Hakkaður nokkrum mínútum fyrir nýliðavalið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2016 10:45 Draumadagur hins unga ruðningsleikmanns, Laremy Tunsil, snérist upp í hreina martröð er NFL-nýliðavalið fór fram í nótt. Tunsil var einn af bestu leikmönnunum í nýliðavalinu og um tíma var talið að hann færi númer eitt. Er leið nær valinu var því spáð að hann yrði valinn númer þrjú til fjögur. Nokkrum mínútum áður en nýliðavalið hófst birtist myndband á Twitter-síðu hans þar sem hann er að reykja maríjúana. Því myndbandi var svo eytt nokkrum mínútum síðar en það var of seint. Internetið geymir allt og myndbandið má sjá hér að ofan. Drengurinn sagði augljóst að hann hefði verið hakkaður og að myndbandið væri tveggja ára gamalt. Hann hefði ekki sett myndbandið inn enda hefði það verið fullkomlega glórulaust. Myndbandið hafði þó stór áhrif.Tunsil brosti er hann var loksins valinn.vísir/gettyLiðin sem voru að íhuga að velja hann slepptu því. Sögðu fyrst að þetta kom upp hvað meira gæti fylgt drengnum? Hann var á endanum valinn númer 13 af Miami Dolphins. Samkvæmt tölfræðingum munar 1,6 milljörðum í launum á því að vera valinn númer 3 og 13. Þetta er því ansi dýr grikkur sem honum var gerður. Síðar um nóttina var síðan búið að hakka Instagram-reikning leikmannsins og skjáskot birt af honum að biðja þjálfarann sinn í háskóla um peninga. Það má ekki og verður rannsakað. Á blaðamannafundi eftir nýliðavalið viðurkenndi Tunsil að hafa þegið peninga frá fólki tengdu Ole Miss-háskólanum. Spjótin beindust fljótt að stjúpföður Tunsil sem stendur í málaferlum við drenginn. Tunsil var handtekinn síðasta sumar er hann kýldi stjúpföður sinn. Stjúpinn fór síðan í mál í kjölfarið og þeir talast ekki við. Stjúpinn hafnaði öllum ásökunum í gær og sagðist ekki einu sinni vera að horfa á nýliðavalið. Honum væri alveg sama. Þetta var algjörlega ótrúleg atburðarrás sem á sér engin fordæmi. Annars var leikstjórnandinn Jared Goff frá Californíu-háskólanum valinn fyrstur í valinu af Los Angeles Rams. Annar leikstjórnandi, Carson Wentz frá North Dakota, var valinn númer tvö af Philadelphia Eagles. Fyrsti hlauparinn fór númer fjögur er Dallas Cowboys valdi Ezekiel Elliott. Hér má sjá hvernig nýliðavalið fór í nótt en það heldur svo áfram í dag.Jared Goff er kominn til Hollywood og verður andlit Rams sem er komið aftur til Los Angeles. Alvöru pressa á þessum unga manni.vísir/getty NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Sjá meira
Draumadagur hins unga ruðningsleikmanns, Laremy Tunsil, snérist upp í hreina martröð er NFL-nýliðavalið fór fram í nótt. Tunsil var einn af bestu leikmönnunum í nýliðavalinu og um tíma var talið að hann færi númer eitt. Er leið nær valinu var því spáð að hann yrði valinn númer þrjú til fjögur. Nokkrum mínútum áður en nýliðavalið hófst birtist myndband á Twitter-síðu hans þar sem hann er að reykja maríjúana. Því myndbandi var svo eytt nokkrum mínútum síðar en það var of seint. Internetið geymir allt og myndbandið má sjá hér að ofan. Drengurinn sagði augljóst að hann hefði verið hakkaður og að myndbandið væri tveggja ára gamalt. Hann hefði ekki sett myndbandið inn enda hefði það verið fullkomlega glórulaust. Myndbandið hafði þó stór áhrif.Tunsil brosti er hann var loksins valinn.vísir/gettyLiðin sem voru að íhuga að velja hann slepptu því. Sögðu fyrst að þetta kom upp hvað meira gæti fylgt drengnum? Hann var á endanum valinn númer 13 af Miami Dolphins. Samkvæmt tölfræðingum munar 1,6 milljörðum í launum á því að vera valinn númer 3 og 13. Þetta er því ansi dýr grikkur sem honum var gerður. Síðar um nóttina var síðan búið að hakka Instagram-reikning leikmannsins og skjáskot birt af honum að biðja þjálfarann sinn í háskóla um peninga. Það má ekki og verður rannsakað. Á blaðamannafundi eftir nýliðavalið viðurkenndi Tunsil að hafa þegið peninga frá fólki tengdu Ole Miss-háskólanum. Spjótin beindust fljótt að stjúpföður Tunsil sem stendur í málaferlum við drenginn. Tunsil var handtekinn síðasta sumar er hann kýldi stjúpföður sinn. Stjúpinn fór síðan í mál í kjölfarið og þeir talast ekki við. Stjúpinn hafnaði öllum ásökunum í gær og sagðist ekki einu sinni vera að horfa á nýliðavalið. Honum væri alveg sama. Þetta var algjörlega ótrúleg atburðarrás sem á sér engin fordæmi. Annars var leikstjórnandinn Jared Goff frá Californíu-háskólanum valinn fyrstur í valinu af Los Angeles Rams. Annar leikstjórnandi, Carson Wentz frá North Dakota, var valinn númer tvö af Philadelphia Eagles. Fyrsti hlauparinn fór númer fjögur er Dallas Cowboys valdi Ezekiel Elliott. Hér má sjá hvernig nýliðavalið fór í nótt en það heldur svo áfram í dag.Jared Goff er kominn til Hollywood og verður andlit Rams sem er komið aftur til Los Angeles. Alvöru pressa á þessum unga manni.vísir/getty
NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Sjá meira