„Vonandi verður þessi gæra næsta fórnarlamb Bill Cosby“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 11:30 Bandarískur hópur sem kallar sig Just Not Sports hefur hafið átak vestanhafs undir kassamerkinu #MoreThanMean til að vekja athygli á og reyna að stöðva árásir sem bandarískar íþróttafréttakonur verða fyrir á netinu. Á hverjum degi þurfa íþróttafréttakonur í Bandaríkjunum að lesa viðurstyggileg skilaboð og svör við færslum sínum á Twitter og Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Slagorð átaksins er að enginn myndi segja svona ljóta hluti fyrir framan konurnar og því á ekki að skrifa svona hluti á internetinu. Julie DiCaro og Sarah Spain, tveir af allra færustu íþróttafréttamönnum Bandaríkjanna hvort sem talað um karla eða konur, tóku þátt í myndbandi sem Just Not Sports gerði fyrir átakið.Byrjar rólega Þar voru karlmenn látnir lesa Twitter-færslur um konurnar fyrir framan þær. DiCaro og Spain voru búnar að sjá hvað yrði sagt en karlmennirnir, sem skrifuðu þær ekki sjálfir, voru að sjá þær í fyrsta sinn. Þetta byrjaði rólega: „Sara Spain hljómar eins og nöldrandi eiginkona í sjónvarpinu í dag,“ sagði sá fyrsti og hló aðeins enda héldu karlmennirnir að þeir væru mættir til að lesa nokkuð hressar færslur eins og tíðkast í kvöldþætti Jimmy Kimmel. „Julie DiCaro er meðalmaður í fréttamennsku. Ekkert frábær. Hún er bara þarna,“ var önnur færsla en svo fór þetta að verða mun alvarlegra. „Einn af leikmönnunum ætti að berja þig til dauða eins og hóran sem þú ert,“ var skrifað til Julie DiCaro. Það var um þetta leyti sem karlmönnunum var hætt að standa á sama og langaði þeim ekki að lesa lengra. Sumir voru nálægt því að tárast.Vona að kærastinn berji þig „Þetta er ástæðan fyrir því að við ráðum ekki kvenmenn nema við þurfum að láta sjúga á okkur liminn eða elda fyrir okkur mat,“ sagði einn og annar: „Ég vona að hundurinn þinn verði fyrir bíl tíkin þín.“ Færslunar urðu hver annarri ljótari: „Vonandi verður þessi gæra Julie Dicaro næsta fórnarlamb Bill Cosby. Það væri klassík,“ stóð í einni Twitter-færslunni og í þeirr næstu: „Ég vona að kærastinn þinn berji þig.“ Karlmaðurinn sem las hana upp bað Söru Spain afsökunar þrátt fyrir að hafa ekki skrifað þetta sjálfur.Vonandi verður þér nauðgað aftur „Af hverju talarðu um eigin nauðgun í frétt. Er það til að svara þeim sem hafa sagt að þú getir ekki náð þér í mann,“ var sagt við Julie DiCaro og baðst sá sem las þá færslu einnig afsökunar. „Verð ég að lesa þetta allt?“ sagði einn og fékk greinilega já frá leikstjórna myndbandins. Hikandi las hann færslu sem í stóð: „Ég vona að þér verði nauðgað aftur.“ Julie DiCaro birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði síðar í ummælakerfinu: „Ég vil koma því á framfæri að ég elska alla strákana í þessu myndbandi. Þeir héldu að þeir væru komnir til að lesa tíst eins og hjá Jimmy Kimmel en þurftu á endanum að lesa þetta sorp. Þeir endurvöktu trú mína á mannkyninu.“ Þetta magnaða myndband má sjá hér að ofan. Aðrar íþróttir Bill Cosby Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Sjá meira
Bandarískur hópur sem kallar sig Just Not Sports hefur hafið átak vestanhafs undir kassamerkinu #MoreThanMean til að vekja athygli á og reyna að stöðva árásir sem bandarískar íþróttafréttakonur verða fyrir á netinu. Á hverjum degi þurfa íþróttafréttakonur í Bandaríkjunum að lesa viðurstyggileg skilaboð og svör við færslum sínum á Twitter og Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Slagorð átaksins er að enginn myndi segja svona ljóta hluti fyrir framan konurnar og því á ekki að skrifa svona hluti á internetinu. Julie DiCaro og Sarah Spain, tveir af allra færustu íþróttafréttamönnum Bandaríkjanna hvort sem talað um karla eða konur, tóku þátt í myndbandi sem Just Not Sports gerði fyrir átakið.Byrjar rólega Þar voru karlmenn látnir lesa Twitter-færslur um konurnar fyrir framan þær. DiCaro og Spain voru búnar að sjá hvað yrði sagt en karlmennirnir, sem skrifuðu þær ekki sjálfir, voru að sjá þær í fyrsta sinn. Þetta byrjaði rólega: „Sara Spain hljómar eins og nöldrandi eiginkona í sjónvarpinu í dag,“ sagði sá fyrsti og hló aðeins enda héldu karlmennirnir að þeir væru mættir til að lesa nokkuð hressar færslur eins og tíðkast í kvöldþætti Jimmy Kimmel. „Julie DiCaro er meðalmaður í fréttamennsku. Ekkert frábær. Hún er bara þarna,“ var önnur færsla en svo fór þetta að verða mun alvarlegra. „Einn af leikmönnunum ætti að berja þig til dauða eins og hóran sem þú ert,“ var skrifað til Julie DiCaro. Það var um þetta leyti sem karlmönnunum var hætt að standa á sama og langaði þeim ekki að lesa lengra. Sumir voru nálægt því að tárast.Vona að kærastinn berji þig „Þetta er ástæðan fyrir því að við ráðum ekki kvenmenn nema við þurfum að láta sjúga á okkur liminn eða elda fyrir okkur mat,“ sagði einn og annar: „Ég vona að hundurinn þinn verði fyrir bíl tíkin þín.“ Færslunar urðu hver annarri ljótari: „Vonandi verður þessi gæra Julie Dicaro næsta fórnarlamb Bill Cosby. Það væri klassík,“ stóð í einni Twitter-færslunni og í þeirr næstu: „Ég vona að kærastinn þinn berji þig.“ Karlmaðurinn sem las hana upp bað Söru Spain afsökunar þrátt fyrir að hafa ekki skrifað þetta sjálfur.Vonandi verður þér nauðgað aftur „Af hverju talarðu um eigin nauðgun í frétt. Er það til að svara þeim sem hafa sagt að þú getir ekki náð þér í mann,“ var sagt við Julie DiCaro og baðst sá sem las þá færslu einnig afsökunar. „Verð ég að lesa þetta allt?“ sagði einn og fékk greinilega já frá leikstjórna myndbandins. Hikandi las hann færslu sem í stóð: „Ég vona að þér verði nauðgað aftur.“ Julie DiCaro birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði síðar í ummælakerfinu: „Ég vil koma því á framfæri að ég elska alla strákana í þessu myndbandi. Þeir héldu að þeir væru komnir til að lesa tíst eins og hjá Jimmy Kimmel en þurftu á endanum að lesa þetta sorp. Þeir endurvöktu trú mína á mannkyninu.“ Þetta magnaða myndband má sjá hér að ofan.
Aðrar íþróttir Bill Cosby Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Sjá meira