Sagan skrifuð í Saint-Étienne Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2016 06:00 Birkir Bjarnason fagnar markinu sínu. Vísir/Vilhelm „Ég er gríðarlega stoltur af að hafa skorað þetta mark. Ég mun minnast þess alla ævi,“ sagði kampakátur Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir 1-1 jafntefli strákanna okkar gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta. Birkir skoraði jöfnunarmarkið í byrjun seinni hálfleiks eftir frábæra sendingu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Þetta er fyrsta markið sem karlalandsliðið skorar á stórmóti og það verður aldrei tekið af Birki. Strákarnir okkar stimpluðu sig inn með látum á EM í gær með því að ná þessu magnaða jafntefli gegn stórliði Portúgals. Það var nánast erfitt að fylgjast með sorgmæddum leikmönnum Portúgala ganga í gegnum viðtalssvæðið eftir leik. Þeim datt aldrei í hug að jafntefli yrðu lokaúrslitin. Eflaust voru þeir ekki einir um það. „Ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem höfðu trú á að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er bara virkilega stoltur af að ná þessum úrslitum,“ sagði Birkir. Þessir sömu Íslendingar mættu 8.000 talsins á Stade Geoffroy-Guichard í gærkvöldi og gerðu kvöldið ógleymanlegt. Þeir áttu stúkuna gegn 16.000 Portúgölum. Stundin eftir leik þegar strákarnir fóru og þökkuðu fyrir stuðninginn er eitthvað sem allir 8.000 plús 23 og þjálfararnir eiga eftir að muna lengi.Hannes Þór Halldórsson í baráttunni við Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmVelkomnir aftur! Þó Birkir hafi á endanum verið hetja íslenska liðsins og spilaði frábærlega í seinni hálfleik átti hann erfitt uppdráttar í þeim fyrri. Strákarnir voru búnir að bíða eftir leiknum í sjö mánuði eða síðan dregið var í byrjun desember á síðasta ári. Það fór ekki á milli mála að stress var í okkar mönnum þó þeir fengju eitt dauðafæri til að byrja með sem Gylfi Þór klúðraði. Íslenska liðið náði ekki að vinna sig inn í leikinn í fyrri hálfleik og þorði varla að vera með boltann. Sumir leikmanna liðsins misstu smá trú á eigin getu og treystu hvorki fyrstu né annarri snertingu. Varnarleikurinn var misjafn og fékk Portúgal færi til að skora fleiri en þetta eina mark sem Nani setti. Eftir hálft ár af frekar döprum vináttuleikjum var spurning margra til strákanna: Hvenær ætlið þið að ýta á „ON“-takkann? Svarið fengu allir í seinni hálfleik. Frá og með 46. mínútu í Saint-Étienne í gær sáu öll álfan af hverju þessir strákar eru komnir í lokakeppni EM í fyrsta sinn og að það var engin heppni. Vissulega voru Portúgalar meira með boltann en varnarleikurinn var nánast óaðfinnanlegur frá fremsta manni til þess aftasta. Hannes Þór var magnaður í markinu og sópaði upp það sem til þurfti. Allir börðust fyrir hvorn annan og gerðu Portúgölunum erfitt fyrir. Samvinna er samasem vinna söng góður maður og þannig vinnur íslenska landsliðið fótboltaleiki. Vináttuleikjunum er lokið. Þessir strákar þrífast á alvöru leikjum og þetta var einn slíkur. Skilaboðin skýr: Strákarnir eru mættir hingað til að gera hluti.Cristiano Ronaldo var ekki sáttur í leikslok.Vísir/EPAEnginn höfðatölusigur „Við vorum búnir að spila marga æfingaleiki sem voru ekki nógu góðir en að spila á svona stórmóti er auðvitað allt annar hlutur. Hugarfar leikmanna er allt annað þó það sé skrítið að segja það. Við spiluðum frábærlega þó þeir pressuðu okkur vel og lengi,“ sagði markaskorarinn Birkir eftir leikinn. Einhvern tíma hefðu svona úrslit verið kölluð höfðatölusigur eins og þegar Ísland „vann“ Frakkland 1-1 á Laugardalsvellinum fyrir sextán árum. Höfðatölusigrar hentuðu okkur þegar við vorum litlir og slakir. Við erum enn þá litlir en langt frá því að vera slakir. Þessir strákar þurfa enga höfðatölusigra. Á síðustu 20 mánuðum er liðið búið að leggja Tyrki, Tékka og Hollendinga tvisvar á leið á stórmót og ná svo í þetta gríðarlega flotta og mikilvæga stig gegn Portúgal. Þetta var enginn höfðatölusigur. Þetta er bara stig í lok dagsins sem gerir ekkert nema strákarnir haldi áfram og vinni Ungverja. Það besta er að þeir vita það sjálfir. Söguleg stund í Saint-Étienne að baki. Íslenska þjóðin fagnar næstu daga en strákarnir voru komnir í endurheimt strax eftir leik og byrjaðir að hugsa um Ungverja. Þannig hugsa sigurvegarar og sigurvegarar ná úrslitum.Fagnað með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33 Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Maður leiksins segist hafa grunað að þetta yrði góður dagur. 14. júní 2016 22:33 Strákarnir okkar stóðust prófið og gott betur eins og þessar myndir sanna Vilhelm Gunnarsson fangaði allt það besta utan vallar sem innan í Saint-Étienne í kvöld. 14. júní 2016 22:39 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Birkir um markið: „Á eftir að minnast þess alla ævi" Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:40 Ari Freyr: Erum ekki eins lélegir og allir halda Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, segir að Ísland sé ekki eins lélegt og allir halda. Þetta sagði Ari eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld. 14. júní 2016 22:48 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
„Ég er gríðarlega stoltur af að hafa skorað þetta mark. Ég mun minnast þess alla ævi,“ sagði kampakátur Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir 1-1 jafntefli strákanna okkar gegn Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta. Birkir skoraði jöfnunarmarkið í byrjun seinni hálfleiks eftir frábæra sendingu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Þetta er fyrsta markið sem karlalandsliðið skorar á stórmóti og það verður aldrei tekið af Birki. Strákarnir okkar stimpluðu sig inn með látum á EM í gær með því að ná þessu magnaða jafntefli gegn stórliði Portúgals. Það var nánast erfitt að fylgjast með sorgmæddum leikmönnum Portúgala ganga í gegnum viðtalssvæðið eftir leik. Þeim datt aldrei í hug að jafntefli yrðu lokaúrslitin. Eflaust voru þeir ekki einir um það. „Ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem höfðu trú á að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er bara virkilega stoltur af að ná þessum úrslitum,“ sagði Birkir. Þessir sömu Íslendingar mættu 8.000 talsins á Stade Geoffroy-Guichard í gærkvöldi og gerðu kvöldið ógleymanlegt. Þeir áttu stúkuna gegn 16.000 Portúgölum. Stundin eftir leik þegar strákarnir fóru og þökkuðu fyrir stuðninginn er eitthvað sem allir 8.000 plús 23 og þjálfararnir eiga eftir að muna lengi.Hannes Þór Halldórsson í baráttunni við Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmVelkomnir aftur! Þó Birkir hafi á endanum verið hetja íslenska liðsins og spilaði frábærlega í seinni hálfleik átti hann erfitt uppdráttar í þeim fyrri. Strákarnir voru búnir að bíða eftir leiknum í sjö mánuði eða síðan dregið var í byrjun desember á síðasta ári. Það fór ekki á milli mála að stress var í okkar mönnum þó þeir fengju eitt dauðafæri til að byrja með sem Gylfi Þór klúðraði. Íslenska liðið náði ekki að vinna sig inn í leikinn í fyrri hálfleik og þorði varla að vera með boltann. Sumir leikmanna liðsins misstu smá trú á eigin getu og treystu hvorki fyrstu né annarri snertingu. Varnarleikurinn var misjafn og fékk Portúgal færi til að skora fleiri en þetta eina mark sem Nani setti. Eftir hálft ár af frekar döprum vináttuleikjum var spurning margra til strákanna: Hvenær ætlið þið að ýta á „ON“-takkann? Svarið fengu allir í seinni hálfleik. Frá og með 46. mínútu í Saint-Étienne í gær sáu öll álfan af hverju þessir strákar eru komnir í lokakeppni EM í fyrsta sinn og að það var engin heppni. Vissulega voru Portúgalar meira með boltann en varnarleikurinn var nánast óaðfinnanlegur frá fremsta manni til þess aftasta. Hannes Þór var magnaður í markinu og sópaði upp það sem til þurfti. Allir börðust fyrir hvorn annan og gerðu Portúgölunum erfitt fyrir. Samvinna er samasem vinna söng góður maður og þannig vinnur íslenska landsliðið fótboltaleiki. Vináttuleikjunum er lokið. Þessir strákar þrífast á alvöru leikjum og þetta var einn slíkur. Skilaboðin skýr: Strákarnir eru mættir hingað til að gera hluti.Cristiano Ronaldo var ekki sáttur í leikslok.Vísir/EPAEnginn höfðatölusigur „Við vorum búnir að spila marga æfingaleiki sem voru ekki nógu góðir en að spila á svona stórmóti er auðvitað allt annar hlutur. Hugarfar leikmanna er allt annað þó það sé skrítið að segja það. Við spiluðum frábærlega þó þeir pressuðu okkur vel og lengi,“ sagði markaskorarinn Birkir eftir leikinn. Einhvern tíma hefðu svona úrslit verið kölluð höfðatölusigur eins og þegar Ísland „vann“ Frakkland 1-1 á Laugardalsvellinum fyrir sextán árum. Höfðatölusigrar hentuðu okkur þegar við vorum litlir og slakir. Við erum enn þá litlir en langt frá því að vera slakir. Þessir strákar þurfa enga höfðatölusigra. Á síðustu 20 mánuðum er liðið búið að leggja Tyrki, Tékka og Hollendinga tvisvar á leið á stórmót og ná svo í þetta gríðarlega flotta og mikilvæga stig gegn Portúgal. Þetta var enginn höfðatölusigur. Þetta er bara stig í lok dagsins sem gerir ekkert nema strákarnir haldi áfram og vinni Ungverja. Það besta er að þeir vita það sjálfir. Söguleg stund í Saint-Étienne að baki. Íslenska þjóðin fagnar næstu daga en strákarnir voru komnir í endurheimt strax eftir leik og byrjaðir að hugsa um Ungverja. Þannig hugsa sigurvegarar og sigurvegarar ná úrslitum.Fagnað með stuðningsfólkinu í leikslok.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33 Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Maður leiksins segist hafa grunað að þetta yrði góður dagur. 14. júní 2016 22:33 Strákarnir okkar stóðust prófið og gott betur eins og þessar myndir sanna Vilhelm Gunnarsson fangaði allt það besta utan vallar sem innan í Saint-Étienne í kvöld. 14. júní 2016 22:39 Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47 Birkir um markið: „Á eftir að minnast þess alla ævi" Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:40 Ari Freyr: Erum ekki eins lélegir og allir halda Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, segir að Ísland sé ekki eins lélegt og allir halda. Þetta sagði Ari eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld. 14. júní 2016 22:48 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. 14. júní 2016 22:33
Hannes Þór átti von á góðum degi: „Á eftir að horfa á vörsluna nokkrum sinnum í rútunni“ Maður leiksins segist hafa grunað að þetta yrði góður dagur. 14. júní 2016 22:33
Strákarnir okkar stóðust prófið og gott betur eins og þessar myndir sanna Vilhelm Gunnarsson fangaði allt það besta utan vallar sem innan í Saint-Étienne í kvöld. 14. júní 2016 22:39
Gary Lineker: Ekkert lið á EM jafn kraftmikið og Ísland "Nú höfum við séð öll 24 liðin á EM en ekkert þeirra er jafn kraftmikið og Ísland,“ sagði gamli refurinn. 14. júní 2016 22:47
Birkir um markið: „Á eftir að minnast þess alla ævi" Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal. 14. júní 2016 22:40
Ari Freyr: Erum ekki eins lélegir og allir halda Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, segir að Ísland sé ekki eins lélegt og allir halda. Þetta sagði Ari eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld. 14. júní 2016 22:48