Hælisleitandi sem óttast um líf sitt í Frakklandi á leið úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2016 16:27 Eduard Sakash flýði Rússland árið 2013. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum rússnesk hælisleitanda sem fór fram að ógilt yrði sú ákvörðun Útlendingastofnunar að mál hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar hér á landi. Hælisleitandinn heitir Eduard Alexandrovixh Sakash og er frá Rússlandi en hann sótti um hæli hér á landi í nóvember árið 2014. Við skoðun kom í ljós að hann hafði fyrst sótt um hæli í Frakklandi og var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar.Varð fyrir líflátstilraun í Moskvu Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en hann sagði í samtali við fréttastofu 365 í fyrra að hann hefði ítrekað orðið fyrir líkamsárásum í heimalandi sínum sökum kynhneigðar sinnar. Auk þess að vera virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra í Rússlandi var hann einnig virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn forseta landsins, Vladimír Pútín. Hann sagði árásarmenn hafa reynt að drepa sig rétt við íbúðina hans í Moskvu í október árið 2013 og ákvað hann í kjölfarið að flýja land. Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Leið hans lá til Frakklands þar sem fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar.Telur lífi sínu ógnað í Frakklandi vegna ISIS Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sagði hann líf sitt í mikilli hættu verði honum gert að snúa til Frakklands. Sagði hann aðstæður í Frakklandi þannig í dag, í kjölfar hryðjuverkaárása af völdum ISIS beinlínis hættulegar. Sérstaklega séu aðstæðurnar hættulegar samkynhneigðum og þeim sem séu á móti íslamstrú, en hann flokkist undir báða hópa. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að taka hælisumsókn hans ekki til efnismeðferðar sé byggð á Dyflinnarsamstarfinu sem Ísland er aðili að, og ber því að vísa beiðni Sakash til Frakklands vegna ábyrgðar þarlendra yfirvalda á umfjöllun um hælisbeiðni hans. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar voru í máli Sakash hafi ekki verið haldnar þeim annmörkum að leitt geti til ógildingar þeirra. Var íslenska ríkið því sýkna af kröfum Sakash í máli þessu. Flóttamenn Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum rússnesk hælisleitanda sem fór fram að ógilt yrði sú ákvörðun Útlendingastofnunar að mál hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar hér á landi. Hælisleitandinn heitir Eduard Alexandrovixh Sakash og er frá Rússlandi en hann sótti um hæli hér á landi í nóvember árið 2014. Við skoðun kom í ljós að hann hafði fyrst sótt um hæli í Frakklandi og var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar.Varð fyrir líflátstilraun í Moskvu Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en hann sagði í samtali við fréttastofu 365 í fyrra að hann hefði ítrekað orðið fyrir líkamsárásum í heimalandi sínum sökum kynhneigðar sinnar. Auk þess að vera virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra í Rússlandi var hann einnig virkur í baráttu stjórnarandstæðinga gegn forseta landsins, Vladimír Pútín. Hann sagði árásarmenn hafa reynt að drepa sig rétt við íbúðina hans í Moskvu í október árið 2013 og ákvað hann í kjölfarið að flýja land. Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Leið hans lá til Frakklands þar sem fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar.Telur lífi sínu ógnað í Frakklandi vegna ISIS Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sagði hann líf sitt í mikilli hættu verði honum gert að snúa til Frakklands. Sagði hann aðstæður í Frakklandi þannig í dag, í kjölfar hryðjuverkaárása af völdum ISIS beinlínis hættulegar. Sérstaklega séu aðstæðurnar hættulegar samkynhneigðum og þeim sem séu á móti íslamstrú, en hann flokkist undir báða hópa. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ákvörðun Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála um að taka hælisumsókn hans ekki til efnismeðferðar sé byggð á Dyflinnarsamstarfinu sem Ísland er aðili að, og ber því að vísa beiðni Sakash til Frakklands vegna ábyrgðar þarlendra yfirvalda á umfjöllun um hælisbeiðni hans. Var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar voru í máli Sakash hafi ekki verið haldnar þeim annmörkum að leitt geti til ógildingar þeirra. Var íslenska ríkið því sýkna af kröfum Sakash í máli þessu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík "Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash. 24. september 2015 18:30
Fréttir Stöðvar 2 í kvöld: "Ég óttast um líf mitt“ Samkynhneigður Rússi sem neitað hefur verið um hæli hér á landi segist óttast um líf sitt í heimalandinu Rússlandi. Hann fer nú huldu höfði í Reykjavík af ótta við að vera sendur úr landi. 24. september 2015 17:45