Fyrsti dagur æfinga í Stokkhólmi: Sergey hrasaði Laufey Helga Guðmundsdóttir í Stokkhólmi skrifar 3. maí 2016 10:30 Eurovision dagatal grúppíunnar hefur runnið smurt í gegn síðustu mánuði. Síðasta vetur hófust undankeppnir í hverju landinu á fætur öðru og voru þær 25 talsins þar til yfir lauk. Lögin sem valin voru innbyrðis hjá ríkissjónvarpsstöðvunum týndust líka inn en skila þurfti lögunum fullkláruðum til Stokkhólms þann 14. mars. Þau voru ansi mörg vongóðu söngvakeppnislögin sem hófu sig til flugs til þess eins að enda í Eurovision kirkjugarðinum (eða fjöldagröf eins og réttara væri að kalla þau) og verða þar með aldrei flutt á sviði í þessari stærstu söngvakeppni veraldar. Því næst hófst kynningarstarf keppenda sem þustu á milli Moskvu, Tel Aviv, Amsterdam London, Riga og meira segja Möltu til að kynna sig og sitt lag. Nú er svo loksins komið að því – allt er til reiðu í Stokkhólmi og æfingar keppenda í Eurovision 2016 hófust í Globen höllinni í gær. Eurovision 2016 einkennist af þrennu; textaendurtekningum, sjónrænni grafík í þriðja veldi (enda sviðið í Globen sérstaklega hannað til þess arna) og 35 atriði af 42 eru sungin af einsöngvurum. Maðurinn sem skorar í öll þessi box heitir Sergey Lazarev og kemur frá Rússlandi. Honum hefur verið spáð sérlega góðu gengi í ár og hefur leitt veðbandaspár síðustu vikur. Sergey þessi er mjög þekktur leikari, söngvari og þáttastjórnandi í heimalandi sínu (hefur m.a. leikið Figaro í Brúðkaupi Figaros – geri aðrir betur). Sergey mætir til Stokkhólms með skotheldan eyrnaorm úr smiðju helsta Eurovisionlagahöfunds Rússa (Philip Kirkorov) og helsta Eurovisionlagahöfunds Grikkja (Dimitris Kontopoulos). Þetta getur bara ekki klikkað! Ofan á þá bombu bæta þeir við heljarinnar grafík og príli hjá Sergey til að sviðsmynd myndbands hans lifni við. Reyndar voru fimleikarnir svo miklir á fyrstu æfingu í dag að Sergey hrasaði. Hann hlaut þó engin meiðsli af. Eflaust munu einhverjir sjá líkindi við atriði Mans Zelmerlov frá því í fyrra og við atriði Gretu Salóme í ár en Sergey svaraði þessu atriði vel á blaðamannafundi eftir æfingu í dag - þetta væri einfaldlega nýja Eurovision tíska að nota sjónrænar brellur og menn væru stöðugt að reyna að bæta sig skemmtanabransanum. Síðar í dag mátti sjá Rússa taka dýfu í helstu Eurovision veðbönkunum vegna þessa óhapps Sergeys í dag. Það dregur því á milli með vængjaða Rússanum og hjartaknúsaranum frá Frakklandi. Meira um það síðar. Eurovision Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Eurovision dagatal grúppíunnar hefur runnið smurt í gegn síðustu mánuði. Síðasta vetur hófust undankeppnir í hverju landinu á fætur öðru og voru þær 25 talsins þar til yfir lauk. Lögin sem valin voru innbyrðis hjá ríkissjónvarpsstöðvunum týndust líka inn en skila þurfti lögunum fullkláruðum til Stokkhólms þann 14. mars. Þau voru ansi mörg vongóðu söngvakeppnislögin sem hófu sig til flugs til þess eins að enda í Eurovision kirkjugarðinum (eða fjöldagröf eins og réttara væri að kalla þau) og verða þar með aldrei flutt á sviði í þessari stærstu söngvakeppni veraldar. Því næst hófst kynningarstarf keppenda sem þustu á milli Moskvu, Tel Aviv, Amsterdam London, Riga og meira segja Möltu til að kynna sig og sitt lag. Nú er svo loksins komið að því – allt er til reiðu í Stokkhólmi og æfingar keppenda í Eurovision 2016 hófust í Globen höllinni í gær. Eurovision 2016 einkennist af þrennu; textaendurtekningum, sjónrænni grafík í þriðja veldi (enda sviðið í Globen sérstaklega hannað til þess arna) og 35 atriði af 42 eru sungin af einsöngvurum. Maðurinn sem skorar í öll þessi box heitir Sergey Lazarev og kemur frá Rússlandi. Honum hefur verið spáð sérlega góðu gengi í ár og hefur leitt veðbandaspár síðustu vikur. Sergey þessi er mjög þekktur leikari, söngvari og þáttastjórnandi í heimalandi sínu (hefur m.a. leikið Figaro í Brúðkaupi Figaros – geri aðrir betur). Sergey mætir til Stokkhólms með skotheldan eyrnaorm úr smiðju helsta Eurovisionlagahöfunds Rússa (Philip Kirkorov) og helsta Eurovisionlagahöfunds Grikkja (Dimitris Kontopoulos). Þetta getur bara ekki klikkað! Ofan á þá bombu bæta þeir við heljarinnar grafík og príli hjá Sergey til að sviðsmynd myndbands hans lifni við. Reyndar voru fimleikarnir svo miklir á fyrstu æfingu í dag að Sergey hrasaði. Hann hlaut þó engin meiðsli af. Eflaust munu einhverjir sjá líkindi við atriði Mans Zelmerlov frá því í fyrra og við atriði Gretu Salóme í ár en Sergey svaraði þessu atriði vel á blaðamannafundi eftir æfingu í dag - þetta væri einfaldlega nýja Eurovision tíska að nota sjónrænar brellur og menn væru stöðugt að reyna að bæta sig skemmtanabransanum. Síðar í dag mátti sjá Rússa taka dýfu í helstu Eurovision veðbönkunum vegna þessa óhapps Sergeys í dag. Það dregur því á milli með vængjaða Rússanum og hjartaknúsaranum frá Frakklandi. Meira um það síðar.
Eurovision Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira