María bregst við neyðarástandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2016 14:16 Þetta er í annað sinn sem sendifulltrúi Rauða krossins starfar í Grikklandi. María Ólafsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, er á leið til Grikklands á vegum Rauða krossins á Íslandi til að bregðast við neyðarástandi í norðurhluta landsins við landamæri Makedóníu en þar er um þessar mundir mikill fjöldi flóttamanna – flestir sem hafa flúið vopnuð átök í Sýrlandi og Írak. María kemur til með að starfa í ERU-neyðarteymi finnska og þýska Rauða krossins sem mun sinna almennri heilsugæslu í bæjunum Cherso og Nea Kevala þar sem er talið að 8000 skjólstæðingar þurfi á aðstoð að halda. Neyðarteymið bregst þar með við kalli Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) um aðstoð við flóttafólk við landamæri Grikklands og Makedóníu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta sé í annað sinn sem sendifulltrúi Rauða krossins starfar í Grikklandi en Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur, starfaði um sjö vikna skeið í Idomeni á haustmánuðum 2015. Síðastliðinn vetur hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggri aðstoð utanríkisráðuneytisins og íslensks almennings, veitt um 38 milljónum íslenskra króna til hjálparstarfs við flóttafólk í Grikklandi. Þetta er önnur sendiför Maríu fyrir Rauða krossinn en áður starfaði hún á færanlegum heilsugæslustöðvum (Mobile Health Clinics) í Dohuk í Írak á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Straumur flóttafólks hefur legið í gegnum Grikkland á undanförnum misserum en síðan í febrúar á þessu ári hefur myndast stífla við landamæri Makedóníu eftir að síðarnefnda landið ákvað að loka landamærum sínum. Um 10 þúsund flóttamenn eru nú staddir í bænum Idomeni og um 10 þúsund fleiri í nærliggjandi bæjum. Flóttamenn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
María Ólafsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, er á leið til Grikklands á vegum Rauða krossins á Íslandi til að bregðast við neyðarástandi í norðurhluta landsins við landamæri Makedóníu en þar er um þessar mundir mikill fjöldi flóttamanna – flestir sem hafa flúið vopnuð átök í Sýrlandi og Írak. María kemur til með að starfa í ERU-neyðarteymi finnska og þýska Rauða krossins sem mun sinna almennri heilsugæslu í bæjunum Cherso og Nea Kevala þar sem er talið að 8000 skjólstæðingar þurfi á aðstoð að halda. Neyðarteymið bregst þar með við kalli Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) um aðstoð við flóttafólk við landamæri Grikklands og Makedóníu. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta sé í annað sinn sem sendifulltrúi Rauða krossins starfar í Grikklandi en Páll Biering, geðhjúkrunarfræðingur, starfaði um sjö vikna skeið í Idomeni á haustmánuðum 2015. Síðastliðinn vetur hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggri aðstoð utanríkisráðuneytisins og íslensks almennings, veitt um 38 milljónum íslenskra króna til hjálparstarfs við flóttafólk í Grikklandi. Þetta er önnur sendiför Maríu fyrir Rauða krossinn en áður starfaði hún á færanlegum heilsugæslustöðvum (Mobile Health Clinics) í Dohuk í Írak á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). Straumur flóttafólks hefur legið í gegnum Grikkland á undanförnum misserum en síðan í febrúar á þessu ári hefur myndast stífla við landamæri Makedóníu eftir að síðarnefnda landið ákvað að loka landamærum sínum. Um 10 þúsund flóttamenn eru nú staddir í bænum Idomeni og um 10 þúsund fleiri í nærliggjandi bæjum.
Flóttamenn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira