Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Tryggvi Páll Tryggvason og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 4. apríl 2016 19:29 „Það getur verið að slíkt sé tímabært þó það sé auðvitað stórt skref að biðja maka sinn um að gera slíkt. Í þessu tilviki held ég að það sé orðið að sjálfsagðri kröfu að hún geri grein fyrir þessu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, þyrftu ekki að opna bókhald sitt upp á gátt til að færa sönnur á að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Sigmundur bætti því við að þá væri einnig rétt að aðrir myndu gera slíkt hið sama. Sigmundur Davíð var gestur Andra Ólafssonar og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Íslandi í dag að loknum fréttum. Málið sem var til umræðu er hlutur Sigmundar og eiginkonu hans í Panama lekanum. „Ég hugsaði eiginlega ekkert um þetta félag enda var það bara eitthvað sem var að bak við þennan reikning konunnar minnar. Hinsvegar hugsaði maður með sér í kosningabaráttunni 2013 hvort að maður ætti að státa sig af því að vera að berjast fyrir því að færa niður húsnæðisskuldir og rétta við efnahagslífið og um leið að fórna eignum konunnar sinnar.“ Forsætisráðherrann var einnig spurður af þáttastjórnendum hvers vegna hann hefði til að mynda neitað að ræða við fjölmiðla og RÚV sérstaklega í því samhengi. Hann sagði að það væri rétt að hann hefði ekki verið sáttur við nálgun RÚV. Það hafi til að mynda ekki vakið kátínu hjá honum þegar hann hafi sagt satt og rétt frá málunum að þá hafi RÚV leitað til annarra í kjölfarið. Sigmundur sagði að eftir á sæi hann eftir því að hafa ekki sagt frá málinu fyrr. „Ég hélt alltof lengi í þau grundvallarprinsipp að blanda ekki málefnum eiginkonu minnar og fjölskyldu minnar í þennan slag. Það eru ein af mistökum mínum í þessu máli að ég hefði átt að gera það fyrr þó að með því hefði ég verið að brjóta blað því stjórnmálamenn gera það almennt ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Tengdar fréttir „Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
„Það getur verið að slíkt sé tímabært þó það sé auðvitað stórt skref að biðja maka sinn um að gera slíkt. Í þessu tilviki held ég að það sé orðið að sjálfsagðri kröfu að hún geri grein fyrir þessu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson aðspurður um hvort hann og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, þyrftu ekki að opna bókhald sitt upp á gátt til að færa sönnur á að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Sigmundur bætti því við að þá væri einnig rétt að aðrir myndu gera slíkt hið sama. Sigmundur Davíð var gestur Andra Ólafssonar og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Íslandi í dag að loknum fréttum. Málið sem var til umræðu er hlutur Sigmundar og eiginkonu hans í Panama lekanum. „Ég hugsaði eiginlega ekkert um þetta félag enda var það bara eitthvað sem var að bak við þennan reikning konunnar minnar. Hinsvegar hugsaði maður með sér í kosningabaráttunni 2013 hvort að maður ætti að státa sig af því að vera að berjast fyrir því að færa niður húsnæðisskuldir og rétta við efnahagslífið og um leið að fórna eignum konunnar sinnar.“ Forsætisráðherrann var einnig spurður af þáttastjórnendum hvers vegna hann hefði til að mynda neitað að ræða við fjölmiðla og RÚV sérstaklega í því samhengi. Hann sagði að það væri rétt að hann hefði ekki verið sáttur við nálgun RÚV. Það hafi til að mynda ekki vakið kátínu hjá honum þegar hann hafi sagt satt og rétt frá málunum að þá hafi RÚV leitað til annarra í kjölfarið. Sigmundur sagði að eftir á sæi hann eftir því að hafa ekki sagt frá málinu fyrr. „Ég hélt alltof lengi í þau grundvallarprinsipp að blanda ekki málefnum eiginkonu minnar og fjölskyldu minnar í þennan slag. Það eru ein af mistökum mínum í þessu máli að ég hefði átt að gera það fyrr þó að með því hefði ég verið að brjóta blað því stjórnmálamenn gera það almennt ekki,“ sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Tengdar fréttir „Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
„Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Birgitta Jónsdóttir ætlar aldrei aftur að kalla Sigmund Davíð hæstvirtan. 4. apríl 2016 18:21
Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02
25 þúsund krefjast afsagnar Sigmundar Davíðs Tugþúsundir hafa skrifað undir undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að forsætisráðherra segi af sér. 4. apríl 2016 14:52