Bíó og sjónvarp

Game of Thrones: Jóhannes Haukur mættur til leiks

Samúel Karl Ólason skrifar
Íslenski leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson birtist á skjám áhorfenda síðasta þáttar Game of Thrones. Atriðið sem Jóhannes var í má sjá hér að neðan, en því verður að fylgja Höskuldarviðvörun eða spoiler alert.



Þeir sem vöktu ekki eftir þættinum í nótt og ætla sér að horfa í kvöld, eða jafnvel seinna, og vilja ekki vita hvað gerist ættu kannski að hætta við.



Það verður að segjast að það var nokkuð ánægjulegt að sjá okkar mann í þættinum.

Tveir Íslendingar voru í sjöunda þætti sjöttu þáttaraðar Game of Thrones sem frumsýndur var í gær. Annar karakterinn er reyndar dáinn, svo hann segir ekki mikið þrátt fyrir að rölta enn um Kings Landing

Hafþór, Jóhannes, OMAM og Sigurrós. Það er spurning hvort að hér sé komið enn eitt „miðað við höfðatölu“-metið.

Jóhannes Haukur birtist í fyrsta sinn í nótt sem meðlimur Brotherhood Without Banners. Um er að ræða nokkurs konar gengi ribbalda sem fylgja rauða guðinum R'hllor. Jóhannes var með nokkrar línur þar sem hann ræddi við Ian McShane. Atriðið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.