Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 08:07 Kínversk J-10 flugvél á flugi. Vísir/EPA Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja kínverskri orrustuþotu hafa verið flogið að bandarískri flugvél með glæfralegum hætti yfir Kínahafi í gær. Atvikið mun hafa átt sér stað í alþjóðlegri lofthelgi þar sem tvær J-10 þotur flugu að RC-135 flugvél Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Bandaríkjunum segir að annarri kínversku flugvélinni hafi verið flogið of hratt að flugvél Bandaríkjanna. Engin ögrun hafi átt sér stað og að atvikið virðist vera dæmi um ófaglega hegðun flugmanna. Kínverjar segjast hafa fengið kvörtun frá Bandaríkjunum en í yfirlýsingu til Reuters segja þeir að Bandaríkin séu vísvitandi að reyna að gera mikið úr atvikinu. Bendar þeir á að um eftirlitsflugvél Bandaríkjanna hafi verið að ræða og hún hafi verið notuð til að fylgjast með Kína. Ennfremur segir að kínverskir flugmenn fylgi lögum og reglum. Þeir starfi með ábyrgum og faglegum hætti.Hér má sjá til hvaða hafssvæðis Kína gerir tilkall til.Vísir/GRaphicNewsYfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í síðasta mánuði að tveimur kínverskum orrustuþotum hefði verið flogið í innan við 15 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvél þeirra yfir Kínahafi, þar sem Kínverjar hafa gert tilkall til umfangsmikils svæðis í trássi við nágranna sína. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Bandaríkin myndu setja sig gegn öllum tilraunum Kínverja til að stofna loftvarnarsvæði yfir Suður-Kínahafi, eins og þeir gerðu í Austur-Kínahafi árið 2013. Kína hefur gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs en Filippseyjar, Víetnam, Malasía, Taívan og Brúnei hafa eining gert tilkall til svæðisins. Kínverjar hafa byggt upp fjölda manngerðra eyja á hafsvæðinu og komið fyrir þar flugvöllum, vopnum og margvíslegum búnaði. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja kínverskri orrustuþotu hafa verið flogið að bandarískri flugvél með glæfralegum hætti yfir Kínahafi í gær. Atvikið mun hafa átt sér stað í alþjóðlegri lofthelgi þar sem tvær J-10 þotur flugu að RC-135 flugvél Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Bandaríkjunum segir að annarri kínversku flugvélinni hafi verið flogið of hratt að flugvél Bandaríkjanna. Engin ögrun hafi átt sér stað og að atvikið virðist vera dæmi um ófaglega hegðun flugmanna. Kínverjar segjast hafa fengið kvörtun frá Bandaríkjunum en í yfirlýsingu til Reuters segja þeir að Bandaríkin séu vísvitandi að reyna að gera mikið úr atvikinu. Bendar þeir á að um eftirlitsflugvél Bandaríkjanna hafi verið að ræða og hún hafi verið notuð til að fylgjast með Kína. Ennfremur segir að kínverskir flugmenn fylgi lögum og reglum. Þeir starfi með ábyrgum og faglegum hætti.Hér má sjá til hvaða hafssvæðis Kína gerir tilkall til.Vísir/GRaphicNewsYfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu í síðasta mánuði að tveimur kínverskum orrustuþotum hefði verið flogið í innan við 15 metra fjarlægð frá eftirlitsflugvél þeirra yfir Kínahafi, þar sem Kínverjar hafa gert tilkall til umfangsmikils svæðis í trássi við nágranna sína. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í vikunni að Bandaríkin myndu setja sig gegn öllum tilraunum Kínverja til að stofna loftvarnarsvæði yfir Suður-Kínahafi, eins og þeir gerðu í Austur-Kínahafi árið 2013. Kína hefur gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs en Filippseyjar, Víetnam, Malasía, Taívan og Brúnei hafa eining gert tilkall til svæðisins. Kínverjar hafa byggt upp fjölda manngerðra eyja á hafsvæðinu og komið fyrir þar flugvöllum, vopnum og margvíslegum búnaði.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46
Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24
G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45