Tónlistarfólk nýtur meiri virðingar í Þýskalandi Magnús Guðmundsson skrifar 5. apríl 2016 11:30 Sólveig Steinþórsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson halda tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í kvöld og bjóða alla velkomna. Visir/Vilhelm Sólveig Steinþórsdóttir er ungur fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskólann í Berlín. Sólveig hóf fiðlunámið aðeins þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann en í kvöld halda Sólveig og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari og skólastjóri þessa sama skóla tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík. „Ég er núna í námi í Berlín og hef verið þar frá því haustið 2014 en var áður nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í kvöld er ég svo að fara að halda þessa tónleika ásamt Kristni svo ég geti nú aðeins sýnt og leyft fólki að heyra hvað ég er búin að vera að læra frá því ég fór til Berlínar. Það er rosalega gaman að vera í listnámi í Berlín enda er það alveg einstök menningarborg. Það er fullt af tónleikum og endalaust af spennandi listviðburðum sem er hægt að fara á þannig að það er nóg við að vera. Mér finnst vera mikill kostur að vera í umhverfi sem er svona nærandi og menningarlífið er svona fjölbreytt og spennandi.“ Sólveig segir fiðluna og tónlistina hafa heillað allt frá því hún byrjaði að læra, þriggja ára gömul. „Það þurfti ekkert að ýta þessu að mér og ég var alltaf viss um að halda áfram. Í dag er þetta rosalega stór hluti af lífinu því það þýðir ekkert að vera í þessu öðruvísi. Svo það eru æfingar á hverjum degi og alltaf nóg að gera. Það er frí í skólanum akkúrat núna svo ég ákvað að nýta tímann til þess að koma heim og gera eitthvað og þetta eitthvað er auðvitað að spila og halda tónleika. Námið sem ég er í tekur venjulega um sex ár og ég vonast svo eftir að geta starfað úti í framhaldinu. Þannig að ég sé í rauninni fram á að vera talsvert lengi áfram þarna úti. Ísland er ekkert rosalega spennandi sem stendur. Mér finnst einhvern veginn að tónlistarfólk njóti meiri virðingar í Þýskalandi en hér þar sem er oft talað um tónlistina eins og hún sé bara hobbí þó svo auðvita sé líka fólk sem hefur mikinn áhuga. Mér finnst fleiri íslenskir tónlistarmenn í Berlín finna fyrir þessu og því kannski eðlilegt að þeir hugsi um að vera áfram úti.“ Á efnisskránni í kvöld eru sónata nr. 3 eftir Brahms, sónata nr. 4 eftir Ysaÿe og Tambourin Chinois eftir Kreisler. „Það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir því að ég valdi þessi verk önnur en að ég er búin að vera að vinna í þeim í vetur og mér finnst gaman að koma með eitthvað sem maður er öruggur með og hlakka mikið til þess að spila í kvöld.“ Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Sólveig Steinþórsdóttir er ungur fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskólann í Berlín. Sólveig hóf fiðlunámið aðeins þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann en í kvöld halda Sólveig og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari og skólastjóri þessa sama skóla tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík. „Ég er núna í námi í Berlín og hef verið þar frá því haustið 2014 en var áður nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í kvöld er ég svo að fara að halda þessa tónleika ásamt Kristni svo ég geti nú aðeins sýnt og leyft fólki að heyra hvað ég er búin að vera að læra frá því ég fór til Berlínar. Það er rosalega gaman að vera í listnámi í Berlín enda er það alveg einstök menningarborg. Það er fullt af tónleikum og endalaust af spennandi listviðburðum sem er hægt að fara á þannig að það er nóg við að vera. Mér finnst vera mikill kostur að vera í umhverfi sem er svona nærandi og menningarlífið er svona fjölbreytt og spennandi.“ Sólveig segir fiðluna og tónlistina hafa heillað allt frá því hún byrjaði að læra, þriggja ára gömul. „Það þurfti ekkert að ýta þessu að mér og ég var alltaf viss um að halda áfram. Í dag er þetta rosalega stór hluti af lífinu því það þýðir ekkert að vera í þessu öðruvísi. Svo það eru æfingar á hverjum degi og alltaf nóg að gera. Það er frí í skólanum akkúrat núna svo ég ákvað að nýta tímann til þess að koma heim og gera eitthvað og þetta eitthvað er auðvitað að spila og halda tónleika. Námið sem ég er í tekur venjulega um sex ár og ég vonast svo eftir að geta starfað úti í framhaldinu. Þannig að ég sé í rauninni fram á að vera talsvert lengi áfram þarna úti. Ísland er ekkert rosalega spennandi sem stendur. Mér finnst einhvern veginn að tónlistarfólk njóti meiri virðingar í Þýskalandi en hér þar sem er oft talað um tónlistina eins og hún sé bara hobbí þó svo auðvita sé líka fólk sem hefur mikinn áhuga. Mér finnst fleiri íslenskir tónlistarmenn í Berlín finna fyrir þessu og því kannski eðlilegt að þeir hugsi um að vera áfram úti.“ Á efnisskránni í kvöld eru sónata nr. 3 eftir Brahms, sónata nr. 4 eftir Ysaÿe og Tambourin Chinois eftir Kreisler. „Það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir því að ég valdi þessi verk önnur en að ég er búin að vera að vinna í þeim í vetur og mér finnst gaman að koma með eitthvað sem maður er öruggur með og hlakka mikið til þess að spila í kvöld.“
Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira