Hafði áður flutt sigurlagið í Eurovision opinberlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2016 12:02 Jamala með verðlaunagripinn í Eurovision. vísir/getty Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af því að sigurlagið í keppninni í ár 1944 í flutningi úkraínsku söngkonunnar Jamölu hafi áður verið flutt opinberlega. Samkvæmt reglum keppninnar mega nefnilega lög sem taka þátt í Eurovision ekki hafa verið flutt opinberlega fyrir 1. september árið áður en keppnin fer fram en úkarínska lagið var flutt opinberlega í landinu í maí í fyrra. Í tilkynningu frá Eurovision segir að þetta hafi ekki áhrif á úrslit keppninnar í ár þar sem myndband af flutningnum, sem hafi verið á fámennum tónleikum, hafi ekki farið í mikla dreifingu og tiltölulega fáir séð það. Því hafi þessi spilun ekki gefið Úkraínu ósanngjarnt forskot. Þá séu jafnframt fordæmi séu fyrir því í keppninni að lög sem hafi verið spiluð opinberlega áður en fyrir fáa áheyrendur hafi fengið að taka þátt í Eurovision. Í athugasemd við yfirlýsingu á Facebook-síðu Eurovision segir einn notandi að ekki hafi verið um fámenna eða litla tónleika að ræða. Þvert á móti hafi lagið verið sýnt í úkraínska ríkissjónvarpinu og forseti Úkraínu sagt að lagið hafi sent frábær pólitísk skilaboð. Rússar eru afar ósáttir við sigur Úkraínu en lagið fjallar um Stalín, Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga. Fyrir keppnina höfðu Rússar farið fram á að Jamölu yrði bannað að flytja lagið í keppninni því það innihélt pólitískan boðskap, sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision-keppninnar. Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af því að sigurlagið í keppninni í ár 1944 í flutningi úkraínsku söngkonunnar Jamölu hafi áður verið flutt opinberlega. Samkvæmt reglum keppninnar mega nefnilega lög sem taka þátt í Eurovision ekki hafa verið flutt opinberlega fyrir 1. september árið áður en keppnin fer fram en úkarínska lagið var flutt opinberlega í landinu í maí í fyrra. Í tilkynningu frá Eurovision segir að þetta hafi ekki áhrif á úrslit keppninnar í ár þar sem myndband af flutningnum, sem hafi verið á fámennum tónleikum, hafi ekki farið í mikla dreifingu og tiltölulega fáir séð það. Því hafi þessi spilun ekki gefið Úkraínu ósanngjarnt forskot. Þá séu jafnframt fordæmi séu fyrir því í keppninni að lög sem hafi verið spiluð opinberlega áður en fyrir fáa áheyrendur hafi fengið að taka þátt í Eurovision. Í athugasemd við yfirlýsingu á Facebook-síðu Eurovision segir einn notandi að ekki hafi verið um fámenna eða litla tónleika að ræða. Þvert á móti hafi lagið verið sýnt í úkraínska ríkissjónvarpinu og forseti Úkraínu sagt að lagið hafi sent frábær pólitísk skilaboð. Rússar eru afar ósáttir við sigur Úkraínu en lagið fjallar um Stalín, Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga. Fyrir keppnina höfðu Rússar farið fram á að Jamölu yrði bannað að flytja lagið í keppninni því það innihélt pólitískan boðskap, sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision-keppninnar.
Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10
Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46