Rammaáætlun og góð lögfræði Tryggvi Felixson skrifar 31. mars 2016 07:00 Orkumálastjóri grípur þann 17. mars 2016 til andsvara við grein minni í Fréttablaðinu 3. mars og fullyrðir að ég „afflytji texta og innihald laga um Rammaáætlun þannig að það henti mínum málstað“. Sú staðreynd að deilt er um merkingu laga um verndar- og orkunýtingaráætlun bendir til þess að þau hefðu mátt vera skýrari. Líklega getum við orkumálastjóri sammælst um það. Á hinn bóginn er það afleit hugmynd að Orkustofnun geti ákveðið að skoða beri virkjanir á svæðum sem Alþingi hefur ákveðið að skuli fara í friðlýsingarferli. Málflutningur sem upphefur valdsvið Orkustofnunar í vinnu við rammaáætlun og sem endavendir ákvörðunum Alþings er ekki sannfærandi. Það er grundvallaregla rammaáætlunar að svæði sem fara í verndarflokk verði ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum. Þetta kemur skýrlega fram í 3 gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þar segir að með áætluninni sé „mótuð stefna um hvort landsvæði þar sem er að finna virkjunarkosti megi nýta til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa það eða kanna frekar“. Verði ekki eftir þessum fyrirmælum laganna farið bresta forsendur rammaáætlunar. Verkefnisstjórn er ráðgjafandi nefnd sem skal byggja sínar tillögur á faglegu mati á upplýsingum. Orkustofnun skal sjá til þess að virkjunartillögur uppfylli tiltekin skilyrði sem geri þær matshæfar. Þegar verkefnisstjórn skilar af sér hefst pólitísk meðferð á tillögum verkefnisstjórnar sem lýkur með ályktun Alþingis. Þannig skal tryggja lýðræðislega ákvörðun í kjölfar faglegrar umfjöllunar. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, skapast algjör óvissa um friðlýsingarferlin sem Alþingi hefur samþykkt. Þar með hefði löggjafinn stofnað til meiri vanda en hann vildi leysa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Orkumálastjóri grípur þann 17. mars 2016 til andsvara við grein minni í Fréttablaðinu 3. mars og fullyrðir að ég „afflytji texta og innihald laga um Rammaáætlun þannig að það henti mínum málstað“. Sú staðreynd að deilt er um merkingu laga um verndar- og orkunýtingaráætlun bendir til þess að þau hefðu mátt vera skýrari. Líklega getum við orkumálastjóri sammælst um það. Á hinn bóginn er það afleit hugmynd að Orkustofnun geti ákveðið að skoða beri virkjanir á svæðum sem Alþingi hefur ákveðið að skuli fara í friðlýsingarferli. Málflutningur sem upphefur valdsvið Orkustofnunar í vinnu við rammaáætlun og sem endavendir ákvörðunum Alþings er ekki sannfærandi. Það er grundvallaregla rammaáætlunar að svæði sem fara í verndarflokk verði ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum. Þetta kemur skýrlega fram í 3 gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Þar segir að með áætluninni sé „mótuð stefna um hvort landsvæði þar sem er að finna virkjunarkosti megi nýta til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa það eða kanna frekar“. Verði ekki eftir þessum fyrirmælum laganna farið bresta forsendur rammaáætlunar. Verkefnisstjórn er ráðgjafandi nefnd sem skal byggja sínar tillögur á faglegu mati á upplýsingum. Orkustofnun skal sjá til þess að virkjunartillögur uppfylli tiltekin skilyrði sem geri þær matshæfar. Þegar verkefnisstjórn skilar af sér hefst pólitísk meðferð á tillögum verkefnisstjórnar sem lýkur með ályktun Alþingis. Þannig skal tryggja lýðræðislega ákvörðun í kjölfar faglegrar umfjöllunar. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumálastjóri lýsir eftir, skapast algjör óvissa um friðlýsingarferlin sem Alþingi hefur samþykkt. Þar með hefði löggjafinn stofnað til meiri vanda en hann vildi leysa.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar