"Þetta er leikur sem við erum búin að bíða lengi eftir," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, um stórleikinn gegn Skotum í Falkirk 3. júní.
Þar mætast tvö efstu lið riðils eitt í undankeppni Evrópumót kvenna í fótbolta. Skotar eru efstir með fimmtán stig eða fullt hús en Ísland er er einnig með fullt hús eftir fjóra leiki.
Sjá einnig:Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu
Freyr segir að gæðin í leiknum verði mikil enda tvö virkilega góð lið að mætast. Hann benti knattspyrnumönnum sérstaklega aá að fylgjast með baráttunni á miðjunni.
"Þegar ég segi að fremstu miðjumenn í Evrópu mætast vil ég meina að íslenska landsliðið sé með eina af þremur sterkustu miðjum í Evrópu," segir Freyr en miðju íslenska liðsins skipa þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir.
Sara Björk var á dögunum að skipta frá FC Rosengård til Wolfsburg sem er eitt stærsta og flottasta kvennalið í Evrópu. Hennar verkefni verður að gæta Kim Little, stjörnuleikmanns Skota, sem er einn besti leikmaður Evrópu.
Sjá einnig:Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum
Kim Little hefur spilað í Evrópu, Bandaríkjunum og í Ástralíu og alltaf verið kosin best hvar sem hún spilar. Little var síðast kjörin best í Bandaríkjunum 2014 og var stoðsendingadrottning í fyrra.
"Sara Björk spilar aftarlega á miðjunni hjá okkur og Kim Little fremst á miðjunni hjá þeim. Það er alveg frábær leikmaður eins og Sara. Það má alveg segja að þarna mætist tveir af fremstu miðjumönnum heims," segir Freyr Alexandersson.
Tveir af fremstu miðjumönnum Evrópu mætast í Falkirk

Tengdar fréttir

Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins.

Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum
Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands.