Missti aðra höndina í hákarlaárás en vann þær bestu á brimbretti Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2016 12:30 Bethany Hamilton lætur ekkert stöðva sig. vísir/getty Einhenta brimbrettakonan Bethany Hamilton gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á heimsbikarmóti kvenna um helgina sem er hennar besti árangur á ferlinum. BBC greinir frá. Hamilton vann sexfaldan heimsmeistara Stephanie Gilmor og efstu konu heimslistans, Tyler Wright, á leið sinni í undanúrslitin þar sem hún tapaði fyrir hinni frönsku Johanne Defay sem síðar stóð upp sem sigurvegari á mótinu. Þessi 26 ára gamla kona sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra var mjög ánægð með árangurinn og skrifaði á Twitter: „Meira en kát með þriðja sætið og það sem boðsgestur á mótið. Elska að keppa og vonast eftir frekari ævintýrum.“ Þetta var í sjötta skipti sem Hamilton, sem missti höndina í hákarlaárás fyrir þrettán árum, keppir á meðal þeirra bestu. Hún hefur aldrei áður komist í undanúrslit á heimsbikarmóti en besti árangur hennar var níunda sæti frá því 2010. Hamilton var aðeins þrettán ára gömul þegar risastór tígrisháfur reif af henni vinstri höndina sem varð til þess að hún missti 60 prósent af blóðinu í líkama sínum. Þessi mikla hetja var þrátt fyrir það mætt aftur á brimbrettið aðeins mánuði eftir árásina. Hún þurfti að fara í gegnum gríðarlega langa og stranga sjúkra- og styrktarþjálfun til að geta ráðið við að standa á brimbretti einhent og geta keppt við þær bestu. „Ég veit að ég er í einstakri stöðu og vonandi fæ ég ungar stúlkur til að elta drauma sína. Meira að segja eftir að missa höndina er ég að upplifa allt það sem mig langaði. Ég er áminning fyrir ungar stelpur að allt er hægt ef maður ætlar sér eitthvað,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Saga Hamilton var gerð að kvikmynd árið 2011. Hún heitir Soul Surfer en aðalhlutverkin leika Dennis Quaid og Helen Hunt.Beyond stoked to finish 3rd in the #FijiPro as the wildcard! LOVED competing & looking forward to more adventures!!! pic.twitter.com/HOMhAEXnjb— Bethany Hamilton (@bethanyhamilton) May 31, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Einhenta brimbrettakonan Bethany Hamilton gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á heimsbikarmóti kvenna um helgina sem er hennar besti árangur á ferlinum. BBC greinir frá. Hamilton vann sexfaldan heimsmeistara Stephanie Gilmor og efstu konu heimslistans, Tyler Wright, á leið sinni í undanúrslitin þar sem hún tapaði fyrir hinni frönsku Johanne Defay sem síðar stóð upp sem sigurvegari á mótinu. Þessi 26 ára gamla kona sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra var mjög ánægð með árangurinn og skrifaði á Twitter: „Meira en kát með þriðja sætið og það sem boðsgestur á mótið. Elska að keppa og vonast eftir frekari ævintýrum.“ Þetta var í sjötta skipti sem Hamilton, sem missti höndina í hákarlaárás fyrir þrettán árum, keppir á meðal þeirra bestu. Hún hefur aldrei áður komist í undanúrslit á heimsbikarmóti en besti árangur hennar var níunda sæti frá því 2010. Hamilton var aðeins þrettán ára gömul þegar risastór tígrisháfur reif af henni vinstri höndina sem varð til þess að hún missti 60 prósent af blóðinu í líkama sínum. Þessi mikla hetja var þrátt fyrir það mætt aftur á brimbrettið aðeins mánuði eftir árásina. Hún þurfti að fara í gegnum gríðarlega langa og stranga sjúkra- og styrktarþjálfun til að geta ráðið við að standa á brimbretti einhent og geta keppt við þær bestu. „Ég veit að ég er í einstakri stöðu og vonandi fæ ég ungar stúlkur til að elta drauma sína. Meira að segja eftir að missa höndina er ég að upplifa allt það sem mig langaði. Ég er áminning fyrir ungar stelpur að allt er hægt ef maður ætlar sér eitthvað,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Saga Hamilton var gerð að kvikmynd árið 2011. Hún heitir Soul Surfer en aðalhlutverkin leika Dennis Quaid og Helen Hunt.Beyond stoked to finish 3rd in the #FijiPro as the wildcard! LOVED competing & looking forward to more adventures!!! pic.twitter.com/HOMhAEXnjb— Bethany Hamilton (@bethanyhamilton) May 31, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira