Tryggvi Felixson skrifar 31. mars 2016 07:00 Orkumálastjóri grípur þann 17. mars 2016 til andsvara við grein minni í Fréttablaðinu 3. mars og fullyrðir að ég „afflytji texta og innihald laga um Rammaáætlun þannig að það henti mínum málstað“. Sú staðreynd að deilt er um merkingu laga um verndar- og orkunýtingaráætlun bendir til þess að þau hefðu mátt vera skýrari. Líklega getum við orkumálastjóri sammælst um það. Á hinn bóginn er það afleit hugmynd að Orkustofnun geti ákveðið að skoða beri virkjanir á svæðum sem Alþingi hefur ákveðið að skuli fara í friðlýsingarferli. Málflutningur sem upphefur valdsvið Orkustofnunar í vinnu við rammaáætlun og sem endavendir ákvörðunum Alþings er ekki sannfærandi. Það er grundvallaregla rammaáætlunar að svæði sem fara í verndarflokk verði ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum. Þetta kemur skýrlega fram í 3 gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þar segir að með áætluninni sé „mótuð stefna um hvort landsvæði þar sem er að finna virkjunarkosti megi nýta til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa það eða kanna frekar“. Verði ekki eftir þessum fyrirmælum laganna farið bresta forsendur rammaáætlunar. Verkefnisstjórn er ráðgjafandi nefnd sem skal byggja sínar tillögur á faglegu mati á upplýsingum. Orkustofnun skal sjá til þess að virkjunartillögur uppfylli tiltekin skilyrði sem geri þær matshæfar. Þegar verkefnisstjórn skilar af sér hefst pólitísk meðferð á tillögum verkefnisstjórnar sem lýkur með ályktun Alþingis. Þannig skal tryggja lýðræðislega ákvörðun í kjölfar faglegrar umfjöllunar. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, skapast algjör óvissa um friðlýsingarferlin sem Alþingi hefur samþykkt. Þar með hefði löggjafinn stofnað til meiri vanda en hann vildi leysa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Orkumálastjóri grípur þann 17. mars 2016 til andsvara við grein minni í Fréttablaðinu 3. mars og fullyrðir að ég „afflytji texta og innihald laga um Rammaáætlun þannig að það henti mínum málstað“. Sú staðreynd að deilt er um merkingu laga um verndar- og orkunýtingaráætlun bendir til þess að þau hefðu mátt vera skýrari. Líklega getum við orkumálastjóri sammælst um það. Á hinn bóginn er það afleit hugmynd að Orkustofnun geti ákveðið að skoða beri virkjanir á svæðum sem Alþingi hefur ákveðið að skuli fara í friðlýsingarferli. Málflutningur sem upphefur valdsvið Orkustofnunar í vinnu við rammaáætlun og sem endavendir ákvörðunum Alþings er ekki sannfærandi. Það er grundvallaregla rammaáætlunar að svæði sem fara í verndarflokk verði ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum. Þetta kemur skýrlega fram í 3 gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þar segir að með áætluninni sé „mótuð stefna um hvort landsvæði þar sem er að finna virkjunarkosti megi nýta til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa það eða kanna frekar“. Verði ekki eftir þessum fyrirmælum laganna farið bresta forsendur rammaáætlunar. Verkefnisstjórn er ráðgjafandi nefnd sem skal byggja sínar tillögur á faglegu mati á upplýsingum. Orkustofnun skal sjá til þess að virkjunartillögur uppfylli tiltekin skilyrði sem geri þær matshæfar. Þegar verkefnisstjórn skilar af sér hefst pólitísk meðferð á tillögum verkefnisstjórnar sem lýkur með ályktun Alþingis. Þannig skal tryggja lýðræðislega ákvörðun í kjölfar faglegrar umfjöllunar. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, skapast algjör óvissa um friðlýsingarferlin sem Alþingi hefur samþykkt. Þar með hefði löggjafinn stofnað til meiri vanda en hann vildi leysa.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar