Dream Wife hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi og víðar frá útgáfu fyrstu þröngskífu sinnar EP1 sem kom út í mars. Söngkona sveitarinnar er Rakel Mjöll Leifsdóttir sem einnig hefur starfað með íslensku sveitunum Halleluwah og Útidúr. Sveitin var stofnuð í listaháskóla í Brighton fyrir tveimur árum og er talin í hópi þeirra bresku rokksveita sem vert er að hafa augu og eyru með á næstu misserum.
Dream Wife er við það að halda í heljarinnar tónleikaferð um Bretland sem hefst með tónleikum í „heimabæ“ sínum Brighton þann 19. maí og lýkur með tónleikum á hinum víðfræga klúbb The Finsbury 27.maí.