Fylgstu með jarðarför Muhammad Ali í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 13:53 Muhammad Ali 1942-2016. Vísir/Getty Hnefaleikagoðsögnin og mannvinurinn Muhammad Ali er borinn til grafar í Louisville í dag og stór hluti heimsins mun fylgjast með. Muhammad Ali lést á föstudaginn var en hann var 74 ára gamall. Hann er einn frægasti og virtasti íþróttamaður allra tíma og margfaldur heimsmeistari í sinni íþrótt. Hann stór persónuleiki, skemmtilegur karakter og einstök manneskja. Muhammad Ali, sem fæddist Cassius Marcellus Clay 17. janúar 1942, vann 56 af 61 bardögum á sínum ferli sem náði yfir meira en tvo áratugi. Hann varð þrisvar sinnum krýndur heimsmeistari og vann einnig gull á Ólympíuleikum. Barátta hans fyrir mannréttindum og jafnrétti eftir að ferlinum lauk verður seint metin til fulls og þá glímdi hann við Parkinson síðustu þrjá áratugi ævi sinnar. Tugir þúsunda munu safnast saman á götum Louisville til að fylgjast með og meðal gesta á minningarathöfninni er mikið af frægu fólki og fyrirmönnum sem þekktu og elskuðu Muhammad Ali fyrir öll þau góðu mál sem hann barðist fyrir ekki síst eftir að hanskarnir voru komnir upp á hillu. Will Smith og boxarinn Lennox Lewis eru meðal kistubera Muhammad Ali og þá munu þeir Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og grínistinn Billy Crystal báðir flytja eftirmæli um Muhammad Ali í minningarathöfninni. Bílalestin með kistu Muhammad Ali mun fara í gengum Louisville og þar á meðal framhjá æskuheimili hans en enda að lokum við Cave Hill kirkjugarðinn þar sem hann verður borinn til grafar. The New York Times er meðal þeirra fjölmiðla sem býður upp á það að fylgjast með jarðaför Muhammad Ali í beinni á netinu og hér fyrir neðan má sjá myndband þeirra frá athöfninni. Enn neðar má líka sjá útsendingu FOX 10 sjónvarpstöðvarinnar í Phoenix frá viðburðinum. Box Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Hnefaleikagoðsögnin og mannvinurinn Muhammad Ali er borinn til grafar í Louisville í dag og stór hluti heimsins mun fylgjast með. Muhammad Ali lést á föstudaginn var en hann var 74 ára gamall. Hann er einn frægasti og virtasti íþróttamaður allra tíma og margfaldur heimsmeistari í sinni íþrótt. Hann stór persónuleiki, skemmtilegur karakter og einstök manneskja. Muhammad Ali, sem fæddist Cassius Marcellus Clay 17. janúar 1942, vann 56 af 61 bardögum á sínum ferli sem náði yfir meira en tvo áratugi. Hann varð þrisvar sinnum krýndur heimsmeistari og vann einnig gull á Ólympíuleikum. Barátta hans fyrir mannréttindum og jafnrétti eftir að ferlinum lauk verður seint metin til fulls og þá glímdi hann við Parkinson síðustu þrjá áratugi ævi sinnar. Tugir þúsunda munu safnast saman á götum Louisville til að fylgjast með og meðal gesta á minningarathöfninni er mikið af frægu fólki og fyrirmönnum sem þekktu og elskuðu Muhammad Ali fyrir öll þau góðu mál sem hann barðist fyrir ekki síst eftir að hanskarnir voru komnir upp á hillu. Will Smith og boxarinn Lennox Lewis eru meðal kistubera Muhammad Ali og þá munu þeir Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og grínistinn Billy Crystal báðir flytja eftirmæli um Muhammad Ali í minningarathöfninni. Bílalestin með kistu Muhammad Ali mun fara í gengum Louisville og þar á meðal framhjá æskuheimili hans en enda að lokum við Cave Hill kirkjugarðinn þar sem hann verður borinn til grafar. The New York Times er meðal þeirra fjölmiðla sem býður upp á það að fylgjast með jarðaför Muhammad Ali í beinni á netinu og hér fyrir neðan má sjá myndband þeirra frá athöfninni. Enn neðar má líka sjá útsendingu FOX 10 sjónvarpstöðvarinnar í Phoenix frá viðburðinum.
Box Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira