Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2016 19:57 Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar ef hún hefði tekið mark á þeim fjölda undirskrifta sem skoruðu á forsetann að synja þeim lögum staðfestingar og senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má segja að minnið hafi þarna brugðist frambjóðandanum sem einmitt var forsætisráðherra þegar lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt á Alþingi árið 2002. Þá var Vigdís nefnilega ekki forseti heldur hafði Ólafur Ragnar Grímsson haft lyklavöldin á Bessastöðum síðan árið 1996, eða í 6 ár. Árin 16 á undan hafði Vigdís setið á Bessastöðum en lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á hennar borð. Davíð vísaði í Kárahnjúkavirkjun þegar hann var spurður út í 26. grein stjórnarskrárinnar og var beðinn um að tiltaka ákveðinn fjölda undirskrifta kosningabærra manna sem myndu skora á hann að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Davíð sagði að enga reglu um undirskriftir væri að finna í stjórnarskránni heldur væri þetta aðferð sem Ólafur Ragnar Grímsson fann upp. Hann var þá spurður hvort að 26. greinin væri bara háð mati forsetans og undirskriftir skipti ekki máli. Davíð sagði undirskriftirnar nýjan hluta gagnvart þessari grein og þær hafi aldrei verið ræddar. „Undirskriftirnar eru alveg nýr hluti gagnvart þessari 26. grein. Þær voru aldrei ræddar, ekki í neinum fræðiritum að þær skiptu máli og ég man ekki til þess að Vigdís Finnbogadóttir varðandi Kárahnjúka hafi tekið endilega mið af þeim. Hún tók mið af öðrum þáttum sem ég get nú ekki farið út í núna,“ sagði Davíð. Í spilaranum hér að ofan má sjá Davíð ræða þetta.Vigdís hefði getað synjað Kárahjúkavirkjun, sagði Davíð. Sú lög komu reyndar til forseta 2002, 6 árum eftir að hún hætti. #forseti— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) May 26, 2016 ÓRG var #forseti þegar Kárahnjúkavirkjun var á dagskrá og DO forsætisráðherra. DO ekki með þetta á hreinu.— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) May 26, 2016 Alþingi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar ef hún hefði tekið mark á þeim fjölda undirskrifta sem skoruðu á forsetann að synja þeim lögum staðfestingar og senda þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má segja að minnið hafi þarna brugðist frambjóðandanum sem einmitt var forsætisráðherra þegar lög um Kárahnjúkavirkjun voru samþykkt á Alþingi árið 2002. Þá var Vigdís nefnilega ekki forseti heldur hafði Ólafur Ragnar Grímsson haft lyklavöldin á Bessastöðum síðan árið 1996, eða í 6 ár. Árin 16 á undan hafði Vigdís setið á Bessastöðum en lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á hennar borð. Davíð vísaði í Kárahnjúkavirkjun þegar hann var spurður út í 26. grein stjórnarskrárinnar og var beðinn um að tiltaka ákveðinn fjölda undirskrifta kosningabærra manna sem myndu skora á hann að vísa lögum í þjóðaratkvæði. Davíð sagði að enga reglu um undirskriftir væri að finna í stjórnarskránni heldur væri þetta aðferð sem Ólafur Ragnar Grímsson fann upp. Hann var þá spurður hvort að 26. greinin væri bara háð mati forsetans og undirskriftir skipti ekki máli. Davíð sagði undirskriftirnar nýjan hluta gagnvart þessari grein og þær hafi aldrei verið ræddar. „Undirskriftirnar eru alveg nýr hluti gagnvart þessari 26. grein. Þær voru aldrei ræddar, ekki í neinum fræðiritum að þær skiptu máli og ég man ekki til þess að Vigdís Finnbogadóttir varðandi Kárahnjúka hafi tekið endilega mið af þeim. Hún tók mið af öðrum þáttum sem ég get nú ekki farið út í núna,“ sagði Davíð. Í spilaranum hér að ofan má sjá Davíð ræða þetta.Vigdís hefði getað synjað Kárahjúkavirkjun, sagði Davíð. Sú lög komu reyndar til forseta 2002, 6 árum eftir að hún hætti. #forseti— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) May 26, 2016 ÓRG var #forseti þegar Kárahnjúkavirkjun var á dagskrá og DO forsætisráðherra. DO ekki með þetta á hreinu.— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) May 26, 2016
Alþingi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira