Lífið

Greta fékk verðskuldaðan frítíma og skellti sér í tívolí og á ABBA-safnið - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það virðist vera góð stemning úti hjá hópnum.
Það virðist vera góð stemning úti hjá hópnum. vísir
Greta Salóme Stefánsdóttir og Eurovision-teymi okkar Íslendinga þetta árið hefur verið síðustu daga í Stokkhólmi að undurbúa sig fyrir þriðjudagskvöldið þegar Greta stígur á sviðið í Globen höllinni.

Myndatökumaður fylgir Gretu allt sem hún fer og náði hann skemmtilegum myndum í gær þegar Greta og teymið fékk smá frítíma og skellti sér í tívolí og á ABBA-safnið.

Greta Salóme flytur lagið Hear Them Calling sem framlag okkar Íslendinga í Eurovision þetta árið.

Önnur æfing hópsins í Svíþjóð er í dag og fer hún fram í Globen-höllinni. Greta Salóme flytur lag sitt á fyrra undanúrslitakvöldinu næstkomandi þriðjudag. Lagið er númer sextán í röðinni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.