Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2016 23:24 Jamala fagnar hér sigri í Eurovision. Vísir/Getty Rússar eru margir hverjir sagðir æfir vegna úrslita söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Fulltrúi Úkraínu, Jamala, stóð uppi sem sigurvegari þvert á spá veðbanka sem höfðu spáð Rússum sigri og Ástralíu öðru sæti. Svo fór að ástralski flytjandinn hafnaði í öðru sæti en sá rússneski í þriðja. Áhorfendur voru hrifnastir af rússneska laginu en það fékk 361 stig úr símakosningu. Úkraínska lagið fékk 323 atkvæði úr símakosningunni en fékk hins vegar 211 stig frá dómnefndum. Rússar fengu hins vegar aðeins 130 stig frá dómnefndunum. Rússneska framlagið fékk ekkert stig frá úkraínsku dómnefndinni og þá fékk úkraínski flytjandinn ekkert stig frá rússnesku dómnefndinni. Hins vegar fékk úkraínski flytjandinn 10 stig frá rússnesku þjóðinni í gegnum símakosninguna og rússneski flytjandinn 12 stig frá úkraínsku þjóðinni. Lag Jamölu, 1944, fjallaði Stalín, Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga.Sergey Lazarev flutti lagið You Are The Only One fyrir hönd Rússa í Eurovision í ár.Vísir/GettyFyrir keppnina höfðu Rússar farið fram á að Jamölu yrði bannað að flytja lagið í keppninni því það innihélt pólitískan boðskap, sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision-keppninnar. Svo fór að forsvarsmenn keppninnar leyfðu Jamölu að flytja það því texti lagsins væri byggður á sögulegum staðreyndum, en ekki atburðum dagsins í dag.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir sjónvarpsmanninum, höfundinum og Eurovision-sérfræðingnum John Kennedy O´Connor að þessi niðurstaða væri vonbrigði fyrir sig. „Þessi keppni á ekki að vera pólitísk og ég er næstum því reiður yfir því að henni hafi verið breytt á þann hátt, þrátt fyrir að reglurnar séu mjög skýrar.“ Hann sagði að þrátt fyrir að þriðja sætið sé viðundandi árangur fyrir Rússa þá hljóti þeir að vera afar svekktir. Þá hefur BBC eftir Alasdair Rendall, formanni breska Eurovision-aðdáendaklúppsins, að sigur Jamölu hefði kallað fram blendin viðbrögð. „Margir eru mjög hrifnir af rödd hennar og atriðinu sjálfu. Hins vegar benda aðrir á að lagið hafi unnið vegna pólitísks boðskaps en ekki vegna gæða lagsins.“ Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, var að vonum afar ánægður með niðurstöðuna og sagði rödd hennar hafa hreyft við Evrópu. „Sannleikurinn, eins og alltaf, sigraði að lokum.“Á vef Huffington Post er haft eftir Konstantin Kosachev, þingmanni í Rússlandi, að pólítikin hafi sigrað í Eurovision þetta árið. „Pólitísk afskipti höfðu betur gegn sanngjarnri keppni.“ Franz Klintzevich, þingmaður í Rússlandi, sagðist eiga von á að Úkraínumenn muni nota keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. „Ef ekkert breytist í Úkraínu, þá held ég að við ættum að draga okkur úr keppni.“ Eurovision Tengdar fréttir Unnsteinn kynnti stigin með Lúnu: „Þegar þú ert ofurillmenni en þarft að kynna stigin í Eurovision“ Íslenska dómnefndin gaf Hollendingum tólf stig. 14. maí 2016 21:59 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Norðmenn og Danir kenna sjálfum sér um dapurt gengi í Eurovision Danir á því að atriði þeirra hafi verið litlaust og flatt en Norðmenn segja Evrópu ekki hafa skilið lagið sitt. 13. maí 2016 14:29 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Rússar eru margir hverjir sagðir æfir vegna úrslita söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Fulltrúi Úkraínu, Jamala, stóð uppi sem sigurvegari þvert á spá veðbanka sem höfðu spáð Rússum sigri og Ástralíu öðru sæti. Svo fór að ástralski flytjandinn hafnaði í öðru sæti en sá rússneski í þriðja. Áhorfendur voru hrifnastir af rússneska laginu en það fékk 361 stig úr símakosningu. Úkraínska lagið fékk 323 atkvæði úr símakosningunni en fékk hins vegar 211 stig frá dómnefndum. Rússar fengu hins vegar aðeins 130 stig frá dómnefndunum. Rússneska framlagið fékk ekkert stig frá úkraínsku dómnefndinni og þá fékk úkraínski flytjandinn ekkert stig frá rússnesku dómnefndinni. Hins vegar fékk úkraínski flytjandinn 10 stig frá rússnesku þjóðinni í gegnum símakosninguna og rússneski flytjandinn 12 stig frá úkraínsku þjóðinni. Lag Jamölu, 1944, fjallaði Stalín, Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga.Sergey Lazarev flutti lagið You Are The Only One fyrir hönd Rússa í Eurovision í ár.Vísir/GettyFyrir keppnina höfðu Rússar farið fram á að Jamölu yrði bannað að flytja lagið í keppninni því það innihélt pólitískan boðskap, sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision-keppninnar. Svo fór að forsvarsmenn keppninnar leyfðu Jamölu að flytja það því texti lagsins væri byggður á sögulegum staðreyndum, en ekki atburðum dagsins í dag.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir sjónvarpsmanninum, höfundinum og Eurovision-sérfræðingnum John Kennedy O´Connor að þessi niðurstaða væri vonbrigði fyrir sig. „Þessi keppni á ekki að vera pólitísk og ég er næstum því reiður yfir því að henni hafi verið breytt á þann hátt, þrátt fyrir að reglurnar séu mjög skýrar.“ Hann sagði að þrátt fyrir að þriðja sætið sé viðundandi árangur fyrir Rússa þá hljóti þeir að vera afar svekktir. Þá hefur BBC eftir Alasdair Rendall, formanni breska Eurovision-aðdáendaklúppsins, að sigur Jamölu hefði kallað fram blendin viðbrögð. „Margir eru mjög hrifnir af rödd hennar og atriðinu sjálfu. Hins vegar benda aðrir á að lagið hafi unnið vegna pólitísks boðskaps en ekki vegna gæða lagsins.“ Forseti Úkraínu, Petro Poroshenko, var að vonum afar ánægður með niðurstöðuna og sagði rödd hennar hafa hreyft við Evrópu. „Sannleikurinn, eins og alltaf, sigraði að lokum.“Á vef Huffington Post er haft eftir Konstantin Kosachev, þingmanni í Rússlandi, að pólítikin hafi sigrað í Eurovision þetta árið. „Pólitísk afskipti höfðu betur gegn sanngjarnri keppni.“ Franz Klintzevich, þingmaður í Rússlandi, sagðist eiga von á að Úkraínumenn muni nota keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. „Ef ekkert breytist í Úkraínu, þá held ég að við ættum að draga okkur úr keppni.“
Eurovision Tengdar fréttir Unnsteinn kynnti stigin með Lúnu: „Þegar þú ert ofurillmenni en þarft að kynna stigin í Eurovision“ Íslenska dómnefndin gaf Hollendingum tólf stig. 14. maí 2016 21:59 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Norðmenn og Danir kenna sjálfum sér um dapurt gengi í Eurovision Danir á því að atriði þeirra hafi verið litlaust og flatt en Norðmenn segja Evrópu ekki hafa skilið lagið sitt. 13. maí 2016 14:29 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Unnsteinn kynnti stigin með Lúnu: „Þegar þú ert ofurillmenni en þarft að kynna stigin í Eurovision“ Íslenska dómnefndin gaf Hollendingum tólf stig. 14. maí 2016 21:59
Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42
Norðmenn og Danir kenna sjálfum sér um dapurt gengi í Eurovision Danir á því að atriði þeirra hafi verið litlaust og flatt en Norðmenn segja Evrópu ekki hafa skilið lagið sitt. 13. maí 2016 14:29
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46