Skemmtilega staðreyndin frá BBC sem sýnir afrek íslenska liðsins í réttu ljósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 13:45 Íslensku strákarnir fagna hér marki Eiðs Smara Guðjohnsen í gærkvöldi. Vísir/AFP Ísland skrifar sögu fótboltans í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi því þetta verður í fyrsta sinn sem 330 þúsund manna þjóð spilar leik á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska liðið mætir Portúgal eftir eina viku en síðan taka við leikir við Ungverjaland og Austurríki. BBC fjallar ítarlega um Evrópukeppnina í fótbolta og í nýrri samantekt á heimasíðu BBC taka þeir til eina skemmtilega staðreynd um allar 24 þjóðirnar sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að staðreyndin um íslenska landsliðið snýr að því að aðeins rúmlega 330 þúsund manna þjóð stendur að baki íslenska landsliðinu. Staðreyndin um Ísland er síðan sett fram með greinagóðri mynd þar sem íbúafjöldi Íslands er settur í samhengi við fólksfjölda hinna þátttökuþjóðanna. Það er óhætt að segja að þessi grafíska mynd (hér fyrir neðan) sýnir enn frekar hversu mikið afrek það var hjá íslenska landsliðinu að komast inn á EM í Frakklandi. Ísland nær nefnilega bara rétt með táneglurnar þar sem Rússar hafa allan skrokkinn sinn. 142 milljónir íbúa standa að baki rússneska landsliðinu og er Ísland aðeins með 0,2 prósent fólksfjöldans í Rússlandi. Ísland er í 174. sæti yfir fjölmennustu þjóðir heimsins en Rússarnir eru í 9. sæti. Liðin sem eru með Íslandi í riðli eru langt á undan okkur. Portúgal er í 86. sæti með yfir 10,3 milljónir íbúa, Ungverjar eru í 91. sæti með 9,8 milljónir íbúa og Austurríki er í 95. sæti með 8,7 milljónir íbúa. Staðreyndirnar um hinar þrjár þjóðirnar í íslenska riðlinum snúa að allt öðru.Staðreyndin um Portúgal er að sjálfsögðu um Cristiano Ronaldo sem getur orðið fyrsti leikmaðurinn til að skora í fjórum Evrópukeppnum og þá er hann þremur mörkum frá því að jafna markamet Michel Platini sem er 9 mörk í úrslitakeppni EM. Staðreyndin um Austurríki snýr að því að austurríska landsliðið var í 105. sæti eftir eina Evrópumótið sitt árið 2008 en komust alla leið upp í 10. Sæti í undankeppninni fyrir þetta Evrópumót.Gabor Kiraly, markvörður Ungverja, gæti orðið fyrsti leikmaðurinn yfir fertugt til að spila í úrslitakeppni EM og bæta þar með met Þjóðverjans Lothar Matthaus sem var 39 ára og 91 daga þegar hann spilað á EM 2000. Það er hægt að skoða staðreyndir BBC um allar 24 þjóðirnar með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Ísland skrifar sögu fótboltans í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi því þetta verður í fyrsta sinn sem 330 þúsund manna þjóð spilar leik á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska liðið mætir Portúgal eftir eina viku en síðan taka við leikir við Ungverjaland og Austurríki. BBC fjallar ítarlega um Evrópukeppnina í fótbolta og í nýrri samantekt á heimasíðu BBC taka þeir til eina skemmtilega staðreynd um allar 24 þjóðirnar sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að staðreyndin um íslenska landsliðið snýr að því að aðeins rúmlega 330 þúsund manna þjóð stendur að baki íslenska landsliðinu. Staðreyndin um Ísland er síðan sett fram með greinagóðri mynd þar sem íbúafjöldi Íslands er settur í samhengi við fólksfjölda hinna þátttökuþjóðanna. Það er óhætt að segja að þessi grafíska mynd (hér fyrir neðan) sýnir enn frekar hversu mikið afrek það var hjá íslenska landsliðinu að komast inn á EM í Frakklandi. Ísland nær nefnilega bara rétt með táneglurnar þar sem Rússar hafa allan skrokkinn sinn. 142 milljónir íbúa standa að baki rússneska landsliðinu og er Ísland aðeins með 0,2 prósent fólksfjöldans í Rússlandi. Ísland er í 174. sæti yfir fjölmennustu þjóðir heimsins en Rússarnir eru í 9. sæti. Liðin sem eru með Íslandi í riðli eru langt á undan okkur. Portúgal er í 86. sæti með yfir 10,3 milljónir íbúa, Ungverjar eru í 91. sæti með 9,8 milljónir íbúa og Austurríki er í 95. sæti með 8,7 milljónir íbúa. Staðreyndirnar um hinar þrjár þjóðirnar í íslenska riðlinum snúa að allt öðru.Staðreyndin um Portúgal er að sjálfsögðu um Cristiano Ronaldo sem getur orðið fyrsti leikmaðurinn til að skora í fjórum Evrópukeppnum og þá er hann þremur mörkum frá því að jafna markamet Michel Platini sem er 9 mörk í úrslitakeppni EM. Staðreyndin um Austurríki snýr að því að austurríska landsliðið var í 105. sæti eftir eina Evrópumótið sitt árið 2008 en komust alla leið upp í 10. Sæti í undankeppninni fyrir þetta Evrópumót.Gabor Kiraly, markvörður Ungverja, gæti orðið fyrsti leikmaðurinn yfir fertugt til að spila í úrslitakeppni EM og bæta þar með met Þjóðverjans Lothar Matthaus sem var 39 ára og 91 daga þegar hann spilað á EM 2000. Það er hægt að skoða staðreyndir BBC um allar 24 þjóðirnar með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira