Hafþór er þessa dagana að æfa fyrir Arnold Classic mótið og tekur því mjög vel á því hér á landi. Á dögunum gekk hann áfram með sautján tonna á bakinu og má sjá myndband af því á vefsíðu TMZ.
Þar er talað um að óþarfi sé að hringja á dráttarbíl og í raun þægilegra að bjalla bara í Hafþór.