Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 11:45 Bjarni var spurður um orstír Íslands á Alþingi í dag. Vísir/Anton Brink Orðstír Íslands hefur verið til umræðu á Alþingi í dag en Helgi Hrafn Gunnarsson pírati gerði hann að sérstöku umtalsefni. Helgi Hrafn spurði hvort Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra teldi að laskað orðspor Íslands myndi gera samningsstöðu Íslands í framtíðinni erfiða; til að mynda við sölu á bönkum eða afnáms fjármagnshafta. „Hvað hyggur háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra gera til að endurheimta og styðja við orðstír Íslands þegar kemur að fjármálum og aðgerðum sem hann talar svo glaðlega um að þurfi að ráðast í?“ spurði Helgi Hrafn. Bjarni telur engan mælikvarða hægt að leggja á mikilvægi trúverðugleika Íslands. Hann sagði einfaldasta svarið það að trúverðugleiki Íslands sé gríðarlega mikilvægur. Bjarni sagði hins vegar að kastljósið sem beinist að Íslandi þyrfti ekki endilega að vera neikvætt, það væri hægt að snúa vörn í sókn og benda á það sem Íslendingar hefðu gert rétt hvað varðar alþjóðlegan skattarétt. Nefndi hann í því samhengi CFC-reglurnar sem lögfestar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Ég er alveg sammála því að þetta eru aðstæður sem valda okkur áhyggjum. En við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð sem þjóðin hefur falið okkur að vinna úr þessum málum, málefnalega og í einhverju jafnvægi,“ sagði Bjarni. Þá tók hann sem dæmi þá neikvæðu athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli. „Þetta er að vísu ekki alveg sambærilegt dæmi,“ viðurkenndi Bjarni en taldi að þjóðin ætti að líta neikvæða umfjöllun undanfarinna daga sömu augum. „Við vorum í miklum vanda og neikvæðri umræðu þegar hér urðu eldraskanir og mikil umbrot. Það kastljós sem beindist að okkur á þeim tíma, það var nýtt til að koma á framfæri réttum skilaboðum.“ Panama-skjölin Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Orðstír Íslands hefur verið til umræðu á Alþingi í dag en Helgi Hrafn Gunnarsson pírati gerði hann að sérstöku umtalsefni. Helgi Hrafn spurði hvort Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra teldi að laskað orðspor Íslands myndi gera samningsstöðu Íslands í framtíðinni erfiða; til að mynda við sölu á bönkum eða afnáms fjármagnshafta. „Hvað hyggur háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra gera til að endurheimta og styðja við orðstír Íslands þegar kemur að fjármálum og aðgerðum sem hann talar svo glaðlega um að þurfi að ráðast í?“ spurði Helgi Hrafn. Bjarni telur engan mælikvarða hægt að leggja á mikilvægi trúverðugleika Íslands. Hann sagði einfaldasta svarið það að trúverðugleiki Íslands sé gríðarlega mikilvægur. Bjarni sagði hins vegar að kastljósið sem beinist að Íslandi þyrfti ekki endilega að vera neikvætt, það væri hægt að snúa vörn í sókn og benda á það sem Íslendingar hefðu gert rétt hvað varðar alþjóðlegan skattarétt. Nefndi hann í því samhengi CFC-reglurnar sem lögfestar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Ég er alveg sammála því að þetta eru aðstæður sem valda okkur áhyggjum. En við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð sem þjóðin hefur falið okkur að vinna úr þessum málum, málefnalega og í einhverju jafnvægi,“ sagði Bjarni. Þá tók hann sem dæmi þá neikvæðu athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli. „Þetta er að vísu ekki alveg sambærilegt dæmi,“ viðurkenndi Bjarni en taldi að þjóðin ætti að líta neikvæða umfjöllun undanfarinna daga sömu augum. „Við vorum í miklum vanda og neikvæðri umræðu þegar hér urðu eldraskanir og mikil umbrot. Það kastljós sem beindist að okkur á þeim tíma, það var nýtt til að koma á framfæri réttum skilaboðum.“
Panama-skjölin Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira