Vill upplýsingar um hvort félag Bjarna hafi verið í gögnum skattrannsóknarstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2016 21:42 Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra. Vísir/GVA Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Vinstri Grænna, vill fá að vita hvort að eignarhald Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Falson & Co, aflandsfélagi sem kom fyrir í Panama-skjölunum, hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem íslenskum yfirvöldum voru boðin til kaups árið 2014. Hefur Rósa Björk lagt fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum til fjármálaráðherra þar sem óskað er eftir svörum við spurningum sem tengjast aflandsfélögum og þeim gögnum sem íslenskum skattayfirvöldum bauðst að kaupa. Vill Rósa Björk að fjármálaráðherra svari því hvort að sú staðreynd að ráðherra hafi sjálfur átt aflandsfélag um tíma hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum og þá hvort að í þeim gögnum sem keypt voru hafi mátt finna upplýsingar um aflandsfélög eða félög sem voru í eigu ráðherra eða aðila nátengdum ráðherra.Í júní á síðasta ári gekk skattrannsóknarstjóri frá kaupum á gögnunum sem um ræðir en talsverðan tíma tók að ganga frá kaupunum. Setti fjármálaráðherra ákveðin skilyrði sem uppfylla þurfti og taldi skattrannsóknarstjóri sig ekki geta uppfyllt þau. Ríkisstjórnin samþykkti þó að lokum fjárveitingu til skattrannsóknarstjóra svo ganga mætti frá kaupunum. Sjá má fyrirspurn Rósu Björk í heild sinni hér fyrir neðan.1. Hversu langur tími leið frá því að ráðuneytinu varð kunnugt um gögn sem vörðuðu aflandsfélög og skattaskjól og þar til þau voru keypt? Hvað skýrir þann drátt sem varð á málinu eftir að skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til kaupanna í október 2014?2. Voru í gögnunum upplýsingar um aflandsfélag eða félög sem:a. voru eða höfðu verið í eigu ráðherra sjálfs,b. voru eða höfðu verið í eigu aðila sem nátengdir voru ráðherra að ætterni eða mægðum, eða voru viðskiptafélagar hans,c. voru í eigu annarra ráðherra? 3. Hvernig rökstyður ráðherra það verklag að segja skattrannsóknarstjóra að leggja sjálfstætt mat á gögnin en setja jafnframt skilyrði fyrir samningum við seljanda þeirra? 4. Hafa upplýsingar úr gögnunum orðið tilefni til viðbragða af hálfu ráðuneytisins og þá hvaða viðbragða? 5. Hvaða fundi skattrannsóknarstjóra og starfsfólks ráðuneytisins um kaup á gögnunum sat ráðherra? Óskað er upplýsinga um fjölda slíkra funda, dagsetningu þeirra og fundarefni. 6. Hvenær varð ráðherra ljóst hversu mörg íslensk nöfn væri að finna í gögnunum og hafði það áhrif á afstöðu hans til kaupanna? 7. Hafði sú staðreynd að ráðherra átti sjálfur aflandsfélag um tíma áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum? Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01 Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Vinstri Grænna, vill fá að vita hvort að eignarhald Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Falson & Co, aflandsfélagi sem kom fyrir í Panama-skjölunum, hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem íslenskum yfirvöldum voru boðin til kaups árið 2014. Hefur Rósa Björk lagt fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum til fjármálaráðherra þar sem óskað er eftir svörum við spurningum sem tengjast aflandsfélögum og þeim gögnum sem íslenskum skattayfirvöldum bauðst að kaupa. Vill Rósa Björk að fjármálaráðherra svari því hvort að sú staðreynd að ráðherra hafi sjálfur átt aflandsfélag um tíma hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum og þá hvort að í þeim gögnum sem keypt voru hafi mátt finna upplýsingar um aflandsfélög eða félög sem voru í eigu ráðherra eða aðila nátengdum ráðherra.Í júní á síðasta ári gekk skattrannsóknarstjóri frá kaupum á gögnunum sem um ræðir en talsverðan tíma tók að ganga frá kaupunum. Setti fjármálaráðherra ákveðin skilyrði sem uppfylla þurfti og taldi skattrannsóknarstjóri sig ekki geta uppfyllt þau. Ríkisstjórnin samþykkti þó að lokum fjárveitingu til skattrannsóknarstjóra svo ganga mætti frá kaupunum. Sjá má fyrirspurn Rósu Björk í heild sinni hér fyrir neðan.1. Hversu langur tími leið frá því að ráðuneytinu varð kunnugt um gögn sem vörðuðu aflandsfélög og skattaskjól og þar til þau voru keypt? Hvað skýrir þann drátt sem varð á málinu eftir að skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til kaupanna í október 2014?2. Voru í gögnunum upplýsingar um aflandsfélag eða félög sem:a. voru eða höfðu verið í eigu ráðherra sjálfs,b. voru eða höfðu verið í eigu aðila sem nátengdir voru ráðherra að ætterni eða mægðum, eða voru viðskiptafélagar hans,c. voru í eigu annarra ráðherra? 3. Hvernig rökstyður ráðherra það verklag að segja skattrannsóknarstjóra að leggja sjálfstætt mat á gögnin en setja jafnframt skilyrði fyrir samningum við seljanda þeirra? 4. Hafa upplýsingar úr gögnunum orðið tilefni til viðbragða af hálfu ráðuneytisins og þá hvaða viðbragða? 5. Hvaða fundi skattrannsóknarstjóra og starfsfólks ráðuneytisins um kaup á gögnunum sat ráðherra? Óskað er upplýsinga um fjölda slíkra funda, dagsetningu þeirra og fundarefni. 6. Hvenær varð ráðherra ljóst hversu mörg íslensk nöfn væri að finna í gögnunum og hafði það áhrif á afstöðu hans til kaupanna? 7. Hafði sú staðreynd að ráðherra átti sjálfur aflandsfélag um tíma áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum?
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01 Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01
Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26