Á leið til Brighton að tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavík Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. maí 2016 15:28 Björn er hæst ánægður með tónlistarlífið í Reykjavík. Vísir Björn Blöndal borgarfulltrúi mun á þriðjudaginn næsta halda til Brighton sem staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur á Music Cities Convention. Þar hittast fulltrúar margra þeirra borga heims þar sem tónlistarhátíðir eru orðnar að stórum þáttum menningarlífsins. „Ég er þarna að fara tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavíkurborg,“ útskýrir Björn. „Þetta snýst um að menn átti sig á því hversu mikil áhrif tónlistarlíf að þessu tagi hefur á borgir.“ Í Reykjavík eru haldnar á hverju ári nokkrar tónlistarhátíðar, misstórar í sniðum. Þar má meðal annars nefna Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar, Myrka Músíkdaga, Reykjavík Midsummer Music og Reykjavík Jazz Festival svo fátt eitt sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Útón lét gera um tónlistarhátíðir á Íslandi en sú upptalning er fjarri því að vera tæmandi. „Þessar hátíðir er auðvitað hluti af sjálfsmynd borgarinnar. Reykjavík er ekkert merkilegri borg en hver önnur. Af hverju ætti hún að vera áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn? Það er fyrst og fremst vegna menningarlífs og við höfum náð að gera okkur gjaldgeng alþjóðlega.“Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 eftir að hafa komið Reykjavík og Íslandi á kortið erlendis.Vísir/GVASykurmolarnir breyttu ReykjavíkEins og flestir vita hefur Björn sjálfur verið þátttakandi í tónlistarlífi Íslands frá unga aldri sem bassaleikari rokksveitarinnar Ham. Nokkuð mörg ár eru frá því að sú merka sveit var stofnuð og hann man því tímanna tvenna. „Árið 1986 hafði enginn áhuga á Reykjavík. Árið 1989 hafði það breyst mjög mikið. Það var fyrst og fremst eitt fyrirbæri sem spilaði mjög mikið þar inni. Það voru Sykurmolarnir. Þetta snýst þó auðvitað ekki bara um ferðamennina því það er nú ekki minna gildi fyrir íbúa Reykjavíkurborgar að fá allar þessar tónleikahátíðir.“ Björn ætti að fá góðan félagsskap á málþinginu því einn gestanna sem mætir verður söngvarinn Fergal Sharkey. Hann er líklegast þekktastur fyrir að syngja lögin A Good Heart og lagið Teenage Kicks með hljómsveitinni The Undertones á yngri árum. Music Festivals in Iceland from Iceland Music Export on Vimeo. Airwaves Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Björn Blöndal borgarfulltrúi mun á þriðjudaginn næsta halda til Brighton sem staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur á Music Cities Convention. Þar hittast fulltrúar margra þeirra borga heims þar sem tónlistarhátíðir eru orðnar að stórum þáttum menningarlífsins. „Ég er þarna að fara tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavíkurborg,“ útskýrir Björn. „Þetta snýst um að menn átti sig á því hversu mikil áhrif tónlistarlíf að þessu tagi hefur á borgir.“ Í Reykjavík eru haldnar á hverju ári nokkrar tónlistarhátíðar, misstórar í sniðum. Þar má meðal annars nefna Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar, Myrka Músíkdaga, Reykjavík Midsummer Music og Reykjavík Jazz Festival svo fátt eitt sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Útón lét gera um tónlistarhátíðir á Íslandi en sú upptalning er fjarri því að vera tæmandi. „Þessar hátíðir er auðvitað hluti af sjálfsmynd borgarinnar. Reykjavík er ekkert merkilegri borg en hver önnur. Af hverju ætti hún að vera áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn? Það er fyrst og fremst vegna menningarlífs og við höfum náð að gera okkur gjaldgeng alþjóðlega.“Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 eftir að hafa komið Reykjavík og Íslandi á kortið erlendis.Vísir/GVASykurmolarnir breyttu ReykjavíkEins og flestir vita hefur Björn sjálfur verið þátttakandi í tónlistarlífi Íslands frá unga aldri sem bassaleikari rokksveitarinnar Ham. Nokkuð mörg ár eru frá því að sú merka sveit var stofnuð og hann man því tímanna tvenna. „Árið 1986 hafði enginn áhuga á Reykjavík. Árið 1989 hafði það breyst mjög mikið. Það var fyrst og fremst eitt fyrirbæri sem spilaði mjög mikið þar inni. Það voru Sykurmolarnir. Þetta snýst þó auðvitað ekki bara um ferðamennina því það er nú ekki minna gildi fyrir íbúa Reykjavíkurborgar að fá allar þessar tónleikahátíðir.“ Björn ætti að fá góðan félagsskap á málþinginu því einn gestanna sem mætir verður söngvarinn Fergal Sharkey. Hann er líklegast þekktastur fyrir að syngja lögin A Good Heart og lagið Teenage Kicks með hljómsveitinni The Undertones á yngri árum. Music Festivals in Iceland from Iceland Music Export on Vimeo.
Airwaves Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira