Vonir um Borgarlínu innan fimm til tíu ára Sæunn Gísladóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Vonir eru um að Borgarlína sem tengi saman helstu svæði höfuðborgarsvæðisins verði tekin í notkun eftir fimm ár, eða að minnsta kosti innan næstu tíu ára. Þetta kom fram í máli Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, á málþingi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í gær. „Við erum ekki að hugsa fjörutíu ár fram í tímann með þetta,“ sagði hann. Borgarlína verður annaðhvort léttlesta- eða hraðvagnakerfi, ekki er búið að ákveða hvaða tækni á að nota. Verið er að skoða möguleikann á að tengja frá Keflavíkurflugvelli við Borgarlínuna, þó nokkrar útfærslur séu á borðinu. Borgarlínan er hryggjarstykkið í Höfuðborgarsvæðinu 2040, nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og samgönguáherslum þess. Fram kom á fundinum að árið 2040 gæti 40 kílómetra Borgarlína verið komin í gagnið. Heildarstofnkostnaðar væri 70 til 150 milljarðar króna. Hægt væri að ljúka fyrsta áfanga fyrir árið 2022 með 18 kílómetra línu, sú fjárfesting myndi nema 30 til 65 milljörðum króna. Þorsteinn rökstuddi uppbyggingu Borgarlínu í Reykjavík með því að vísa til þess að sambærileg kerfi hefðu verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir borgir með innan við 300 þúsund íbúa og jafnvel 200 þúsund íbúa. Í Frakklandi hefur verið byggt upp léttlestarkerfi í 33 borgum frá árinu 1985, þar af í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Akstursleiðirnar eru ekki endanlegar en greining og samanburður hefur verið gerður á mögulegum akstursleiðum eftir tólf leggjum milli kjarna. Þær akstursleiðir sem eru meðal annars til áframhaldandi skoðunar eru Fjörður í Hafnarfirði, Garðabær, Hamraborg, Kringlan, Miðbær, BSÍ, Ártún og Eiðistorg. Innan við fjögur hundruð metra frá akstursleiðum á korti eru 80 þúsund íbúar, 68 prósent af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og 51 prósent af atvinnuhúsnæði. „Við gerð Borgarlínu er skoðaður hver sé þéttleiki byggðar í dag, en ekki síður hvar uppbyggingin verður,“ sagði Þorsteinn á fundinum. „Kerfið er ekki bara fjárfesting heldur leiðir líka af sér fjárfestingu. Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og Borgarlínu eru samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu.“ Þorsteinn bætti við að höfð væri í huga fjölgun um næstu sjötíu þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn vék að fjármögnun Borgarlínu á fundinum og benti á dæmi frá Danmörku og Frakklandi. Þar hefur fjármögnunin skipst milli sveitarfélaga, ríkisstjórna og hverfa. Í Frakklandi hefur ríkið fjármagnað stofnkostnað með skattheimtu, til dæmis frá bílastæðagjöldum og fyrirtækjum í grenndinni. Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir eru því í boði, meðal annars samstarf við einkamarkaði um framkvæmdir, fjármögnun og rekstur, svokölluð PPP-leið. Opinber fjármögnun er ýmist í formi almennrar eða sértækrar skattheimtu. Sérstakur skattur er þá eyrnamerktur almenningssamgöngum, til dæmis vegtollar, gjaldtaka af bílastæðum og fleira. Í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu hefur PPP-kerfið gengið vel í uppbyggingu og rekstri hágæða almenningssamgöngukerfa, en þeim hefur stöðugt fjölgað þar síðustu 24 ár. Í York fyrir utan Toronto er Viva- kerfi við lýði, þar sáu samgönguyfirvöld um stærstan hluta fjármögnunar, en einkaaðilar sáu um hönnun, uppbyggingu, innkaup og rekstur að hluta. Þorsteinn benti á að uppbygging léttlestarkerfis tæki ekki langan tíma þegar ákveðið væri að taka af skarið. „Í Viva-kerfinu liðu 36 mánuðir milli þess sem undirbúningur verkefnisins hófst og þangað til fyrstu vagnarnir hófu akstur,“ sagði Þorsteinn. Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Vonir eru um að Borgarlína sem tengi saman helstu svæði höfuðborgarsvæðisins verði tekin í notkun eftir fimm ár, eða að minnsta kosti innan næstu tíu ára. Þetta kom fram í máli Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, á málþingi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í gær. „Við erum ekki að hugsa fjörutíu ár fram í tímann með þetta,“ sagði hann. Borgarlína verður annaðhvort léttlesta- eða hraðvagnakerfi, ekki er búið að ákveða hvaða tækni á að nota. Verið er að skoða möguleikann á að tengja frá Keflavíkurflugvelli við Borgarlínuna, þó nokkrar útfærslur séu á borðinu. Borgarlínan er hryggjarstykkið í Höfuðborgarsvæðinu 2040, nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og samgönguáherslum þess. Fram kom á fundinum að árið 2040 gæti 40 kílómetra Borgarlína verið komin í gagnið. Heildarstofnkostnaðar væri 70 til 150 milljarðar króna. Hægt væri að ljúka fyrsta áfanga fyrir árið 2022 með 18 kílómetra línu, sú fjárfesting myndi nema 30 til 65 milljörðum króna. Þorsteinn rökstuddi uppbyggingu Borgarlínu í Reykjavík með því að vísa til þess að sambærileg kerfi hefðu verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir borgir með innan við 300 þúsund íbúa og jafnvel 200 þúsund íbúa. Í Frakklandi hefur verið byggt upp léttlestarkerfi í 33 borgum frá árinu 1985, þar af í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Akstursleiðirnar eru ekki endanlegar en greining og samanburður hefur verið gerður á mögulegum akstursleiðum eftir tólf leggjum milli kjarna. Þær akstursleiðir sem eru meðal annars til áframhaldandi skoðunar eru Fjörður í Hafnarfirði, Garðabær, Hamraborg, Kringlan, Miðbær, BSÍ, Ártún og Eiðistorg. Innan við fjögur hundruð metra frá akstursleiðum á korti eru 80 þúsund íbúar, 68 prósent af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og 51 prósent af atvinnuhúsnæði. „Við gerð Borgarlínu er skoðaður hver sé þéttleiki byggðar í dag, en ekki síður hvar uppbyggingin verður,“ sagði Þorsteinn á fundinum. „Kerfið er ekki bara fjárfesting heldur leiðir líka af sér fjárfestingu. Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og Borgarlínu eru samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu.“ Þorsteinn bætti við að höfð væri í huga fjölgun um næstu sjötíu þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn vék að fjármögnun Borgarlínu á fundinum og benti á dæmi frá Danmörku og Frakklandi. Þar hefur fjármögnunin skipst milli sveitarfélaga, ríkisstjórna og hverfa. Í Frakklandi hefur ríkið fjármagnað stofnkostnað með skattheimtu, til dæmis frá bílastæðagjöldum og fyrirtækjum í grenndinni. Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir eru því í boði, meðal annars samstarf við einkamarkaði um framkvæmdir, fjármögnun og rekstur, svokölluð PPP-leið. Opinber fjármögnun er ýmist í formi almennrar eða sértækrar skattheimtu. Sérstakur skattur er þá eyrnamerktur almenningssamgöngum, til dæmis vegtollar, gjaldtaka af bílastæðum og fleira. Í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu hefur PPP-kerfið gengið vel í uppbyggingu og rekstri hágæða almenningssamgöngukerfa, en þeim hefur stöðugt fjölgað þar síðustu 24 ár. Í York fyrir utan Toronto er Viva- kerfi við lýði, þar sáu samgönguyfirvöld um stærstan hluta fjármögnunar, en einkaaðilar sáu um hönnun, uppbyggingu, innkaup og rekstur að hluta. Þorsteinn benti á að uppbygging léttlestarkerfis tæki ekki langan tíma þegar ákveðið væri að taka af skarið. „Í Viva-kerfinu liðu 36 mánuðir milli þess sem undirbúningur verkefnisins hófst og þangað til fyrstu vagnarnir hófu akstur,“ sagði Þorsteinn.
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira