Mánudagskvöldið þegar Íslandsmetin skulfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 08:43 Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir. Mynd/Frjálsíþróttsamband Íslands Íslenskt frjálsíþróttafólk lét heldur betur mikið af sér kveða á erlendri grundu í gærkvöldi og þrjú Íslandsmet voru í hættu. Frjálsíþróttasamband Íslands kemst svo að orði á fésbókarsíðu sinni að Íslandsmetin hafi hreinlega skolfið í gærkvöldi. Íþróttafólkið okkar sem ógnaði Íslandsmetunum í gær var spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir og hlaupdrottningin Aníta Hinriksdóttir. Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir voru báðar nálægt sínum eigin Íslandsmetum en Kolbeinn Höður var ótrúlega nálægt Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar. Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sigur í 800 metra hlaupi á sterku móti í Prag í Tékklandi með því að koma í mark á 2:00,54 mínútum en hún var aðeins 5/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst 61,37 metra á sama móti í Prag í Tékklandi sem dugði henni í þriðja sæti og var aðeins 1,40 metrum frá Íslandsmeti hennar. Kolbeinn Höður Gunnarsson kom í mark á 21,19 sekúndum í 200 metra hlaupi á móti í Skara í Svíþjóð enn það er aðeins 2/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar frá 1996. Kolbeinn Höður setti engu að síður piltamet í flokki 20 til 22 ára og hann fór upp um tvö sæti á listanum yfir besta tíma Íslendings í 200 metra hlaupi. Kolbeinn Höður komst upp fyrir þá Vilmundur Vilhjálmsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson með þessu frábæra hlaupi sínu í gær. Tveir aðrir strákar minntu líka á sig í gær og eru báðir komnir í hóp þeirra bestu í sínum greinum. Ari Bragi Kárason náði sínum besta árangri í 200 metra hlaupi á á sama móti og Kolbeinn Höður þegar hann kom í mark á tímanum 21,43 sekúndur. Ari Bragi hoppar með því úr 14. sæti og upp í sæti númer sex á afrekalista Íslendingar. Stefán Velemir kastaði kúlunni 18,41 metra á Coca Cola móti FH innanhús og bætti eigið piltamet í flokki 20 til 22 ára um 80 sentímetra. Stefán er í 5. sæti Íslendinga innanhúss í kúluvarpi. Það er ljóst á þessu að frjálsíþróttasumarið byrjar vel og því verður skemmtilegt að sjá hvort þetta frábæra íþróttafólk geti fylgt þessu eftir og náð enn betri árangri í sumar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Íslenskt frjálsíþróttafólk lét heldur betur mikið af sér kveða á erlendri grundu í gærkvöldi og þrjú Íslandsmet voru í hættu. Frjálsíþróttasamband Íslands kemst svo að orði á fésbókarsíðu sinni að Íslandsmetin hafi hreinlega skolfið í gærkvöldi. Íþróttafólkið okkar sem ógnaði Íslandsmetunum í gær var spretthlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir og hlaupdrottningin Aníta Hinriksdóttir. Ásdís Hjálmsdóttir og Aníta Hinriksdóttir voru báðar nálægt sínum eigin Íslandsmetum en Kolbeinn Höður var ótrúlega nálægt Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar. Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sigur í 800 metra hlaupi á sterku móti í Prag í Tékklandi með því að koma í mark á 2:00,54 mínútum en hún var aðeins 5/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst 61,37 metra á sama móti í Prag í Tékklandi sem dugði henni í þriðja sæti og var aðeins 1,40 metrum frá Íslandsmeti hennar. Kolbeinn Höður Gunnarsson kom í mark á 21,19 sekúndum í 200 metra hlaupi á móti í Skara í Svíþjóð enn það er aðeins 2/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Jóns Arnars Magnússonar frá 1996. Kolbeinn Höður setti engu að síður piltamet í flokki 20 til 22 ára og hann fór upp um tvö sæti á listanum yfir besta tíma Íslendings í 200 metra hlaupi. Kolbeinn Höður komst upp fyrir þá Vilmundur Vilhjálmsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson með þessu frábæra hlaupi sínu í gær. Tveir aðrir strákar minntu líka á sig í gær og eru báðir komnir í hóp þeirra bestu í sínum greinum. Ari Bragi Kárason náði sínum besta árangri í 200 metra hlaupi á á sama móti og Kolbeinn Höður þegar hann kom í mark á tímanum 21,43 sekúndur. Ari Bragi hoppar með því úr 14. sæti og upp í sæti númer sex á afrekalista Íslendingar. Stefán Velemir kastaði kúlunni 18,41 metra á Coca Cola móti FH innanhús og bætti eigið piltamet í flokki 20 til 22 ára um 80 sentímetra. Stefán er í 5. sæti Íslendinga innanhúss í kúluvarpi. Það er ljóst á þessu að frjálsíþróttasumarið byrjar vel og því verður skemmtilegt að sjá hvort þetta frábæra íþróttafólk geti fylgt þessu eftir og náð enn betri árangri í sumar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira