Banaslysið í Aðalvík: Þingmenn og stjórnvöld verða að bregðast við sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:44 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir kerfið of áhættusamt og leggur til breytingar. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir strandveiðikerfið of áhættusamt líkt og staðan sé nú. Hann leggur til aukinn sveigjanleika þannig að strandveiðisjómenn fái að velja sér fasta daga í mánuði. „Enginn vill tapa veiðidegi og allt er lagt undir til þess að sækja fast og brælan sé í kortunum á miðunum. Áhættan er að potturinn náist ekki á viðkomandi svæði og þá verður hans hlutur fluttur á önnur veiðisvæði og tekjutapið orðið tilfinnanlegt og þungt fyrir þann sem fyrir því verður,“ sagði Ásmundur í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Strandveiðar hófust 2. maí síðastliðinn og eru veiðarnar leyfðar mánudaga til fimmtudaga. Ásmundur segir fyrirfram ákveðna daga kalla á aukna áhættu. Þá hafi veðurfar gert sjómönnum á Vestfjörðum erfitt fyrir. „Erfitt tíðarfar í upphafi strandveiða fyrir vestan hefur kallað á slíka áhættu að sótt sé í erfiðu sjólagi og brælum. Tapaður veiðidagur verður ekki bættur, kerfið er óvsveigjanlegt og stíft og skapar áhættu við slíkar aðstæður,“ sagði Ásmundur. Þá vísaði hann í banaslys sem varð úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. „Hugur okkar og samúð eru hjá fjölskyldu hins dugmikla sjómanns. Það hlýtur að kalla á viðbrögð okkar þingmanna og stjórnvalda þegar slíkir voðaatburðir gerast. Það hefur lengi verið bent á þá staðreynd að strandveiðikerfið verður að hafa sveigjanleika til að bregðast við ótíð og brælum sem eru tíðar við strendur landsins. Ég legg því til að strandveiðisjómenn fái að velja fasta daga í mánuði sem þeir telja þá bestu til róðra svo sóknin verði eðlileg. Gera kerfið sveigjanlegt og áhættuminna.“ Alþingi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30 Nafn skipverjans sem lést við Aðalvík Maðurinn var frá Súðavík. 11. maí 2016 20:13 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir strandveiðikerfið of áhættusamt líkt og staðan sé nú. Hann leggur til aukinn sveigjanleika þannig að strandveiðisjómenn fái að velja sér fasta daga í mánuði. „Enginn vill tapa veiðidegi og allt er lagt undir til þess að sækja fast og brælan sé í kortunum á miðunum. Áhættan er að potturinn náist ekki á viðkomandi svæði og þá verður hans hlutur fluttur á önnur veiðisvæði og tekjutapið orðið tilfinnanlegt og þungt fyrir þann sem fyrir því verður,“ sagði Ásmundur í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Strandveiðar hófust 2. maí síðastliðinn og eru veiðarnar leyfðar mánudaga til fimmtudaga. Ásmundur segir fyrirfram ákveðna daga kalla á aukna áhættu. Þá hafi veðurfar gert sjómönnum á Vestfjörðum erfitt fyrir. „Erfitt tíðarfar í upphafi strandveiða fyrir vestan hefur kallað á slíka áhættu að sótt sé í erfiðu sjólagi og brælum. Tapaður veiðidagur verður ekki bættur, kerfið er óvsveigjanlegt og stíft og skapar áhættu við slíkar aðstæður,“ sagði Ásmundur. Þá vísaði hann í banaslys sem varð úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. „Hugur okkar og samúð eru hjá fjölskyldu hins dugmikla sjómanns. Það hlýtur að kalla á viðbrögð okkar þingmanna og stjórnvalda þegar slíkir voðaatburðir gerast. Það hefur lengi verið bent á þá staðreynd að strandveiðikerfið verður að hafa sveigjanleika til að bregðast við ótíð og brælum sem eru tíðar við strendur landsins. Ég legg því til að strandveiðisjómenn fái að velja fasta daga í mánuði sem þeir telja þá bestu til róðra svo sóknin verði eðlileg. Gera kerfið sveigjanlegt og áhættuminna.“
Alþingi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30 Nafn skipverjans sem lést við Aðalvík Maðurinn var frá Súðavík. 11. maí 2016 20:13 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17
Skipverjinn látinn Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. 11. maí 2016 12:30