Þetta var brjáluð vinna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 09:15 "Það þarf bara góðar myndavélar,“ segir Svanhildur. Vísir/Stefán „Sem líffræðingur hef ég unnið hjá Hafrannsóknastofnun í 23 ár, meðal annars við botnþörungarannsóknir. Þar var fleygt myndavél í fangið á mér en ég kunni lítið með hana að fara. Mig langaði hins vegar alltaf að fara í mastersnám og datt í hug að sérhæfa mig í líffræðiljósmyndun. Ég fann einn skóla sem bauð upp á slíkan kúrs, það var Nottingham-háskóli.“ Þannig útskýrir Svanhildur Egilsdóttir líffræðingur hvernig það kom til að hún bætti ljósmyndun í menntun sína.Djúpsjávar ígulker, Gracelichinus alexandri, sem veiddist við Reykjaneshrygg í haustleiðangri á Árna Friðrikssyni 2015. Mynd/Svanhildur EgilsdóttirSvanhildur segir einungis góðar myndavélar duga í líffræðiljósmyndun og að í skólanum hafi hún fengið þjálfun í notkun smásjármyndavéla, víðsjár og rafeindasmásjár. Námið var býsna strangt, að hennar sögn. „Þetta var brjáluð vinna. Ég þurfti að gefa út bæði bók og tímarit og svo var ég í þriggja manna hópi sem gerði saman stuttmynd, fyrir utan auðvitað að læra undirstöðuatriði ljósmyndunar og notkun helstu myndvinnsluforrita. Sem líffræðiljósmyndari þarf maður líka að kunna skil á kvörðum og ýmsum greiningaratriðum í hverri myndatöku fyrir sig.“Þessi mynd var tekin á nýafstöðnum aðalfundi Ljósmyndarafélagsins. Á henni eru Lýður Geir Guðmundsson og Guðmundur Skúli Viðarsson úr sveinsprófsnefnd, Gabriel Rutenberg, Sigurgeir Sigurðsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Jón Lindsay, nýútskrifaðir sveinar, Svanhildur Egilsdóttir og Lárus Karl Ingason formaður.Mynd/Ljósmyndarafélag ÍslandsSvanhildur er á fimmtugsaldri, hún á eiginmann og fjögur börn og tók manninn og yngsta barnið, fjórtán ára strák, með til Englands. „Við vorum úti í eitt ár og það var lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Maðurinn minn gat tekið vinnuna með sér og ég var svo heppin að fá leyfi úr mínu starfi til að fara í þetta nám,“ segir Svanhildur sem kveðst nýta hina nýju kunnáttu í vinnunni. „Ég fór til dæmis nýlega í leiðangur þar sem ég var eingöngu að taka myndir af skeljum og kuðungum. Þær eru sendar út til greiningar. Sú aðferð verður ábyggilega notuð sífellt meira í stað þess að hafa sérfræðinga með um borð. Krafan eykst um að stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun sýni frá leiðöngrum sínum á myndböndum jafnóðum. Mitt nám fólst, að hluta til, í því að gera fólk hæfara til að miðla slíkum upplýsingum á glöggan hátt.“ Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Sem líffræðingur hef ég unnið hjá Hafrannsóknastofnun í 23 ár, meðal annars við botnþörungarannsóknir. Þar var fleygt myndavél í fangið á mér en ég kunni lítið með hana að fara. Mig langaði hins vegar alltaf að fara í mastersnám og datt í hug að sérhæfa mig í líffræðiljósmyndun. Ég fann einn skóla sem bauð upp á slíkan kúrs, það var Nottingham-háskóli.“ Þannig útskýrir Svanhildur Egilsdóttir líffræðingur hvernig það kom til að hún bætti ljósmyndun í menntun sína.Djúpsjávar ígulker, Gracelichinus alexandri, sem veiddist við Reykjaneshrygg í haustleiðangri á Árna Friðrikssyni 2015. Mynd/Svanhildur EgilsdóttirSvanhildur segir einungis góðar myndavélar duga í líffræðiljósmyndun og að í skólanum hafi hún fengið þjálfun í notkun smásjármyndavéla, víðsjár og rafeindasmásjár. Námið var býsna strangt, að hennar sögn. „Þetta var brjáluð vinna. Ég þurfti að gefa út bæði bók og tímarit og svo var ég í þriggja manna hópi sem gerði saman stuttmynd, fyrir utan auðvitað að læra undirstöðuatriði ljósmyndunar og notkun helstu myndvinnsluforrita. Sem líffræðiljósmyndari þarf maður líka að kunna skil á kvörðum og ýmsum greiningaratriðum í hverri myndatöku fyrir sig.“Þessi mynd var tekin á nýafstöðnum aðalfundi Ljósmyndarafélagsins. Á henni eru Lýður Geir Guðmundsson og Guðmundur Skúli Viðarsson úr sveinsprófsnefnd, Gabriel Rutenberg, Sigurgeir Sigurðsson, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Jón Lindsay, nýútskrifaðir sveinar, Svanhildur Egilsdóttir og Lárus Karl Ingason formaður.Mynd/Ljósmyndarafélag ÍslandsSvanhildur er á fimmtugsaldri, hún á eiginmann og fjögur börn og tók manninn og yngsta barnið, fjórtán ára strák, með til Englands. „Við vorum úti í eitt ár og það var lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Maðurinn minn gat tekið vinnuna með sér og ég var svo heppin að fá leyfi úr mínu starfi til að fara í þetta nám,“ segir Svanhildur sem kveðst nýta hina nýju kunnáttu í vinnunni. „Ég fór til dæmis nýlega í leiðangur þar sem ég var eingöngu að taka myndir af skeljum og kuðungum. Þær eru sendar út til greiningar. Sú aðferð verður ábyggilega notuð sífellt meira í stað þess að hafa sérfræðinga með um borð. Krafan eykst um að stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun sýni frá leiðöngrum sínum á myndböndum jafnóðum. Mitt nám fólst, að hluta til, í því að gera fólk hæfara til að miðla slíkum upplýsingum á glöggan hátt.“
Menning Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira