Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela Sæunn Gísladóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Íbúar Venesúela þurfa að bíða í löngum röðum eftir mat sem hefur fimmfaldast í verði á örskömmum tíma. Nordicphotos/Getty Á sunnudaginn tilkynntu forsvarsmenn Coca-Cola að þeir myndu stöðva framleiðslu á samnefndum drykk í Venesúela vegna sykurskorts. Um þessar mundir nemur verðbólga um sjö hundruð prósentum og matar- og orkuskortur ríkir í landinu. Greiningaraðilar óttast að djúp efnahagskreppa sé yfirvofandi, þörf sé á verulegum efnahagsaðgerðum til að bæta ástandið. Um helgina voru hermenn sendir á allar helstu stöðvar í kringum Caracas, höfuðborg Venesúela, á stærstu heræfingu sem hefur farið fram í landinu. Ríkisstjórnin sagði æfinguna tilkomna vegna hótunar um innrás frá Bandaríkjunum, en talið er líklegra að hún hafi verið haldin vegna núverandi neyðarástands. Í rúmt ár hafa Venesúelabúar lifað við óðaverðbólgu og pólitískar óeirðir. Hillur í matvörubúðum eru tómar, nauðsynleg lyf fást aðeins í takmörkuðum mæli og glæpum fer fjölgandi. Rafmagnsleysi er orðið daglegt brauð og hefur ríkisstjórnin beðið opinbera starfsmenn að mæta einungis á mánudögum og þriðjudögum til að spara rafmagn. Í frétt Al Jazeera um málið segir að um sé að ræða einhverja verstu matar-, orku- og efnahagskreppu í landinu á síðustu áratugum. Meðal þess sem hefur ýtt undir efnahagskreppu í landinu er gríðarleg lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu, sem er ein helsta útflutningsafurð landsins. Verð á hráolíu hefur lækkað um rúmlega helming frá síðari hluta ársins 2014. Síðastliðin fimm ár hefur Venesúela flutt inn stóran hluta matvara, en vegna lágs olíuverðs um þessar mundir er gjaldeyrisforði landsins lítill og geta stjórnvöld því ekki haldið innflutningnum áfram. Matarverð hefur fimmfaldast frá því að olíuverð fór að lækka, og dæmi eru um að fólk bíði í röðum í matvörubúðum til að kaupa vörur sem það endurselur svo til að hagnast. AFP-fréttaveitan greinir frá því að hamborgari kosti nú 170 Bandaríkjadali í Venesúela, eða sem nemur 21 þúsund íslenskum krónum. Þetta er hærra en lágmarksmánaðarlaun í landinu. Í síðasta mánuði þurfti að loka Empreas Polar, stærsta brugghúsi Venesúela, vegna skorts á byggi. Ofan á efnahagsóstöðugleika bætist svo pólitískur óstöðugleiki. Mikil ósátt er um forsetann Nicolas Maduro sem tók við eftir fráfall Hugo Chavez árið 2013. Alejandro Velsco, sérfræðingur í sögu Venesúela, segir í samtali við Al Jazeera að hann sé ekki bjartsýnn á framhaldið þar sem stjórnvöld hafi ekki náð að setja fram alvörulausn á efnahagskreppunni, heldur í staðinn einbeitt sér að því að reyna að hækka olíuverð. Stjórnvöld hafa ekki heldur varpað fram hugmyndum um leiðir sem myndu gera ríkið minna háð olíuverði. Vinsældir Maduro fara dvínandi. Á einni viku söfnuðust tvær milljónir undirskrifta á undirskriftalista þar sem hvatt var til afsagnar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maíPólitískur óstöðugleiki ríkir í Venesúela og á dögunum fór fram stærsta heræfing í sögu landsins. Fréttablaðið/EPA Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Á sunnudaginn tilkynntu forsvarsmenn Coca-Cola að þeir myndu stöðva framleiðslu á samnefndum drykk í Venesúela vegna sykurskorts. Um þessar mundir nemur verðbólga um sjö hundruð prósentum og matar- og orkuskortur ríkir í landinu. Greiningaraðilar óttast að djúp efnahagskreppa sé yfirvofandi, þörf sé á verulegum efnahagsaðgerðum til að bæta ástandið. Um helgina voru hermenn sendir á allar helstu stöðvar í kringum Caracas, höfuðborg Venesúela, á stærstu heræfingu sem hefur farið fram í landinu. Ríkisstjórnin sagði æfinguna tilkomna vegna hótunar um innrás frá Bandaríkjunum, en talið er líklegra að hún hafi verið haldin vegna núverandi neyðarástands. Í rúmt ár hafa Venesúelabúar lifað við óðaverðbólgu og pólitískar óeirðir. Hillur í matvörubúðum eru tómar, nauðsynleg lyf fást aðeins í takmörkuðum mæli og glæpum fer fjölgandi. Rafmagnsleysi er orðið daglegt brauð og hefur ríkisstjórnin beðið opinbera starfsmenn að mæta einungis á mánudögum og þriðjudögum til að spara rafmagn. Í frétt Al Jazeera um málið segir að um sé að ræða einhverja verstu matar-, orku- og efnahagskreppu í landinu á síðustu áratugum. Meðal þess sem hefur ýtt undir efnahagskreppu í landinu er gríðarleg lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu, sem er ein helsta útflutningsafurð landsins. Verð á hráolíu hefur lækkað um rúmlega helming frá síðari hluta ársins 2014. Síðastliðin fimm ár hefur Venesúela flutt inn stóran hluta matvara, en vegna lágs olíuverðs um þessar mundir er gjaldeyrisforði landsins lítill og geta stjórnvöld því ekki haldið innflutningnum áfram. Matarverð hefur fimmfaldast frá því að olíuverð fór að lækka, og dæmi eru um að fólk bíði í röðum í matvörubúðum til að kaupa vörur sem það endurselur svo til að hagnast. AFP-fréttaveitan greinir frá því að hamborgari kosti nú 170 Bandaríkjadali í Venesúela, eða sem nemur 21 þúsund íslenskum krónum. Þetta er hærra en lágmarksmánaðarlaun í landinu. Í síðasta mánuði þurfti að loka Empreas Polar, stærsta brugghúsi Venesúela, vegna skorts á byggi. Ofan á efnahagsóstöðugleika bætist svo pólitískur óstöðugleiki. Mikil ósátt er um forsetann Nicolas Maduro sem tók við eftir fráfall Hugo Chavez árið 2013. Alejandro Velsco, sérfræðingur í sögu Venesúela, segir í samtali við Al Jazeera að hann sé ekki bjartsýnn á framhaldið þar sem stjórnvöld hafi ekki náð að setja fram alvörulausn á efnahagskreppunni, heldur í staðinn einbeitt sér að því að reyna að hækka olíuverð. Stjórnvöld hafa ekki heldur varpað fram hugmyndum um leiðir sem myndu gera ríkið minna háð olíuverði. Vinsældir Maduro fara dvínandi. Á einni viku söfnuðust tvær milljónir undirskrifta á undirskriftalista þar sem hvatt var til afsagnar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maíPólitískur óstöðugleiki ríkir í Venesúela og á dögunum fór fram stærsta heræfing í sögu landsins. Fréttablaðið/EPA
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira