Á erfitt með að trúa eigin aldri Stefanía Björg Víkingsdóttir skrifar 26. apríl 2016 00:01 Vilhjálmur og eiginkona hans, Guðrún á góðri stund. „Ég trúi þessu varla sjálfur, að ég sé orðinn sjötugur, mér finnst ég alltaf vera eins. Ég er heppinn að ég hef alltaf verið ákaflega heilsuhraustur og ég þakka fyrir það. Ég ætla að vera hérna heima með vinum, fjölskyldu og samferðamönnum og hafa þetta allt heimilislegt. Svo er ég líka greinilega að fá eitt besta veður sumarsins hingað til svo þá getum við verið úti í garði og haft það huggulegt,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, en hann fagnar sjötugs afmælinu sínu á morgun. Vilhjálmur segist alltaf hafa farið í gegnum lífið með hæfinlegri þolinmæði og nokkuð ágætri lund, og hefur þótt lífið gott. „Ég er hamingjusamur maður í dag og þakka öllum lífsförunautum mínum þá aðstoð sem þeir hafa veitt mér. Ég hef átt því láni að fagna, sem mér finnst alveg gríðarlega mikilvægt, að hafa eignast afar góða vini, og það hefur veitt mér mikla lífshamingju. Hvað er hægt að óska sér betra?“ Vilhjálmur hefur staðið í ýmsu síðan hann lét af störfum í pólitíkinni. Hann er virkur í ýmsum félagsstörfum, er í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, í Rótaríklúbbi og í fulltrúaráði Sólheima. „Ég hitti síðan félaga mína annað slagið og við ræðum pólitík. Ég var náttúrulega frekar lengi í pólitíkinni, 28 ár sem borgarfulltrúi og 16 ár samhliða því formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. Auðvitað hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum, og ræði þau við vini og kunningja en ég tek ekki mikinn þátt, þau eru ekki í forgangi hjá mér lengur.“ Vilhjálmur segist einnig vera áhugamaður um golf. „Ég er ekki góður en ég er heldur ekki lélegur, en það er ekki það sem skiptir máli. Þetta er svo góð hreyfing og maður hittir svo marga og maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki. Það var hún Guðrún, konan mín, sem dró mig út í golfið, en ég skamma hana ekki fyrir það lengur. Það er mjög gott að hafa frítíma fyrir sjálfan sig, ég er mjög ánægður með það. Mér finnst ekkert erfitt að eldast og ég horfi björtum augum til að minnsta kosti næstu tuttugu ára. Maður verður að lifa lífinu lifandi á meðan heilsa og þrek leyfir. Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
„Ég trúi þessu varla sjálfur, að ég sé orðinn sjötugur, mér finnst ég alltaf vera eins. Ég er heppinn að ég hef alltaf verið ákaflega heilsuhraustur og ég þakka fyrir það. Ég ætla að vera hérna heima með vinum, fjölskyldu og samferðamönnum og hafa þetta allt heimilislegt. Svo er ég líka greinilega að fá eitt besta veður sumarsins hingað til svo þá getum við verið úti í garði og haft það huggulegt,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, en hann fagnar sjötugs afmælinu sínu á morgun. Vilhjálmur segist alltaf hafa farið í gegnum lífið með hæfinlegri þolinmæði og nokkuð ágætri lund, og hefur þótt lífið gott. „Ég er hamingjusamur maður í dag og þakka öllum lífsförunautum mínum þá aðstoð sem þeir hafa veitt mér. Ég hef átt því láni að fagna, sem mér finnst alveg gríðarlega mikilvægt, að hafa eignast afar góða vini, og það hefur veitt mér mikla lífshamingju. Hvað er hægt að óska sér betra?“ Vilhjálmur hefur staðið í ýmsu síðan hann lét af störfum í pólitíkinni. Hann er virkur í ýmsum félagsstörfum, er í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, í Rótaríklúbbi og í fulltrúaráði Sólheima. „Ég hitti síðan félaga mína annað slagið og við ræðum pólitík. Ég var náttúrulega frekar lengi í pólitíkinni, 28 ár sem borgarfulltrúi og 16 ár samhliða því formaður sambands íslenskra sveitarfélaga. Auðvitað hef ég mikinn áhuga á stjórnmálum, og ræði þau við vini og kunningja en ég tek ekki mikinn þátt, þau eru ekki í forgangi hjá mér lengur.“ Vilhjálmur segist einnig vera áhugamaður um golf. „Ég er ekki góður en ég er heldur ekki lélegur, en það er ekki það sem skiptir máli. Þetta er svo góð hreyfing og maður hittir svo marga og maður kynnist mörgu skemmtilegu fólki. Það var hún Guðrún, konan mín, sem dró mig út í golfið, en ég skamma hana ekki fyrir það lengur. Það er mjög gott að hafa frítíma fyrir sjálfan sig, ég er mjög ánægður með það. Mér finnst ekkert erfitt að eldast og ég horfi björtum augum til að minnsta kosti næstu tuttugu ára. Maður verður að lifa lífinu lifandi á meðan heilsa og þrek leyfir.
Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira