Martin Omolu veitt hæli á Íslandi eftir fjögurra ára óvissu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júní 2016 21:13 Martin fær að búa á Íslandi. Vísir/Pjetur Nígeríumanninum Martin Omolu hefur verið veitt hæli hér á landi eftir að hafa velkst um í kerfinu í fleiri mánuði. Martin og mál hans hefur vakið mikla athygli en í febrúar síðastliðnum var honum tilkynnt að vísa ætti honum úr landi með tveggja sólarhringa fyrirvara. Hefði honum verið vísað aftur til ítalíu en þangað kom hann árið 2003 og sótti um hæli. „Ég er svo glaður. Ég er bara að reyna að skilja þetta allt, ég er að reyna að ná utan um að þetta hafi raunverulega gerst,“ segir Martin í samtali við Vísi. „Ég hef lifað svo lengi á hrakhólum að ég veit ekki hvernig ég á að hegða mér lengur.“ Martin er samkynhneigður og hefur því mátt þola barsmíðar í heimalandi sínu. Í viðtali við Fréttablaðið sýndi hann blaðamanni örin sem hann ber. Martin hefur búið hér í tæplega fjögur ár en hann kom hingað frá Ítalíu sem fyrr segir.Góðar fréttir eftir langa tíð slæmra fregna „Þetta er nýtt upphaf fyrir mig. Ég hef fengið svo mikið af slæmum fréttum í gegnum tíðina að ég bjóst engan veginn við þessu. Ég hef fengið slæmar fréttir allt síðan ég flutti að heiman.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Martin á fjölda vina hér á landi og hyggst nýta þetta tækifæri sem honum var gefið vel. Hann hefur þegar lært hrafl í íslensku og ætlar að vera orðinn reipbrennandi áður en langt um líður. Hann starfar núna við að selja humarlokur og humarsúpur í Lobster Hut en segist ekki hafa ákveðið hvað framtíðin hér á landi ber í skauti sér. „Nei. Nú tek ég bara eitt skref í einu. Ég þarf núna að finna út úr því hvað ég geri. Allt er opið og bjart fyrir mér núna. Ég elska Ísland og að vera hér, nú þarf ég bara að gera það besta úr þessu tækifæri.“ Mál Martin var tekið fyrir í Hæstarétti síðastliðið haust en þar var umsókn hans um hæli vísað frá. Hæstiréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Því átti að senda Martin tilbaka til Ítalíu. Í kjölfarið upphófust mikil mótmæli sér í lagi í ljósi þess að aðstæður í Ítalíu hafa hríðversnað á liðnum árum. Þangað liggur mikill straumur flóttamanna og lítil sem engin úrræði eru fyrir hópinn sem dvelur að mestu leyti á götunum með enga von um dvalar- eða atvinnuleyfi. Þann 18. febrúar síðastliðinn barst tilkynning frá Útlendingastofnun þar sem fram kom að ákvörðun hefði verið tekin um að fresta brottflutningi af sanngirnisástæðum.Uppfært:Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Hæstiréttur hefði hafnað umsókn Martins um hæli en hið rétta er að umsókn um hæli var vísað frá dómi. Þá kom fram að innanríkisráðherra hefði tekið ákvörðun um að fresta brottflutningi en það var í raun Útlendingastofnun. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Nígeríumanninum Martin Omolu hefur verið veitt hæli hér á landi eftir að hafa velkst um í kerfinu í fleiri mánuði. Martin og mál hans hefur vakið mikla athygli en í febrúar síðastliðnum var honum tilkynnt að vísa ætti honum úr landi með tveggja sólarhringa fyrirvara. Hefði honum verið vísað aftur til ítalíu en þangað kom hann árið 2003 og sótti um hæli. „Ég er svo glaður. Ég er bara að reyna að skilja þetta allt, ég er að reyna að ná utan um að þetta hafi raunverulega gerst,“ segir Martin í samtali við Vísi. „Ég hef lifað svo lengi á hrakhólum að ég veit ekki hvernig ég á að hegða mér lengur.“ Martin er samkynhneigður og hefur því mátt þola barsmíðar í heimalandi sínu. Í viðtali við Fréttablaðið sýndi hann blaðamanni örin sem hann ber. Martin hefur búið hér í tæplega fjögur ár en hann kom hingað frá Ítalíu sem fyrr segir.Góðar fréttir eftir langa tíð slæmra fregna „Þetta er nýtt upphaf fyrir mig. Ég hef fengið svo mikið af slæmum fréttum í gegnum tíðina að ég bjóst engan veginn við þessu. Ég hef fengið slæmar fréttir allt síðan ég flutti að heiman.“ Martin kom til Ítalíu árið 2003 og sótti um hæli þar. Ítölsk yfirvöld synjuðu hælisbeiðni hans. „Árin á Ítalíu voru ömurleg, þeim vil ég helst gleyma, ég lifði tvöföldu lífi,“ segir hann og segist líka hafa glímt við erfiðleika vegna kynhneigðar sinnar á Ítalíu þótt þeim erfiðleikum væri ekki hægt að líkja við ofbeldið í Nígeríu. Martin á fjölda vina hér á landi og hyggst nýta þetta tækifæri sem honum var gefið vel. Hann hefur þegar lært hrafl í íslensku og ætlar að vera orðinn reipbrennandi áður en langt um líður. Hann starfar núna við að selja humarlokur og humarsúpur í Lobster Hut en segist ekki hafa ákveðið hvað framtíðin hér á landi ber í skauti sér. „Nei. Nú tek ég bara eitt skref í einu. Ég þarf núna að finna út úr því hvað ég geri. Allt er opið og bjart fyrir mér núna. Ég elska Ísland og að vera hér, nú þarf ég bara að gera það besta úr þessu tækifæri.“ Mál Martin var tekið fyrir í Hæstarétti síðastliðið haust en þar var umsókn hans um hæli vísað frá. Hæstiréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Því átti að senda Martin tilbaka til Ítalíu. Í kjölfarið upphófust mikil mótmæli sér í lagi í ljósi þess að aðstæður í Ítalíu hafa hríðversnað á liðnum árum. Þangað liggur mikill straumur flóttamanna og lítil sem engin úrræði eru fyrir hópinn sem dvelur að mestu leyti á götunum með enga von um dvalar- eða atvinnuleyfi. Þann 18. febrúar síðastliðinn barst tilkynning frá Útlendingastofnun þar sem fram kom að ákvörðun hefði verið tekin um að fresta brottflutningi af sanngirnisástæðum.Uppfært:Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Hæstiréttur hefði hafnað umsókn Martins um hæli en hið rétta er að umsókn um hæli var vísað frá dómi. Þá kom fram að innanríkisráðherra hefði tekið ákvörðun um að fresta brottflutningi en það var í raun Útlendingastofnun. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00