Áætlað er að tökum verði framhaldið áfram á Akranesi á morgun. Fyrir tveimur dögum lauk tökuteymi Fast 8 tökum við Mývatn sem höfðu staðið yfir frá því í byrjun mars. Mætti meðal annars leikarinn Tyrese Gibson til landsins til að fara með hlutverk Romans við tökur á myndinni við Mývatn.
Sjá einnig: Tyrese Gibson orðlaus yfir náttúrufegurð Íslands
Engir af aðalleikurum myndarinnar eru staddir á Akranesi á meðan tökur fara þar fram.
Þoli ekki þegar ég reyni að hjóla á götunni og einhver sigar á mig skriðdreka https://t.co/Rmj4FYU6nc
— Benni Valur (@bennivalur) April 14, 2016
Á meðan tökum stóð á Akranesi lögðu fjölmargir leið sína nærri hafnarsvæðinu í þeirri von um að verða vitni að einhverjum hasar. Varð þeim að ósk sinni en björgunarsveitarmenn gættu þess að vegfarendur færu ekki of nærri.
Þegar reynt var að ná tali af einhverjum sem koma nálægt þessu verkefni báru þeir fyrir sig samkomulag sem þeir undirrituðu við bandaríska kvikmyndaverið Universal sem kveður á um að þeir megi ekki ræða á nokkurn hátt um verkefnið.
Myndum hefur þó verið streymt inn á samfélagsmiðlana sem gefa til kynna hve umfangið er mikið. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndskeið frá tökustað í dag.