Lífið

Greta og gengið flogið til Svíþjóðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Greta Salome verður fulltrúi Íslands í Eurovision í annað sinn. Hún söng Never forget með Jónsa í Bakú 2012.
Greta Salome verður fulltrúi Íslands í Eurovision í annað sinn. Hún söng Never forget með Jónsa í Bakú 2012. Vísir/Vilhelm
Greta Salóme Stefánsdóttir og Eurovision-teymi okkar Íslendinga þetta árið hélt í morgun til Svíþjóðar. Greta Salóme flytur lagið Hear Them Calling sem framlag okkar Íslendinga í Eurovision þetta árið. 

Hópurinn æfði í útvarpshúsinu í gær og reif sig svo upp fyrir allar aldir í morgun til að ná flugi til Svíþjóðar. Fyrsta æfing hópsins er á morgun en hún verður ekki opin fjölmiðlum. Hægt verður að fylgjast með æfingunni á skjám í keppnishöllinni Globen en allar myndatökur eru bannaðar.

Greta Salóme flytur lag sitt á fyrra undanúrslitakvöldinu næstkomandi þriðjudag. Lagið er númer sextán í röðinni. 
Greta Salóme frumsýndi kjólinn sem hún mun klæðast um helgina. Nánar um það hér.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.