Hættu öllu sem þú ert að gera: John Oliver tekur fyrir Ísland og Sigmund Davíð Bjarki Ármannsson skrifar 11. apríl 2016 09:13 "Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var til umfjöllunar í nýjasta þætti breska háðfuglsins John Oliver, sem reglulega tekur fyrir málefni líðandi stundar á sprenghlægilegan hátt. Sigmundur hefur sem kunnugt er verið í kastljósi fjölmiðla ekki aðeins hér á landi heldur um heim allan í kjölfar þess að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem lýsti yfir rúmlega 500 milljóna kröfu í föllnu bankana. Fór svo að Sigmundur sagði af sér sem forsætisráðherra í síðustu viku. Oliver gerir sér sérstaklega mat úr viðtali sænska fréttamannsins Sven Bergman við Sigmund, sem öðlast hefur heimsfrægð frá því að umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu hófst. Í raun þarf Oliver að gera lítið annað að en að sýna áhorfendum sínum viðtalið til þess að uppskera hlátur. „Holy shit,“ stynur Oliver upp úr sér þegar viðtalið, sem þykir heldur vandræðalegt fyrir Sigmund, hefur verið sýnt. „Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt, eða eins og þeir segja á Íslandi ... bílslys sýnt hægt. En ekki hvað, það eru bílar á Íslandi.“ Oliver sýnir svo frá fjölmennum mótmælum á Austurvelli í vikunni, þar sem matvælum á borð við eggjum og bönunum var grýtt í Alþingishúsið. „Vá, egg og bananar,“ spaugast Oliver. „Þau eru annað hvort brjáluð út í forsætisráðherrann eða vilja koma honum á Paleo-kúrinn.“ Oliver þykir sömuleiðis ekkert lítið fyndið að sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi tekið við af forsætisráðherranum. „Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta. Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var til umfjöllunar í nýjasta þætti breska háðfuglsins John Oliver, sem reglulega tekur fyrir málefni líðandi stundar á sprenghlægilegan hátt. Sigmundur hefur sem kunnugt er verið í kastljósi fjölmiðla ekki aðeins hér á landi heldur um heim allan í kjölfar þess að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem lýsti yfir rúmlega 500 milljóna kröfu í föllnu bankana. Fór svo að Sigmundur sagði af sér sem forsætisráðherra í síðustu viku. Oliver gerir sér sérstaklega mat úr viðtali sænska fréttamannsins Sven Bergman við Sigmund, sem öðlast hefur heimsfrægð frá því að umfjöllun um Panama-skjölin svokölluðu hófst. Í raun þarf Oliver að gera lítið annað að en að sýna áhorfendum sínum viðtalið til þess að uppskera hlátur. „Holy shit,“ stynur Oliver upp úr sér þegar viðtalið, sem þykir heldur vandræðalegt fyrir Sigmund, hefur verið sýnt. „Þetta var eins og að horfa á bílslys sýnt hægt, eða eins og þeir segja á Íslandi ... bílslys sýnt hægt. En ekki hvað, það eru bílar á Íslandi.“ Oliver sýnir svo frá fjölmennum mótmælum á Austurvelli í vikunni, þar sem matvælum á borð við eggjum og bönunum var grýtt í Alþingishúsið. „Vá, egg og bananar,“ spaugast Oliver. „Þau eru annað hvort brjáluð út í forsætisráðherrann eða vilja koma honum á Paleo-kúrinn.“ Oliver þykir sömuleiðis ekkert lítið fyndið að sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi tekið við af forsætisráðherranum. „Valdamestir á eftir forsætisráðherranum á Íslandi eru einmitt náunginn sem sér um fiskinn, brennivínsráðherra, álfar og hver sem á lopapeysu og er í stjórnmálastuði.“Innslag Oliver má sjá hér að neðan en þátturinn í heild sinni verður sýndur á Stöð 2 annað kvöld klukkan 22:40, með íslenskum texta.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50 Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Franskur fréttamaður telur ljóst að ríkisstjórnin ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur. 8. apríl 2016 09:47
Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00
Sigurður Ingi orðinn forsætisráðherra Íslands Ríkisráðsfundi lauk rétt fyrir fjögur í dag. 7. apríl 2016 15:50