Björn Valur var fordæmdur á þingi fyrir að nefna aflandsfélagið á nafn Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2016 14:39 Birni Vali var beinlínis úthúðað af forseta þings, ráðherrum og þingmönnum fyrir að óska eftir því að Sigmundur útskýrði hvernig í pott væri búið með aflandsfélag. Þingmenn Framsóknarflokksins, sem og Unnur Brá Konráðsdóttir og Einar Kr. Guðfinnsson, forseti Alþingis, brugðust ókvæða við því þegar Björn Valur Gíslason, varaformaður VG, vakti athygli á því að forsætisráðherra þjóðarinnar væri aðili að aflandsfélagi og sem slíkur kröfuhafi í þrotabú bankanna sem féllu í kjölfar hruns 2008. Þetta var miðvikudaginn 16. mars síðastliðinn, en Björn Valur vekur sjálfur athygli á því, á bloggsíðu sinni, að viðtökur sem hann fékk við þeirri umleitan sinni að forsætisráðherra yrði boðaður í hús til að útskýra málið fyrir þinginu voru heiftúðugar. Viðtökurnar verða að heita athyglisverðar í ljósi þess sem svo síðar kom á daginn, og þá er ekki síður vert að hafa þær til hliðsjónar í tengslum við umræðuna sem hefst á þingi nú klukkan þrjú. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins og þingmaður Sjálfstæðisflokks, harmaði þessa „uppákomu“ og taldi hana í hæsta máta óviðurkvæmilega. „Forseti taldi sig hafa svarað þessari spurningu nokkuð skýrt með nei-i og er mætavel ljóst að hv. þingmaður er að vísa í fréttir sem lúta að fjármálum eiginkonu forsætisráðherra og telur þetta í hæsta máta mjög óviðurkvæmilegt og hafnar þess vegna algjörlega þessari beiðni. Forseti vekur athygli á því að meðal annars í hagsmunaskráningu Alþingis er kveðið mjög skýrt á um að upplýsingar um fjármál maka þingmanna eiga ekki erindi þar. Hann harmar þessa uppákomu.“Uppákoman hörmuðUnnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti vart orð í eigu sinni til að lýsa því hversu hneyksluð hún var á erindi Björns Vals. „Hæstv. forseti. Ég kem hér upp undir liðnum um fundarstjórn forseta til að styðja hæstv. forseta í afstöðu sinni, sem kom fram í máli hans. Við lifum á tímum jafnréttis. Konur og karlar eiga rétt á því að hafa réttindi og við sem eigum maka og störfum hér á þinginu þekkjum að stundum er tekist á um það á heimilinu hvað við erum að gera í vinnunni. Að fara að draga upp í ræðustól Alþingis fjárhagsmálefni maka ráðherra ríkisstjórnarinnar er fráleitt og þeim þingmönnum sem bera þann málflutning hér á borð til mikillar minnkunar og Alþingi öllu.“Komin á lágkúrulegt stigSigurður Ingi Jóhannsson átti vart orð í eigu sinni, hann mátti vart mæla af einskærri hneykslan:„Virðulegi forseti. Ég vil þakka forseta fyrir að taka eins eindregið og skýrt til orða og hann gerði. Mér er nánast orða vant yfir því sem hér er borið á borð í þinginu. Ég hélt að við værum komin yfir þann lágkúrulega kafla að draga fjölskyldur þingmanna og kjörinna manna inn í umræður í ræðustól Alþingis. Ég hélt að við værum komin lengra á sviði jafnréttis og skilnings á því að við erum öll einstaklingar. Ég trúi því varla að við ætlum aftur niður á það lágkúrulega stig sem við vorum á fyrir nokkrum árum þar sem það var hefðbundið að stunda aurkast á hvern og einn einstakling úti í bæ héðan úr ræðustól Alþingis. Ég vona að þingið sé komið lengra á sinni braut og það séu komnir aðrir tímar.“Skítaleiðangur vinstri mannaGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra taldi þetta lýsa sérdeilis skítlegu eðli Björns Vals: „Virðulegi forseti. Það kemur kannski ekkert á óvart úr hvaða ranni hún kemur sú umræða sem hér er. Þetta er að einhverju leyti ástæðan fyrir því, held ég, að Alþingi mælist með lítið traust. Það er það skítkast sem þessir ágætu þingmenn, sumir hverjir sem hér hafa talað, hafa stundað árum saman úr þessum ræðustól, með því að tala niður Alþingi og draga inn í umræður í ræðustól hluti sem koma í sjálfu sér því sem við erum að gera ekkert við. Það er mjög, mjög merkilegt, ég verð að segja það. Hér blanda menn saman atriðum sem hafa verið skýrð af eiginkonu forsætisráðherra, hver hennar fjármál voru. Þegar hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon vitnar hér í ákveðna hluti þá voru það hennar fjármunir sem áttu í hlut eins og ég hef skilið málið, ekki fjármunir forsætisráðherra. Þau eru gift í dag, vissulega. En að fara í þennan skítaleiðangur sem hv. þingmenn Vinstri grænna virðast leiða hér er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi. — Það er greinilegt hver er kominn inn á þing.“Algerlega óþolandiAðrir þingmenn Framsóknarflokksins kvöddu sér hljóðs, eins og Björn Valur rekur á vefsíðu sinni, svo sem þingflokksformaðurinn Þórunn Egilsdóttir, sem taldi botninum náð. „Hæstv. forseti. Ég ætla að hefja mál mitt á því að frábiðja mér málflutning eins og þann sem hv. þm. Björn Valur Gíslason býður okkur upp á. Þar held ég að botninum hafi verið náð og finnst ekki ólíklegt að menn sem komnir eru á þennan stað á botninum eigi erfitt með að finna viðspyrnu til að koma sér upp. Það er algjörlega óboðlegt að vera með svona málflutning. Öll málefni þeirra ágætu hjóna eru uppi á borðinu, allir skattar hafa verið greiddir og hér er ekki verið að fela neitt.“Óboðlegt og grefur undan virðingu þingmanna Og Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fer yfir málið að hætti hússins: „Undanfarna daga hafa nokkrir þingmenn reynt að gera eignir maka forsætisráðherra tortryggilegar í þeirri von að grafa undan trausti á pólitískum mótherja. Lágkúran gæti vart verið meiri. Ýjað er að því að hér sé ólöglegt að eiga eignir erlendis. Það er bara alveg löglegt. Það er líka fullkomlega löglegt að eiga eignir í erlendum aflandseyjum, Bresku Jómfrúreyjunum ef því er að skipta. Nú liggur fyrir hvernig eignirnar eru til komnar og að öllum sköttum hefur verið skilað. Það er það sem máli skiptir, sem sagt farið að lögum og allt til fyrirmyndar eins og ætla mátti. Meðal eigna makans voru skuldabréf á föllnu bankana. Þingmenn lágkúrunnar gerðu engan greinarmun á þeim eignum, á þeim sem áttu slík skuldabréf og töpuðu þeim að mestu og þeim hrægömmum sem keyptu sér kröfur á hrakvirði til að græða. (Gripið fram í: Vondu hrægammarnir.) Þetta var lagt að jöfnu. (Gripið fram í: Var það?) Það er bara ekkert líkt með því. (Gripið fram í: Góðu hrægammarnir.) Þeir uppnefndu maka ráðherrans hrægamm þó að hún hafi stórtapað á falli bankana. Slíkt er auðvitað algjörlega óboðlegt og grefur bara undan virðingu þessara þingmanna, flokks þeirra og alls þingsins.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins, sem og Unnur Brá Konráðsdóttir og Einar Kr. Guðfinnsson, forseti Alþingis, brugðust ókvæða við því þegar Björn Valur Gíslason, varaformaður VG, vakti athygli á því að forsætisráðherra þjóðarinnar væri aðili að aflandsfélagi og sem slíkur kröfuhafi í þrotabú bankanna sem féllu í kjölfar hruns 2008. Þetta var miðvikudaginn 16. mars síðastliðinn, en Björn Valur vekur sjálfur athygli á því, á bloggsíðu sinni, að viðtökur sem hann fékk við þeirri umleitan sinni að forsætisráðherra yrði boðaður í hús til að útskýra málið fyrir þinginu voru heiftúðugar. Viðtökurnar verða að heita athyglisverðar í ljósi þess sem svo síðar kom á daginn, og þá er ekki síður vert að hafa þær til hliðsjónar í tengslum við umræðuna sem hefst á þingi nú klukkan þrjú. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins og þingmaður Sjálfstæðisflokks, harmaði þessa „uppákomu“ og taldi hana í hæsta máta óviðurkvæmilega. „Forseti taldi sig hafa svarað þessari spurningu nokkuð skýrt með nei-i og er mætavel ljóst að hv. þingmaður er að vísa í fréttir sem lúta að fjármálum eiginkonu forsætisráðherra og telur þetta í hæsta máta mjög óviðurkvæmilegt og hafnar þess vegna algjörlega þessari beiðni. Forseti vekur athygli á því að meðal annars í hagsmunaskráningu Alþingis er kveðið mjög skýrt á um að upplýsingar um fjármál maka þingmanna eiga ekki erindi þar. Hann harmar þessa uppákomu.“Uppákoman hörmuðUnnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti vart orð í eigu sinni til að lýsa því hversu hneyksluð hún var á erindi Björns Vals. „Hæstv. forseti. Ég kem hér upp undir liðnum um fundarstjórn forseta til að styðja hæstv. forseta í afstöðu sinni, sem kom fram í máli hans. Við lifum á tímum jafnréttis. Konur og karlar eiga rétt á því að hafa réttindi og við sem eigum maka og störfum hér á þinginu þekkjum að stundum er tekist á um það á heimilinu hvað við erum að gera í vinnunni. Að fara að draga upp í ræðustól Alþingis fjárhagsmálefni maka ráðherra ríkisstjórnarinnar er fráleitt og þeim þingmönnum sem bera þann málflutning hér á borð til mikillar minnkunar og Alþingi öllu.“Komin á lágkúrulegt stigSigurður Ingi Jóhannsson átti vart orð í eigu sinni, hann mátti vart mæla af einskærri hneykslan:„Virðulegi forseti. Ég vil þakka forseta fyrir að taka eins eindregið og skýrt til orða og hann gerði. Mér er nánast orða vant yfir því sem hér er borið á borð í þinginu. Ég hélt að við værum komin yfir þann lágkúrulega kafla að draga fjölskyldur þingmanna og kjörinna manna inn í umræður í ræðustól Alþingis. Ég hélt að við værum komin lengra á sviði jafnréttis og skilnings á því að við erum öll einstaklingar. Ég trúi því varla að við ætlum aftur niður á það lágkúrulega stig sem við vorum á fyrir nokkrum árum þar sem það var hefðbundið að stunda aurkast á hvern og einn einstakling úti í bæ héðan úr ræðustól Alþingis. Ég vona að þingið sé komið lengra á sinni braut og það séu komnir aðrir tímar.“Skítaleiðangur vinstri mannaGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra taldi þetta lýsa sérdeilis skítlegu eðli Björns Vals: „Virðulegi forseti. Það kemur kannski ekkert á óvart úr hvaða ranni hún kemur sú umræða sem hér er. Þetta er að einhverju leyti ástæðan fyrir því, held ég, að Alþingi mælist með lítið traust. Það er það skítkast sem þessir ágætu þingmenn, sumir hverjir sem hér hafa talað, hafa stundað árum saman úr þessum ræðustól, með því að tala niður Alþingi og draga inn í umræður í ræðustól hluti sem koma í sjálfu sér því sem við erum að gera ekkert við. Það er mjög, mjög merkilegt, ég verð að segja það. Hér blanda menn saman atriðum sem hafa verið skýrð af eiginkonu forsætisráðherra, hver hennar fjármál voru. Þegar hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon vitnar hér í ákveðna hluti þá voru það hennar fjármunir sem áttu í hlut eins og ég hef skilið málið, ekki fjármunir forsætisráðherra. Þau eru gift í dag, vissulega. En að fara í þennan skítaleiðangur sem hv. þingmenn Vinstri grænna virðast leiða hér er algerlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi. — Það er greinilegt hver er kominn inn á þing.“Algerlega óþolandiAðrir þingmenn Framsóknarflokksins kvöddu sér hljóðs, eins og Björn Valur rekur á vefsíðu sinni, svo sem þingflokksformaðurinn Þórunn Egilsdóttir, sem taldi botninum náð. „Hæstv. forseti. Ég ætla að hefja mál mitt á því að frábiðja mér málflutning eins og þann sem hv. þm. Björn Valur Gíslason býður okkur upp á. Þar held ég að botninum hafi verið náð og finnst ekki ólíklegt að menn sem komnir eru á þennan stað á botninum eigi erfitt með að finna viðspyrnu til að koma sér upp. Það er algjörlega óboðlegt að vera með svona málflutning. Öll málefni þeirra ágætu hjóna eru uppi á borðinu, allir skattar hafa verið greiddir og hér er ekki verið að fela neitt.“Óboðlegt og grefur undan virðingu þingmanna Og Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, fer yfir málið að hætti hússins: „Undanfarna daga hafa nokkrir þingmenn reynt að gera eignir maka forsætisráðherra tortryggilegar í þeirri von að grafa undan trausti á pólitískum mótherja. Lágkúran gæti vart verið meiri. Ýjað er að því að hér sé ólöglegt að eiga eignir erlendis. Það er bara alveg löglegt. Það er líka fullkomlega löglegt að eiga eignir í erlendum aflandseyjum, Bresku Jómfrúreyjunum ef því er að skipta. Nú liggur fyrir hvernig eignirnar eru til komnar og að öllum sköttum hefur verið skilað. Það er það sem máli skiptir, sem sagt farið að lögum og allt til fyrirmyndar eins og ætla mátti. Meðal eigna makans voru skuldabréf á föllnu bankana. Þingmenn lágkúrunnar gerðu engan greinarmun á þeim eignum, á þeim sem áttu slík skuldabréf og töpuðu þeim að mestu og þeim hrægömmum sem keyptu sér kröfur á hrakvirði til að græða. (Gripið fram í: Vondu hrægammarnir.) Þetta var lagt að jöfnu. (Gripið fram í: Var það?) Það er bara ekkert líkt með því. (Gripið fram í: Góðu hrægammarnir.) Þeir uppnefndu maka ráðherrans hrægamm þó að hún hafi stórtapað á falli bankana. Slíkt er auðvitað algjörlega óboðlegt og grefur bara undan virðingu þessara þingmanna, flokks þeirra og alls þingsins.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56
Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30
Lögregla gerir ráð fyrir fullum Austurvelli "Við óskum eftir samstarfi við fólk við að passa að við getum gengið frá þessu með reisn.“ 4. apríl 2016 10:41