Það verður að vera einn daðrari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2016 09:00 Óp-hópurinn fyrir utan einn. Fremri röð: Erla Rut, Bylgja Dís og Rósalind. Aftari röð: Antonía, Hörn og Erla Björg. Vísir/Vilhelm Við óperusöngvarar tökum okkur oft svo alvarlega en í þessari dagskrá gerum við óspart grín að okkur sjálfum, söngvaratýpunum og ýmsu sem einkennir óperuformið,“ segir Erla Björg Káradóttir söngkona um sýninguna Ópera hvað? sem flutt verður í Salnum í Kópavogi annað kvöld og hefst klukkan 20. Erla Björg er ein þeirra sem tilheyra Óp-hópnum sem skrifaði handritið og sér um flutninginn. Hin eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Rósalind Gísladóttir og Egill Árni Pálsson. Antonía Hevesí verður á flyglinum og Erla Ruth Harðardóttir leikstýrir. „Upprunalega hugmyndin var sú að fræða fólk um óperur og óperusöguna en svo varð úr þessu hálfgert gamanleikrit,“ segir Erla Björg og heldur áfram. „Við stiklum á stóru, byrjum á barokkinu og færum okkur svo í rómantíkina. Þetta er klárlega dagskrá fyrir óperuunnendur en líka algera byrjendur, því þeir sem mæta læra alla grunnþættina og segja má að þeir útskrifist úr áfanga 101 í óperufræðum. Píanistinn okkar, hún Antonía, sér um að uppfræða gesti og við hin skiptumst á að syngja bæði einsöngsaríur og samsöngsatriði.“ Kjarninn í hópnum er kvenkyns en Egill Árni er með í þetta sinn eins og fram hefur komið. „Við veljum okkur karla eftir hentugleikum,“ segir Erla sposk. „Þeir hafa nokkrir komið og farið en Egill Árni er búinn að vera viðloðandi, hann er svolítið skotinn í okkur!“ Hún tekur fram að hann verði hinn eiginlegi tenór í þessari sýningu. „Það verður að vera einn daðrari þegar farið er yfir óperusöguna!“ Erla Björg fer lofsamlegum orðum um nöfnu sína Erlu Ruth sem heldur utan um alla þræði. „Erla Ruth er að gera skemmtilega hluti. Hún vissi ekkert um óperur fyrir – ekki neitt – og er búin að læra alveg helling því hún hefur þurft að spyrja út í svo margt sem er auðvitað frábært?… „bíddu, hvað er buxnarulla?“ Óp-hópurinn á ólíkar sýningar að baki á síðustu árum. „Við höfum starfað frá 2010 og sett upp kvennaóperu og barnaóperu, sýningu um Maríu Callas og líka Verdi og aftur Verdi sem Randver Þorláksson var með okkur í,“ rifjar Erla Björg upp. Hún segir Ópera hvað? vera sakleysislega framan af en magnast stig af stigi og enda í rosalegri dramatík. „Allt er samt ýkt og í léttari kantinum,“ segir hún. „Það hefur verið gaman á æfingunum og vonandi smitast gleðin til gestanna.“ Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Við óperusöngvarar tökum okkur oft svo alvarlega en í þessari dagskrá gerum við óspart grín að okkur sjálfum, söngvaratýpunum og ýmsu sem einkennir óperuformið,“ segir Erla Björg Káradóttir söngkona um sýninguna Ópera hvað? sem flutt verður í Salnum í Kópavogi annað kvöld og hefst klukkan 20. Erla Björg er ein þeirra sem tilheyra Óp-hópnum sem skrifaði handritið og sér um flutninginn. Hin eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Rósalind Gísladóttir og Egill Árni Pálsson. Antonía Hevesí verður á flyglinum og Erla Ruth Harðardóttir leikstýrir. „Upprunalega hugmyndin var sú að fræða fólk um óperur og óperusöguna en svo varð úr þessu hálfgert gamanleikrit,“ segir Erla Björg og heldur áfram. „Við stiklum á stóru, byrjum á barokkinu og færum okkur svo í rómantíkina. Þetta er klárlega dagskrá fyrir óperuunnendur en líka algera byrjendur, því þeir sem mæta læra alla grunnþættina og segja má að þeir útskrifist úr áfanga 101 í óperufræðum. Píanistinn okkar, hún Antonía, sér um að uppfræða gesti og við hin skiptumst á að syngja bæði einsöngsaríur og samsöngsatriði.“ Kjarninn í hópnum er kvenkyns en Egill Árni er með í þetta sinn eins og fram hefur komið. „Við veljum okkur karla eftir hentugleikum,“ segir Erla sposk. „Þeir hafa nokkrir komið og farið en Egill Árni er búinn að vera viðloðandi, hann er svolítið skotinn í okkur!“ Hún tekur fram að hann verði hinn eiginlegi tenór í þessari sýningu. „Það verður að vera einn daðrari þegar farið er yfir óperusöguna!“ Erla Björg fer lofsamlegum orðum um nöfnu sína Erlu Ruth sem heldur utan um alla þræði. „Erla Ruth er að gera skemmtilega hluti. Hún vissi ekkert um óperur fyrir – ekki neitt – og er búin að læra alveg helling því hún hefur þurft að spyrja út í svo margt sem er auðvitað frábært?… „bíddu, hvað er buxnarulla?“ Óp-hópurinn á ólíkar sýningar að baki á síðustu árum. „Við höfum starfað frá 2010 og sett upp kvennaóperu og barnaóperu, sýningu um Maríu Callas og líka Verdi og aftur Verdi sem Randver Þorláksson var með okkur í,“ rifjar Erla Björg upp. Hún segir Ópera hvað? vera sakleysislega framan af en magnast stig af stigi og enda í rosalegri dramatík. „Allt er samt ýkt og í léttari kantinum,“ segir hún. „Það hefur verið gaman á æfingunum og vonandi smitast gleðin til gestanna.“
Menning Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira