Fjórði þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 23. maí, kl. 20:25, á Stöð 2.
Luis fer á bretti í Bláfjöll í fyrsta skipti á ævinni, hópurinn allur spreytir sig á ýmsum þjóðernisþrautum og menn reyna að átta sig á hvað það þýðir að vera Íslendingur og hver hún er eiginlega, þessi íslenska menning.
Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat.
