Samþykkja að vísa eflingu atvinnulífs Vestfjarða í nefnd Sveinn Arnarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. vísir/pjetur Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Lagt er til að nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við svokallaðan stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Á þessu kjörtímabili var einnig sams konar hópur að störfum til að efla byggð á Norðvesturlandi. Sú nefnd skilaði af sér tugum tillagna til forsætisráðuneytisins fyrir nokkrum misserum en lítill hluti þeirra tillagna hlaut brautargengi.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi Sveinsson, ráðherra byggðamála og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir málið brýnt. Vestfirðir hafi verið í ákveðinni varnarbaráttu og fólki hefur fækkað á svæðinu í heild. „Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og í framhaldi af Norðvesturnefndinni svokölluðu. Vestfirðir hafa um árabil búið við fólksfækkun þó nokkur batamerki hafi sést undanfarið, til dæmis á sunnanverðum fjörðunum,“ segir Gunnar Bragi. „Nefndin mun að uppistöðu til verða skipuð heimamönnum enda þekkja þeir best til. Þá mun farvegur sóknaráætlunar Vestfjarða verða nýttur fyrir þær hugmyndir sem koma. Samhliða þessu hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að treysta áfram innviði í fjórðungnum, svo sem í samgöngumálum.“Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist fagna þessu framtaki ríkisstjórnarinnar. Nú þegar séu til margvíslegar tillögur og gögn sem nefndin geti unnið úr og skilað sem tillögum til úrbóta til ríkisstjórnarinnar. „Hér hefur verið unnið mikið verk á síðustu árum og ég fagna því að þessi nefnd sé sett á laggirnar,“ segir Gísli Halldór. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að heimamenn verði fengnir að borðinu til að móta tillögur til framfara fyrir fjórðunginn.“ Vestfirðir eru í raun þrískipt svæði í dag; sunnanverðir Vestfirðir, Ísafjarðardjúp og Strandir. Miklar vegalengdir skilja svæðin að og samgöngur eru erfiðar milli þeirra að vetrarlagi. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins er ekki gefinn langur tími fyrir nefndina. Lagt er til að hún skili tillögum til ríkisstjórnarinnar eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að skipa nefnd undir forystu forsætisráðuneytisins sem vinni aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði. Lagt er til að nefndin starfi í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti og í samráði við svokallaðan stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál. Á þessu kjörtímabili var einnig sams konar hópur að störfum til að efla byggð á Norðvesturlandi. Sú nefnd skilaði af sér tugum tillagna til forsætisráðuneytisins fyrir nokkrum misserum en lítill hluti þeirra tillagna hlaut brautargengi.Gunnar Bragi SveinssonGunnar Bragi Sveinsson, ráðherra byggðamála og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir málið brýnt. Vestfirðir hafi verið í ákveðinni varnarbaráttu og fólki hefur fækkað á svæðinu í heild. „Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og í framhaldi af Norðvesturnefndinni svokölluðu. Vestfirðir hafa um árabil búið við fólksfækkun þó nokkur batamerki hafi sést undanfarið, til dæmis á sunnanverðum fjörðunum,“ segir Gunnar Bragi. „Nefndin mun að uppistöðu til verða skipuð heimamönnum enda þekkja þeir best til. Þá mun farvegur sóknaráætlunar Vestfjarða verða nýttur fyrir þær hugmyndir sem koma. Samhliða þessu hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að treysta áfram innviði í fjórðungnum, svo sem í samgöngumálum.“Gísli Halldór HalldórssonGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist fagna þessu framtaki ríkisstjórnarinnar. Nú þegar séu til margvíslegar tillögur og gögn sem nefndin geti unnið úr og skilað sem tillögum til úrbóta til ríkisstjórnarinnar. „Hér hefur verið unnið mikið verk á síðustu árum og ég fagna því að þessi nefnd sé sett á laggirnar,“ segir Gísli Halldór. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að heimamenn verði fengnir að borðinu til að móta tillögur til framfara fyrir fjórðunginn.“ Vestfirðir eru í raun þrískipt svæði í dag; sunnanverðir Vestfirðir, Ísafjarðardjúp og Strandir. Miklar vegalengdir skilja svæðin að og samgöngur eru erfiðar milli þeirra að vetrarlagi. Í tilkynningu forsætisráðuneytisins er ekki gefinn langur tími fyrir nefndina. Lagt er til að hún skili tillögum til ríkisstjórnarinnar eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent