Samfylkingin vill banna ríkisstjórninni að selja fjármálafyrirtæki Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2016 13:06 Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkiseignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum, en þingflokkur hans hefur lagt fram frumvarp um tímabundið bann við sölunni. Í fjárlögum þessa árs er fjármála- og efnahagsráðherra veittar heimildir til að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, þá hluti sem eru umfram 70% af hlut ríkisins af heildarhlutafé í Landsbankanum og eignarhluti ríkisins í sparisjóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem kæmi í veg fyrir þessa sölu fram til 1. nóvember en þá megi reikna með að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa. „Ég hef fundið fyrir mjög miklum ótta fólks við stöðuna nákvæmlega núna. Tiltrú á þessa ríkisstjórn og umgengni hennar um eignir ríkisins og peningalega hagsmuni þjóðarinnar er í algeru lágmarki,“ segir Árni Páll. Í viðtali sem Stöð 2 tók við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hinn 2. mars síðast liðinn sagði hann Bankasýsluna ekki hafa komið fram með tillögu um sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, þótt hún hafi gefið í skyn að til þess gætu verið að skapast hagstæð skilyrði. Eignarhlutur ríkisins í fjármálastofnunum yrði hins vegar ekki seldur fyrr en eigendastefna ríkisins sem nú væri verið að móta lægi fyrir og þar væri verið að horfa til langs tíma. „Það liggur fyrir að Arion banki er að færast úr höndum kröfuhafanna í hendur nýrra eigenda á næstu misserum. Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líkaÞannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur. Það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtíma hagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ sagði Bjarni. Þáþyrfti að fara varlega í sölu á eignarhlut ríkisins íörðum fjármálastofnunum. Árni Páll segir að eftir Borgunarmálið og önnur mál séþanþol þjóðarinnar þannig að forystumenn stjórnarflokkanna geti ekki farið fyrir sölu fjármálafyrirtækjanna þótt tíminn til þess fram að kosningum sé vonandi of skammur til þess. „Þannig að við teljum fulla ástæðu til að taka af öll tvímæli um þetta. Gæta þess t.d. að ríkiskerfið sé ekki að halda áfram undirbúningi að sölunni áþessum tímapunkti. Þaðþarf að senda skýr skilaboð um aðþessi ríkisstjórn hefur ekki tiltrú til að selja eða bjóða til sölu ríkiseignir,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir núverandi stjórnarmeirihluta ekki treystandi til að selja ríkiseignir. Nausynlegt sé að tryggja með lögum að ríkisstjórnin geti ekki selt eignarhlut ríkisins í fjármálastofnunum, en þingflokkur hans hefur lagt fram frumvarp um tímabundið bann við sölunni. Í fjárlögum þessa árs er fjármála- og efnahagsráðherra veittar heimildir til að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka, Íslandsbanka, þá hluti sem eru umfram 70% af hlut ríkisins af heildarhlutafé í Landsbankanum og eignarhluti ríkisins í sparisjóðum. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem kæmi í veg fyrir þessa sölu fram til 1. nóvember en þá megi reikna með að ný ríkisstjórn hafi tekið til starfa. „Ég hef fundið fyrir mjög miklum ótta fólks við stöðuna nákvæmlega núna. Tiltrú á þessa ríkisstjórn og umgengni hennar um eignir ríkisins og peningalega hagsmuni þjóðarinnar er í algeru lágmarki,“ segir Árni Páll. Í viðtali sem Stöð 2 tók við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hinn 2. mars síðast liðinn sagði hann Bankasýsluna ekki hafa komið fram með tillögu um sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum, þótt hún hafi gefið í skyn að til þess gætu verið að skapast hagstæð skilyrði. Eignarhlutur ríkisins í fjármálastofnunum yrði hins vegar ekki seldur fyrr en eigendastefna ríkisins sem nú væri verið að móta lægi fyrir og þar væri verið að horfa til langs tíma. „Það liggur fyrir að Arion banki er að færast úr höndum kröfuhafanna í hendur nýrra eigenda á næstu misserum. Svo erum við nýtekin við Íslandsbanka líkaÞannig að þetta eru risavaxin, mjög krefjandi verkefni fyrir okkur. Það skiptir öllu að það gerist í jafnvægi og góðri sátt og með langtíma hagsmuni okkar allra að leiðarljósi,“ sagði Bjarni. Þáþyrfti að fara varlega í sölu á eignarhlut ríkisins íörðum fjármálastofnunum. Árni Páll segir að eftir Borgunarmálið og önnur mál séþanþol þjóðarinnar þannig að forystumenn stjórnarflokkanna geti ekki farið fyrir sölu fjármálafyrirtækjanna þótt tíminn til þess fram að kosningum sé vonandi of skammur til þess. „Þannig að við teljum fulla ástæðu til að taka af öll tvímæli um þetta. Gæta þess t.d. að ríkiskerfið sé ekki að halda áfram undirbúningi að sölunni áþessum tímapunkti. Þaðþarf að senda skýr skilaboð um aðþessi ríkisstjórn hefur ekki tiltrú til að selja eða bjóða til sölu ríkiseignir,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira