Valur þarf að fara í naflaskoðun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2016 06:30 Það er komið að ögurstundu fyrir Val og Aftureldingu í Olísdeild karla en þessi lið mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Sigurvegari rimmunnar mætir ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Haukum í lokaúrslitunum. Valur hafnaði í öðru sæti Olísdeildarinnar í vor og fær því að spila oddaleikinn á sínum heimavelli. Valsmenn fengu hins vegar þungan skell í síðasta leik er þeir töpuðu fyrir Mosfellingum með þrettán marka mun, 29-16. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er búinn að skoða leikinn vel og niðurstaðan er einföld að hans sögn. „Það er eiginlega allt sem var lélegt hjá okkur á meðan þeir voru öflugir. Það er mikil breyting frá fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem gáfu líklega betri mynd af liðunum,“ segir Óskar Bjarni. „Við náðum aldrei að svara fyrir okkur í leiknum. Nú reynir á strákana – að þeir sýni úr hverju þeir eru gerðir og að þeir svari fyrir sig á réttan hátt í þessum leik.“ Hann segir leikmenn sína vitanlega hafa verið svekktir yfir niðurstöðunni og frammistöðunni í leiknum. „Menn eru fúlir og skammast sín. En svo þarf að vinna í því að koma mönnum aftur upp á tærnar og hrista aðeins upp í mannskapnum. Við þurfum að gæta okkur að hugsa um hvernig við ætlum að spila og gera réttu hlutina,“ segir Óskar Bjarni en bætir við að úrslitakeppnin vilji stundum vera óútreiknanlegt. „En það þýðir samt ekki að maður eigi einfaldlega að sætta sig við svona frammistöðu,“ bætir þjálfarinn við.Ákall til Valsmanna Nokkur umræða hefur skapast um þann stuðning sem liðin hafa fengið og hefur hann verið mismikill. Stuðningsmannahópar ÍBV og Aftureldingar hafa verið afar áberandi og þá hafa Haukar bætt í eftir því sem nær líður vori. Valsmenn hafa dregist aftur úr í þessum efnum og það viðurkennir Óskar Bjarni fúslega. „Þeir mættu vera aðeins fleiri frá okkur. En þeir sem koma eru mjög duglegir og láta mikið í sér heyra. Mér fannst ég til dæmis heyra meira í okkar fáu Valsmönnum á leik tvö gegn Aftureldingu en þeim fjölmörgu Mosfellingum sem voru á leiknum,“ segir Óskar Bjarni. „Þetta er ákall til Valsmanna. Ef þeir vilja að við komumst í úrslitin þá verða þeir að fjölmenna á leikinn og styðja okkur. Oft hefur maður það á tilfinningunni að mönnum þyki sjálfgefið að vinna oddaleik í fimm leikja seríu. Svo er spurning hvort einhver nenni að koma eftir þessa hörmung á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni en hann hrósar þeim hópi harðkjarna stuðningsmanna Vals sem fylgir liðinu allt frá Reykjavíkurmóti fram í lokaúrslitin. „Það eru okkar menn. En auðvitað vildum við að þeir væru fleiri í þeim hópi. Það er augljóst að það þarf að gera átak í þeim málum.“ Óskar Bjarni nefnir sem dæmi að Valur varð bikarmeistari eftir vel heppnaða úrslitahelgi í Laugardalshöllinni. „Svo voru fjórtán manns í stúkunni í næsta leik í deildinni. Stundum verður maður að sýna stuðninginn í verki líka,“ segir hann.Ekki múkk úr stúkunni Óskar Bjarni vill að meira verði gert til að búa til öflugan kjarna af „gallhörðum“ stuðningsmönnum og nefnir til að mynda hvernig stemningin var á leik Vals og Fjölnis í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. „Það var ágætlega mætt en það heyrðist ekki múkk úr stúkunni. Þetta er áhyggjuefni og félagið þarf að fara í naflaskoðun. Allir þurfa að róa í sömu átt og vekja áhuga á félaginu – leikmenn, stjórnarmenn og líka hinn almenni Valsari. Allir gerum við kröfu um að Valur sé í fremstu röð og þá þarf að vinna vel í þessum málum. Þetta er áhyggjuefni miðað við núverandi stöðu mála.“ Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30 í Valshöllinni. Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Það er komið að ögurstundu fyrir Val og Aftureldingu í Olísdeild karla en þessi lið mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Sigurvegari rimmunnar mætir ríkjandi Íslands- og deildarmeisturum Haukum í lokaúrslitunum. Valur hafnaði í öðru sæti Olísdeildarinnar í vor og fær því að spila oddaleikinn á sínum heimavelli. Valsmenn fengu hins vegar þungan skell í síðasta leik er þeir töpuðu fyrir Mosfellingum með þrettán marka mun, 29-16. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er búinn að skoða leikinn vel og niðurstaðan er einföld að hans sögn. „Það er eiginlega allt sem var lélegt hjá okkur á meðan þeir voru öflugir. Það er mikil breyting frá fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem gáfu líklega betri mynd af liðunum,“ segir Óskar Bjarni. „Við náðum aldrei að svara fyrir okkur í leiknum. Nú reynir á strákana – að þeir sýni úr hverju þeir eru gerðir og að þeir svari fyrir sig á réttan hátt í þessum leik.“ Hann segir leikmenn sína vitanlega hafa verið svekktir yfir niðurstöðunni og frammistöðunni í leiknum. „Menn eru fúlir og skammast sín. En svo þarf að vinna í því að koma mönnum aftur upp á tærnar og hrista aðeins upp í mannskapnum. Við þurfum að gæta okkur að hugsa um hvernig við ætlum að spila og gera réttu hlutina,“ segir Óskar Bjarni en bætir við að úrslitakeppnin vilji stundum vera óútreiknanlegt. „En það þýðir samt ekki að maður eigi einfaldlega að sætta sig við svona frammistöðu,“ bætir þjálfarinn við.Ákall til Valsmanna Nokkur umræða hefur skapast um þann stuðning sem liðin hafa fengið og hefur hann verið mismikill. Stuðningsmannahópar ÍBV og Aftureldingar hafa verið afar áberandi og þá hafa Haukar bætt í eftir því sem nær líður vori. Valsmenn hafa dregist aftur úr í þessum efnum og það viðurkennir Óskar Bjarni fúslega. „Þeir mættu vera aðeins fleiri frá okkur. En þeir sem koma eru mjög duglegir og láta mikið í sér heyra. Mér fannst ég til dæmis heyra meira í okkar fáu Valsmönnum á leik tvö gegn Aftureldingu en þeim fjölmörgu Mosfellingum sem voru á leiknum,“ segir Óskar Bjarni. „Þetta er ákall til Valsmanna. Ef þeir vilja að við komumst í úrslitin þá verða þeir að fjölmenna á leikinn og styðja okkur. Oft hefur maður það á tilfinningunni að mönnum þyki sjálfgefið að vinna oddaleik í fimm leikja seríu. Svo er spurning hvort einhver nenni að koma eftir þessa hörmung á laugardaginn,“ segir Óskar Bjarni en hann hrósar þeim hópi harðkjarna stuðningsmanna Vals sem fylgir liðinu allt frá Reykjavíkurmóti fram í lokaúrslitin. „Það eru okkar menn. En auðvitað vildum við að þeir væru fleiri í þeim hópi. Það er augljóst að það þarf að gera átak í þeim málum.“ Óskar Bjarni nefnir sem dæmi að Valur varð bikarmeistari eftir vel heppnaða úrslitahelgi í Laugardalshöllinni. „Svo voru fjórtán manns í stúkunni í næsta leik í deildinni. Stundum verður maður að sýna stuðninginn í verki líka,“ segir hann.Ekki múkk úr stúkunni Óskar Bjarni vill að meira verði gert til að búa til öflugan kjarna af „gallhörðum“ stuðningsmönnum og nefnir til að mynda hvernig stemningin var á leik Vals og Fjölnis í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. „Það var ágætlega mætt en það heyrðist ekki múkk úr stúkunni. Þetta er áhyggjuefni og félagið þarf að fara í naflaskoðun. Allir þurfa að róa í sömu átt og vekja áhuga á félaginu – leikmenn, stjórnarmenn og líka hinn almenni Valsari. Allir gerum við kröfu um að Valur sé í fremstu röð og þá þarf að vinna vel í þessum málum. Þetta er áhyggjuefni miðað við núverandi stöðu mála.“ Leikur Vals og Aftureldingar hefst klukkan 19.30 í Valshöllinni.
Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira