Gífurleg breyting frá fyrstu kappræðunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2016 13:26 Clinton og Sanders fyrir kappræðurnar í gær. vísir/getty Forsetaframbjóðendurnir Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum í Brooklyn í gærkvöldi. Kappræðunum var sjónvarpað á CNN en talsverða breytingu má merkja á kappræðunum nú og þegar kapphlaup demókrata hófst fyrir um hálfu ári síðan. Kappræðurnar eru þær níundu í röðinni og fóru fram fimm dögum fyrir forval flokksins í New York ríki. Ríkið er afar mikilvægt enda næstflestir kjörmenn í boði á eftir Kaliforníu. Niðurstaðan í ríkinu, hver sem hún verður, gæti haft talsverð áhrif á framboð Sanders en hann þarf að vinna upp forskot keppinautar síns. Meðal þess sem bar á var að herða löggjöf varðandi byssueign almennings auk málefna Ísrael og Wall Street. Að auki nýttu frambjóðendurnir hvert tækifæri til að minnast á vankanta hvors annars. Sanders telur að aðgerðir Clinton í hinum ýmsu málum í gegnum tíðina þýði að hún sé rúin trausti. Utanríkisráðherrann telur hins vegar að öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sé ekki nógu reynslumikill og skorti raunsæi.„Obama treysti mér til að vera utanríkisráðherra“ Stjórnendur kappræðnanna þurftu ítrekað að skakka leikinn þegar í óefni var komið. Þetta hefur vakið athygli og tók CNN meðal annars saman stutt myndband sem sýnir muninn á andrúmsloftinu nú og í október í fyrra. Sanders mætti sterkur til leiks og sakaði mótherja sinn um að „skorta skynsemi sem nauðsynlegt væri að hafa til að vera forseti.“ Clinton svaraði af krafti og benti á að forseti Bandaríkjanna hefði treyst skynsemi hennar nóg til að gera hana að ráðherra í ríkisstjórn sinni. Hún sneri vörn í sókn og innan skamms þurfi Sanders að svara fyrir það að hafa ekki enn gert skattaupplýsingar sínar opinberar. Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa tekið við greiðslum frá bönkum og stórfyrirtækjum fyrir að halda ræður á fundum og málþingum þeirra. „Þetta er ekki vandamál. Þegar ég var þingmaður New York í öldungadeildinni þá tókst ég á við bankana og lét ekki undan þrýstingi þeirra.“ Í baráttu sinni hefur Clinton sakað Sanders um linkind gagnvart skotvopnaframleiðendum. Meðal annars kaus Sanders gegn Brady-frumvarpinu, sem gerir það að skyldu að skoða bakgrunn byssukaupenda, í fimmgang. Frumvarpið varð að lögum árið 1993. Sanders ekki andvígur Ísrael Þá hefur Sanders verið sakaður um að vera andvígur Ísraelsríki. Meðal annars hefur verið vísað til ummæla hans um að viðbrögð Ísrael gagnvart Palestínu séu úr hófi fram. „Það að ég vilji að komið sé fram við íbúa Palestínu af virðingu gerir mig ekki að andstæðingi Ísrael,“ sagði Sanders meðal annars í gær. „Hvernig áttu að fara að því að stýra ríki þegar þú ert í stöðguri hættu af árásum? Hryðjuverkamenn og eldflaugaárásir eru daglegt brauð þarna. Ísrael hefur rétt á að verja sig,“ sagði Clinton. Hún svaraði hins vegar ekki þegar Sanders spurði hana hvort henni þættu viðbrögð Ísrael vera í samræmi við árásir vígamanna Palestínu. Það hitnaði síðan aldeilis í kolunum þegar umræður um hækkun lágmarkslauna hófust. Clinton var spurð að því hvort hún myndi skrifa undir lög sem myndu hækka lágmarkslaun upp í fimmtán dollara, rúmar 1.800 íslenskar krónur, á klukkustund. „Auðvitað myndi ég gera það,“ var Clinton sem Sanders andmælti harðlega. Á endanum hálf æptu þau á hvort annað þar til stjórnandi þáttarins benti á að ef þau myndu öskra á hvort annað myndi það enda þannig að áhorfendur myndu heyra í hvorugu þeirra. Forvalið í New York kemur í kjölfar fjölda sigra hjá Sanders. Þar má nefna Wyoming, Wisconsin, Idaho og Utan. Nái hann að sigra New York væri það gífurlegt högg fyrir framboð Clinton. Fæstir bjuggust við því að það myndi taka svo langan tíma fyrir hana að fá útnefningu flokksins. Kannanir benda hins vegar flestar til þess að Clinton sé með öruggt forskot í ríkinu. Rétt rúmlega helmingur hyggst kjósa hana á meðan Sanders nýtur um 39 prósenta fylgis. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders og Cruz láta til sín taka í forvalinu um forsetaefnið Baráttan er enn hörð milli Trumps og Cruz, og Clinton og Sanders, fyrir útnefningu til forsetakosninga. Forvali er lokið í meirihluta fylkja, enn eru eftir New York fylki og Kalifornía sem vega þungt. 7. apríl 2016 07:00 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Furðu lostinn eftir að smáfugl flögraði upp á pontuna Bernie Sanders vonast til að saxa á forskot Hillary Clinton en hann getur fagnað því að dýraríkið virðist styðja hann alla leið. 26. mars 2016 10:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir Hillary Clinton og Bernie Sanders tókust á í kappræðum í Brooklyn í gærkvöldi. Kappræðunum var sjónvarpað á CNN en talsverða breytingu má merkja á kappræðunum nú og þegar kapphlaup demókrata hófst fyrir um hálfu ári síðan. Kappræðurnar eru þær níundu í röðinni og fóru fram fimm dögum fyrir forval flokksins í New York ríki. Ríkið er afar mikilvægt enda næstflestir kjörmenn í boði á eftir Kaliforníu. Niðurstaðan í ríkinu, hver sem hún verður, gæti haft talsverð áhrif á framboð Sanders en hann þarf að vinna upp forskot keppinautar síns. Meðal þess sem bar á var að herða löggjöf varðandi byssueign almennings auk málefna Ísrael og Wall Street. Að auki nýttu frambjóðendurnir hvert tækifæri til að minnast á vankanta hvors annars. Sanders telur að aðgerðir Clinton í hinum ýmsu málum í gegnum tíðina þýði að hún sé rúin trausti. Utanríkisráðherrann telur hins vegar að öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sé ekki nógu reynslumikill og skorti raunsæi.„Obama treysti mér til að vera utanríkisráðherra“ Stjórnendur kappræðnanna þurftu ítrekað að skakka leikinn þegar í óefni var komið. Þetta hefur vakið athygli og tók CNN meðal annars saman stutt myndband sem sýnir muninn á andrúmsloftinu nú og í október í fyrra. Sanders mætti sterkur til leiks og sakaði mótherja sinn um að „skorta skynsemi sem nauðsynlegt væri að hafa til að vera forseti.“ Clinton svaraði af krafti og benti á að forseti Bandaríkjanna hefði treyst skynsemi hennar nóg til að gera hana að ráðherra í ríkisstjórn sinni. Hún sneri vörn í sókn og innan skamms þurfi Sanders að svara fyrir það að hafa ekki enn gert skattaupplýsingar sínar opinberar. Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa tekið við greiðslum frá bönkum og stórfyrirtækjum fyrir að halda ræður á fundum og málþingum þeirra. „Þetta er ekki vandamál. Þegar ég var þingmaður New York í öldungadeildinni þá tókst ég á við bankana og lét ekki undan þrýstingi þeirra.“ Í baráttu sinni hefur Clinton sakað Sanders um linkind gagnvart skotvopnaframleiðendum. Meðal annars kaus Sanders gegn Brady-frumvarpinu, sem gerir það að skyldu að skoða bakgrunn byssukaupenda, í fimmgang. Frumvarpið varð að lögum árið 1993. Sanders ekki andvígur Ísrael Þá hefur Sanders verið sakaður um að vera andvígur Ísraelsríki. Meðal annars hefur verið vísað til ummæla hans um að viðbrögð Ísrael gagnvart Palestínu séu úr hófi fram. „Það að ég vilji að komið sé fram við íbúa Palestínu af virðingu gerir mig ekki að andstæðingi Ísrael,“ sagði Sanders meðal annars í gær. „Hvernig áttu að fara að því að stýra ríki þegar þú ert í stöðguri hættu af árásum? Hryðjuverkamenn og eldflaugaárásir eru daglegt brauð þarna. Ísrael hefur rétt á að verja sig,“ sagði Clinton. Hún svaraði hins vegar ekki þegar Sanders spurði hana hvort henni þættu viðbrögð Ísrael vera í samræmi við árásir vígamanna Palestínu. Það hitnaði síðan aldeilis í kolunum þegar umræður um hækkun lágmarkslauna hófust. Clinton var spurð að því hvort hún myndi skrifa undir lög sem myndu hækka lágmarkslaun upp í fimmtán dollara, rúmar 1.800 íslenskar krónur, á klukkustund. „Auðvitað myndi ég gera það,“ var Clinton sem Sanders andmælti harðlega. Á endanum hálf æptu þau á hvort annað þar til stjórnandi þáttarins benti á að ef þau myndu öskra á hvort annað myndi það enda þannig að áhorfendur myndu heyra í hvorugu þeirra. Forvalið í New York kemur í kjölfar fjölda sigra hjá Sanders. Þar má nefna Wyoming, Wisconsin, Idaho og Utan. Nái hann að sigra New York væri það gífurlegt högg fyrir framboð Clinton. Fæstir bjuggust við því að það myndi taka svo langan tíma fyrir hana að fá útnefningu flokksins. Kannanir benda hins vegar flestar til þess að Clinton sé með öruggt forskot í ríkinu. Rétt rúmlega helmingur hyggst kjósa hana á meðan Sanders nýtur um 39 prósenta fylgis.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders og Cruz láta til sín taka í forvalinu um forsetaefnið Baráttan er enn hörð milli Trumps og Cruz, og Clinton og Sanders, fyrir útnefningu til forsetakosninga. Forvali er lokið í meirihluta fylkja, enn eru eftir New York fylki og Kalifornía sem vega þungt. 7. apríl 2016 07:00 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Furðu lostinn eftir að smáfugl flögraði upp á pontuna Bernie Sanders vonast til að saxa á forskot Hillary Clinton en hann getur fagnað því að dýraríkið virðist styðja hann alla leið. 26. mars 2016 10:30 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Sanders og Cruz láta til sín taka í forvalinu um forsetaefnið Baráttan er enn hörð milli Trumps og Cruz, og Clinton og Sanders, fyrir útnefningu til forsetakosninga. Forvali er lokið í meirihluta fylkja, enn eru eftir New York fylki og Kalifornía sem vega þungt. 7. apríl 2016 07:00
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Furðu lostinn eftir að smáfugl flögraði upp á pontuna Bernie Sanders vonast til að saxa á forskot Hillary Clinton en hann getur fagnað því að dýraríkið virðist styðja hann alla leið. 26. mars 2016 10:30