Á góðum stað fyrir EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2016 06:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir í lauginni í gær. Vísir/Stefán Aðeins eitt Íslandsmet var bætt í einstaklingsgrein á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug um helgina. Það á sér þó eðlilegar skýringar enda besta sundfólk Íslands búið að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og er nú í æfingum sem taka mið af því að toppa á Evrópumeistaramótinu í London í næsta mánuði. Þau Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fengu því enga hvíld fyrir mótið um helgina. Þær tvær síðarnefndu eru þó ánægðar með afrakstur helgarinnar. „Þetta hefur verið skemmtilegt mót og ég hef náð að synda hratt. Bæði hraðar og ekki hraðar en ég bjóst við en miðað við hvar ég er stödd í mínum æfingum þá er þetta mjög fínt,“ sagði Eygló.HM gaf góð fyrirheit Anton Sveinn bætti Íslandsmet sitt í 200 m fjórsundi á laugardag en hann átti einnig stigahæsta sundið sem var í hans sterkustu grein, 200 m bringusundi. Anton Sveinn, Eygló Ósk og Hrafnhildur áttu öll tíu stigahæstu sund mótsins. Anton Sveinn og Kristinn Þórarinsson unnu fimm gullverðlaun hvor um helgina en Eygló Ósk vann sjö gull og Hrafnhildur sex. Hrafnhildur komst í úrslit í tveimur greinum á HM í Rússlandi síðasta sumar og vonast til að gera það aftur á EM. „Miðað við hvernig ég stóð mig á HM síðasta sumar, miðað við aðra Evrópubúa, þá ætti ég að standa nokkuð vel. Ég fór í úrslit í tveimur greinum á HM og því ætti ég að geta gert góða hluti á EM,“ sagði Hrafnhildur.Spennandi að fá nýja greiningu Eygló Ósk hefur unnið að því í vetur að vinna úr sundgreiningu sem hún fór í í Frakklandi í lok síðasta árs. Samkvæmt greiningunni átti hún með réttum breytingum inni miklar bætingar í sínum greinum – jafnvel heimsmetstíma. „Sami maðurinn og tók mig í greininguna mun koma til landsins í vor og þá fæ ég að vita hvort ég hafi náð að bæta tæknina. Það verður spennandi. Ég vona að mér takist að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á. Þá veit maður aldrei hvað gerist.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Sjá meira
Aðeins eitt Íslandsmet var bætt í einstaklingsgrein á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug um helgina. Það á sér þó eðlilegar skýringar enda besta sundfólk Íslands búið að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og er nú í æfingum sem taka mið af því að toppa á Evrópumeistaramótinu í London í næsta mánuði. Þau Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fengu því enga hvíld fyrir mótið um helgina. Þær tvær síðarnefndu eru þó ánægðar með afrakstur helgarinnar. „Þetta hefur verið skemmtilegt mót og ég hef náð að synda hratt. Bæði hraðar og ekki hraðar en ég bjóst við en miðað við hvar ég er stödd í mínum æfingum þá er þetta mjög fínt,“ sagði Eygló.HM gaf góð fyrirheit Anton Sveinn bætti Íslandsmet sitt í 200 m fjórsundi á laugardag en hann átti einnig stigahæsta sundið sem var í hans sterkustu grein, 200 m bringusundi. Anton Sveinn, Eygló Ósk og Hrafnhildur áttu öll tíu stigahæstu sund mótsins. Anton Sveinn og Kristinn Þórarinsson unnu fimm gullverðlaun hvor um helgina en Eygló Ósk vann sjö gull og Hrafnhildur sex. Hrafnhildur komst í úrslit í tveimur greinum á HM í Rússlandi síðasta sumar og vonast til að gera það aftur á EM. „Miðað við hvernig ég stóð mig á HM síðasta sumar, miðað við aðra Evrópubúa, þá ætti ég að standa nokkuð vel. Ég fór í úrslit í tveimur greinum á HM og því ætti ég að geta gert góða hluti á EM,“ sagði Hrafnhildur.Spennandi að fá nýja greiningu Eygló Ósk hefur unnið að því í vetur að vinna úr sundgreiningu sem hún fór í í Frakklandi í lok síðasta árs. Samkvæmt greiningunni átti hún með réttum breytingum inni miklar bætingar í sínum greinum – jafnvel heimsmetstíma. „Sami maðurinn og tók mig í greininguna mun koma til landsins í vor og þá fæ ég að vita hvort ég hafi náð að bæta tæknina. Það verður spennandi. Ég vona að mér takist að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á. Þá veit maður aldrei hvað gerist.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Sjá meira