Húsgögn sem barnabörnin munu rífast um Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 11. apríl 2016 16:15 Þau Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson hafa innréttað íbúðina sína með eigin hönnun en þau hanna og smíða húsgögn úr gegnheilum við. myndir Ernir Frá því hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson kynntu sína fyrstu vöru á HönnunarMars fyrir fjórum árum hefur fyrirtækið þeirra, Agustav vaxið hratt. Vörulína þeirra inniheldur nú allt frá snögum og eldhúskollum til borðstofuborðs, sófa og hægindastóla og eru vörurnar seldar í fjölda netverslana. Ágústa og Gústav smíða allt sjálf á eigin verkstæði.Við höfum alltaf hannað og smíðað inn á heimilið okkar frá því við kynntumst og fórum að búa. Það kom að því að okkur langaði að vita hvort einhver annar en við sjálf hefði áhuga á því sem við vorum að smíða og einhver pinnaði mynd á Pinterest. Þá rauk þetta af stað og pantanir hrúguðust inn,“ útskýrir Ágústa Magnúsdóttir en hún Gústav Jóhannsson hanna og smíða húsgögn undir heitinu Agustav. Varan sem pinnuð var á Pinterest og ýtti snjóboltanum af stað voru bókasnagar úr við. Ágústa og Gústav voru þá búsett í Danmörku en sýndu snagana á HönnunarMars 2012. Þau fluttu síðan til Ítalíu með fjölskylduna og byggðu fyrirtækið enn frekar upp áður en þau fluttu hingað heim fyrir tveimur árum. Nú fjórum árum eftir að bókasnagarnir slógu í gegn hanna þau og framleiða borð, kolla, stóla, sófa og ruggustóla svo eitthvað sé nefnt.Fyrsta vara Agustav, bókasnagar, sló strax í gegn. Fjórum árum síðar hafa hjónin bætt rækilega við vörulínuna.„Bókasnagarnir hafa alltaf verið okkar vinsælasta vara. Þeir vöktu athygli þýska fyrirtækisin Monoqi þegar við bjuggum í Danmörku. Þau tóku snagana í sölu og þar duttu þeir strax inn á „Best seller“ listann þeirra. Fleiri aðilar höfðu samband og meðal netverslana sem selja Agustav eru Aha Life, Touch of Modern og fleiri. Á Ítalíu áttum við svo von á öðru barni okkar og ákváðum að flytja heim. Okkur langaði líka til þess að gera stærri hluti og hér á Íslandi eru boðleiðirnar styttri og meira hægt að gera. Síðustu tvö ár höfum því bætt stærri húsgögnum við vörulínuna,“ útskýrir Ágústa. Húsgögn Agustav eru smíðuð úr gegnheilum við og fyrir hverja selda vöru planta þau nýju tré. Gústav er húsgagnasmiður og sér um alla smíðina á verkstæði þeirra hjóna í Súðavogi. „Ég þvælist bara fyrir,“ segir Ágústa hlæjandi. „Við erum að klára pöntun fyrir Slippbarinn og þar áður smíðuðum við barstóla og snaga fyrir Marina hótel. Við sérsmíðum einnig eftir óskum fólks.“ Heimili þeirra hjóna undirlagt þeirra eigin hönnun og smíði og segir Ágústa gæðin í handverkinu þeirra hjartans mál. „Við viljum skapa vörur sem endast, þetta eru húsgögn sem barnabörnin munu rífast um,“ segir hún sposk. Nánar má forvitnast um hönnun Ágústu og Gústavs á www.Agustav.is Hús og heimili Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira
Frá því hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson kynntu sína fyrstu vöru á HönnunarMars fyrir fjórum árum hefur fyrirtækið þeirra, Agustav vaxið hratt. Vörulína þeirra inniheldur nú allt frá snögum og eldhúskollum til borðstofuborðs, sófa og hægindastóla og eru vörurnar seldar í fjölda netverslana. Ágústa og Gústav smíða allt sjálf á eigin verkstæði.Við höfum alltaf hannað og smíðað inn á heimilið okkar frá því við kynntumst og fórum að búa. Það kom að því að okkur langaði að vita hvort einhver annar en við sjálf hefði áhuga á því sem við vorum að smíða og einhver pinnaði mynd á Pinterest. Þá rauk þetta af stað og pantanir hrúguðust inn,“ útskýrir Ágústa Magnúsdóttir en hún Gústav Jóhannsson hanna og smíða húsgögn undir heitinu Agustav. Varan sem pinnuð var á Pinterest og ýtti snjóboltanum af stað voru bókasnagar úr við. Ágústa og Gústav voru þá búsett í Danmörku en sýndu snagana á HönnunarMars 2012. Þau fluttu síðan til Ítalíu með fjölskylduna og byggðu fyrirtækið enn frekar upp áður en þau fluttu hingað heim fyrir tveimur árum. Nú fjórum árum eftir að bókasnagarnir slógu í gegn hanna þau og framleiða borð, kolla, stóla, sófa og ruggustóla svo eitthvað sé nefnt.Fyrsta vara Agustav, bókasnagar, sló strax í gegn. Fjórum árum síðar hafa hjónin bætt rækilega við vörulínuna.„Bókasnagarnir hafa alltaf verið okkar vinsælasta vara. Þeir vöktu athygli þýska fyrirtækisin Monoqi þegar við bjuggum í Danmörku. Þau tóku snagana í sölu og þar duttu þeir strax inn á „Best seller“ listann þeirra. Fleiri aðilar höfðu samband og meðal netverslana sem selja Agustav eru Aha Life, Touch of Modern og fleiri. Á Ítalíu áttum við svo von á öðru barni okkar og ákváðum að flytja heim. Okkur langaði líka til þess að gera stærri hluti og hér á Íslandi eru boðleiðirnar styttri og meira hægt að gera. Síðustu tvö ár höfum því bætt stærri húsgögnum við vörulínuna,“ útskýrir Ágústa. Húsgögn Agustav eru smíðuð úr gegnheilum við og fyrir hverja selda vöru planta þau nýju tré. Gústav er húsgagnasmiður og sér um alla smíðina á verkstæði þeirra hjóna í Súðavogi. „Ég þvælist bara fyrir,“ segir Ágústa hlæjandi. „Við erum að klára pöntun fyrir Slippbarinn og þar áður smíðuðum við barstóla og snaga fyrir Marina hótel. Við sérsmíðum einnig eftir óskum fólks.“ Heimili þeirra hjóna undirlagt þeirra eigin hönnun og smíði og segir Ágústa gæðin í handverkinu þeirra hjartans mál. „Við viljum skapa vörur sem endast, þetta eru húsgögn sem barnabörnin munu rífast um,“ segir hún sposk. Nánar má forvitnast um hönnun Ágústu og Gústavs á www.Agustav.is
Hús og heimili Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Sjá meira