Leggjum AGS niður Lars Christensen skrifar 11. maí 2016 09:15 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) var stofnaður 1944. Það sem fólk nú til dags gerir sér oft ekki grein fyrir er að AGS var settur á stofn sem hluti af svokölluðu Bretton Woods-kerfi, sem var í eðli sínu alþjóðlegt fastgengiskerfi og tilgangur AGS var að hafa eftirlit með og styðja starfrækslu þessa fastgengiskerfis. Í raun hafði AGS þann tilgang að styðja lönd sem lentu í viðskiptahalla til að tryggja að þau þyrftu ekki að víkja frá fastgengisstefnu sinni. Hins vegar hrundi þetta kerfi 15. ?ágúst 1971 þegar forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, lokaði hinum svokallaða „gullglugga“ og leyfði í raun dollarnum að fljóta. Þótt síðan séu liðin 45 ár er AGS enn til, þrátt fyrir að það alþjóðlega gjaldeyrisfyrirkomulag sem hann var stofnsettur til að styðja sé ekki lengur til staðar. Á þessu tímabili hefur AGS og næstum þrjú þúsund starfsmenn hans verið uppteknir af að endurhugsa hlutverk AGS og sjóðurinn heldur áfram að lána aðildarríkjum víða um heim.Fljótandi gengi er betra en AGS-lán Síðan Bretton Woods-kerfið hrundi 1971 hefur þróunin í heiminum smám saman verið frá fastgengi til fljótandi gengis. Afleiðingin er að í sífellt fleiri löndum er tekið á ójafnvægi í viðskiptajöfnuði með gengistilfærslum frekar en með utanaðkomandi lántökum frá til dæmis AGS. Þetta þýðir að grunnurinn sem AGS byggðist á er ekki lengur til og því er eðlilegt að spyrja af hverju AGS sé enn til. Í raun er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úreltur.AGS er uppspretta meiri háttar siðavanda En AGS er ekki bara úreltur. AGS stofnar einnig að mörgu leyti fjármálastöðugleika heimsins í hættu. Ástæðan fyrir því er að þar sem AGS er tilbúinn að lána ríkisstjórnum – þegar markaðirnir vilja það ekki við sömu skilyrði – þá er AGS í raun að bjarga ríkjum OG fjárfestum sem hafa lánað þessum ríkisstjórnum. Það er athyglisverð staðreynd að í kjölfar heimskreppunnar 2008 stóðu einmitt þessar ríkisstjórnir ekki í skilum og lykilástæðan fyrir því var að ef Evrópusambandið bjargaði þeim ekki þá gerði AGS það. Annars vegar geta lán AGS dregið úr hættunni á alþjóðlegum fjárhagserfiðleikum þegar kreppa ríður yfir, en þau er einnig lykilþáttur í því að hvetja fjárfesta til að taka meiri áhættu og lána óhæfum ríkisstjórnum. Með öðrum orðum valda lán AGS því sem hagfræðingar kalla siðavanda og auka þannig líkurnar á kreppum. Að því leyti kemur AGS ekki með lækningu við sjúkdómi – hann er frekar orsök sjúkdómsins.Leggjum AGS niður Svo AGS er ekki bara úreltur nú á tímum – hann beinlínis skaðar fjármálastöðugleika í heiminum og það er kominn tími til að leggja hann niður. Það hefði átt að gerast fyrir 45 árum, svo við ættum ekki að bíða lengur. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) var stofnaður 1944. Það sem fólk nú til dags gerir sér oft ekki grein fyrir er að AGS var settur á stofn sem hluti af svokölluðu Bretton Woods-kerfi, sem var í eðli sínu alþjóðlegt fastgengiskerfi og tilgangur AGS var að hafa eftirlit með og styðja starfrækslu þessa fastgengiskerfis. Í raun hafði AGS þann tilgang að styðja lönd sem lentu í viðskiptahalla til að tryggja að þau þyrftu ekki að víkja frá fastgengisstefnu sinni. Hins vegar hrundi þetta kerfi 15. ?ágúst 1971 þegar forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, lokaði hinum svokallaða „gullglugga“ og leyfði í raun dollarnum að fljóta. Þótt síðan séu liðin 45 ár er AGS enn til, þrátt fyrir að það alþjóðlega gjaldeyrisfyrirkomulag sem hann var stofnsettur til að styðja sé ekki lengur til staðar. Á þessu tímabili hefur AGS og næstum þrjú þúsund starfsmenn hans verið uppteknir af að endurhugsa hlutverk AGS og sjóðurinn heldur áfram að lána aðildarríkjum víða um heim.Fljótandi gengi er betra en AGS-lán Síðan Bretton Woods-kerfið hrundi 1971 hefur þróunin í heiminum smám saman verið frá fastgengi til fljótandi gengis. Afleiðingin er að í sífellt fleiri löndum er tekið á ójafnvægi í viðskiptajöfnuði með gengistilfærslum frekar en með utanaðkomandi lántökum frá til dæmis AGS. Þetta þýðir að grunnurinn sem AGS byggðist á er ekki lengur til og því er eðlilegt að spyrja af hverju AGS sé enn til. Í raun er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úreltur.AGS er uppspretta meiri háttar siðavanda En AGS er ekki bara úreltur. AGS stofnar einnig að mörgu leyti fjármálastöðugleika heimsins í hættu. Ástæðan fyrir því er að þar sem AGS er tilbúinn að lána ríkisstjórnum – þegar markaðirnir vilja það ekki við sömu skilyrði – þá er AGS í raun að bjarga ríkjum OG fjárfestum sem hafa lánað þessum ríkisstjórnum. Það er athyglisverð staðreynd að í kjölfar heimskreppunnar 2008 stóðu einmitt þessar ríkisstjórnir ekki í skilum og lykilástæðan fyrir því var að ef Evrópusambandið bjargaði þeim ekki þá gerði AGS það. Annars vegar geta lán AGS dregið úr hættunni á alþjóðlegum fjárhagserfiðleikum þegar kreppa ríður yfir, en þau er einnig lykilþáttur í því að hvetja fjárfesta til að taka meiri áhættu og lána óhæfum ríkisstjórnum. Með öðrum orðum valda lán AGS því sem hagfræðingar kalla siðavanda og auka þannig líkurnar á kreppum. Að því leyti kemur AGS ekki með lækningu við sjúkdómi – hann er frekar orsök sjúkdómsins.Leggjum AGS niður Svo AGS er ekki bara úreltur nú á tímum – hann beinlínis skaðar fjármálastöðugleika í heiminum og það er kominn tími til að leggja hann niður. Það hefði átt að gerast fyrir 45 árum, svo við ættum ekki að bíða lengur.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira