„Fer ágætlega með „Tony Soprano” lookinu sem Sigurður Ingi er að vinna með“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2016 11:15 Sigurður Ingi verður mögulega forsætisráðherra Íslands á næstu dögum. vísir „Hringurinn er í sjálfu sér ekkert slæmur en það er heldur óvenjulegt og sérstaklega í Norður-Evrópu að menn beri hring á þumalfingri,“ segir Sindri Snær Jensson, sérstakur tískuráðgjafi Lífsins og eigandi fataverslunarinnar Húrra við Hverfisgötu, um þumalhringinn sem sást á Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þegar hann mætti í viðtal í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddi við Heimir Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Hringurinn hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður Ingi er varaformaður Framsóknarflokksins og sagðist hann vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta kom fram í máli hans við fjölmiðla að loknum fundi Framsóknar í Alþingishúsinu í gærdag. Sigmundur Davíð hefur ákveðið að stíga til hliðar og hætta sem forsætisráðherra Sindri Snær Jensson er annar eigandi verslunarinnar Húrra.„Þumalhringur er í flestum samfélögum tákn um mikið ríkidæmi eða völd. Efnaðir einstaklingar bera slíka hringi í víða um heim, erfitt fyrir mig að leggja mat á hvort það sé tilfellið hér,“ segir Sindri. Sindri segir að hann myndi ekki sjálfur ganga um með hring á þumalfingri. „En að því sögðu fer þetta ágætlega með „Tony Soprano” lookinu sem Sigurður Ingi er að vinna með.“Myndi Sindri treysta manni með þumalhring sem forsætisráðherra?„Traust mitt til ákveðinna einstaklinga ákvarðast ekki af því hvort og hvernig þeir beri hringa eða skartgripi. En ég er hins vegar ekki viss um að ég treysti þessum ágæta manni til að stjórna landinu, en sem betur fer er stutt í kosningar.“ Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gærkvöldi. Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fagnaði stórafmælinu með stæl í Kólumbíu Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Hringurinn er í sjálfu sér ekkert slæmur en það er heldur óvenjulegt og sérstaklega í Norður-Evrópu að menn beri hring á þumalfingri,“ segir Sindri Snær Jensson, sérstakur tískuráðgjafi Lífsins og eigandi fataverslunarinnar Húrra við Hverfisgötu, um þumalhringinn sem sást á Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þegar hann mætti í viðtal í Íslandi í dag í gærkvöldi og ræddi við Heimir Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. Hringurinn hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður Ingi er varaformaður Framsóknarflokksins og sagðist hann vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta kom fram í máli hans við fjölmiðla að loknum fundi Framsóknar í Alþingishúsinu í gærdag. Sigmundur Davíð hefur ákveðið að stíga til hliðar og hætta sem forsætisráðherra Sindri Snær Jensson er annar eigandi verslunarinnar Húrra.„Þumalhringur er í flestum samfélögum tákn um mikið ríkidæmi eða völd. Efnaðir einstaklingar bera slíka hringi í víða um heim, erfitt fyrir mig að leggja mat á hvort það sé tilfellið hér,“ segir Sindri. Sindri segir að hann myndi ekki sjálfur ganga um með hring á þumalfingri. „En að því sögðu fer þetta ágætlega með „Tony Soprano” lookinu sem Sigurður Ingi er að vinna með.“Myndi Sindri treysta manni með þumalhring sem forsætisráðherra?„Traust mitt til ákveðinna einstaklinga ákvarðast ekki af því hvort og hvernig þeir beri hringa eða skartgripi. En ég er hins vegar ekki viss um að ég treysti þessum ágæta manni til að stjórna landinu, en sem betur fer er stutt í kosningar.“ Hér að neðan má sjá þáttinn frá því í gærkvöldi.
Tíska og hönnun Mest lesið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fagnaði stórafmælinu með stæl í Kólumbíu Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira